Æskan

Årgang

Æskan - 24.01.1903, Side 8

Æskan - 24.01.1903, Side 8
ÆSKÁN. Ljótt orðbragð, Lítill drengur átti að vera í sumarleyf- inu hjá frænda sínuin, sem bjó uppi i sveit. Hann kom sér- vel við alla, því hann var fjörugur, kurteis og snúningaliðugur. Var hann í snúningum hjá vinnufólkinu um sláttinn. Einn af vinnumönnunum var mjög blót- samur. Þá var það einn dag, er hann blótaði venju fremur mikið, að drengurinn var viðstaddur. Iíonum féll þett-a mjög ilia og sagði við manninn: „Eg held, að eg fari heim á morgun.11 Maðurinn, sem þótti vænt um drenginn, svaraði: „Eg hugsaði, að þú ættir að vera hér í sumar.“ ,,.i:i, eg átti að veraþað," svaraði dreng- urinii; „en eg get ekki verið með þeim, : sem blóta svona mikið. Annarhvor okkar verður að fara, og það verður víst að vera eg. Maðurinn skammaðist sín. Hann svaraði: „Það er ljótur vani, sem eg heíi vanið mig á. En ef þú vilt vera hér, skal eg ekki blóta.“ Og hann efndi loforð sitt. Meira virði en aiiur veraidarauður, Kínverjar eru fégjarnir, og eiga erfitt með að trúa því, að nokkur maður geri neitt án þoss að fá það borgað. Margir halda því, að landar þeirra, sem kristna trú taka, fái peningafyrir það hjá trúboðunum. Þannig spurði einn nágranna sinn: „Iívað hafa útlendingarnir borgað þér mik- ið fyrir að þútókst kristna trú? 40krónur?“ „Miklu meira,“ svaraði hinn. „80 krónur?" „Margfalt meira. “ „400 krónur þá?“ „Miklu meira,“ svaraði hinn enn þá. „Hvað var það þá mikið?“ „Meira heldur en þetta fjall mundi kosta, þótt það væri alt úr gulli og silfri, “ svaraði hinn aðspuiði, og benti á fjall eitt. Og þegar heiðinginn vildi ekki trúa því, benti kristni maðurinn á biblíuna sínaog mælti: „Sko, þessa bók gáfu þeir mér. Hún er meira virði en allur veraldarauður, því að hún vísar mér veginn til guðs, til frelsar- ans og til eilífs lífs. “ Þessa mun þig aldrei iðra, I3ig mun aldrei iðra breytni þinnar, ef þú breytir eftir beztu satnvizku, ef þú athugar málavöxt.u, áður en þú dæmir, ef þú ert vingjarnlegur við fátæka, ef þú vísar á bug óhreinum hugsunum, ef þú ert göfuglyndur við óvin þinn, ef þú ert kurteis við þá, sem eldri eru en þú, ef þú heldur fast við sannfæringu þína, ef þti gerir alt, sem í þínu valdi stendur, til að gera aðra hamingjusarna, ef þu réttir bágstöddum hjálparhönd, ef þú hugsar, áður en þú talar, ef þú heldur nákvæmlega loforð þín, ef þú ert ráðvandur í verziun og við- skiftum, ef þú ætlar ekki öðrum ilt. (xleymift ektí að borga. „Æskuna." Aldar-prontsmiðja. Pappírinn frá Jóni Olafssyni.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.