Æskan - 01.11.1906, Blaðsíða 5
Æ S K A N
13
Huliðsheimar, kvæðabálkur, saga
í ljóðum. Norska skáldið Arni
Garborg orti, Bjarni Jónsson
frá Vogi þýddi.
Frumritið er snildarverk, þýðingin
fyrirtak. Allur frágangur góður. —
Unglingar, sem lesið liafa þjóðsögurnar,
munu talsvert vel geta skilið þetta af-
hragðs kvæði.
Oliver Twist, skáldsaga eftir
Dickens, þýtt heíir Páll E.
Olason.
Þessarar ágætu sögu var minnst
hér í blaðinu áður en hún var komin
út á íslenzku, og lofað að geta um
þýðinguna, þá er útkomin væri. Er
þýðingin góð og hókin hin eigulegasta.—
Sagan segir frá fátækum dreng
sem ratar í margar raunir og verður
fyrir miklum freistingum, og tálsnör-
um vondra manna, en fær horgið sak-
leysi sínu og kemst á endanum til
vegs og virðingar. — Æskan mælir með
hókinni hið bezta. —
* ★
*
Það er gleðilegl, að svo margar á-
gælar bækur hafa nú komið út, (sjá
bókafregnina í fyrri blöðum Æskunnar),
en sorglegt er líka hitt að margir hafa
verið gintir til þess að kaupa og lesa
ómerkilegar reyfarasögur, sem að eins
spilla máli og hugsunarhreinleik les-
endanna. Það er óttalegur leyndar-
dómur, sem enginn skilur í, að nokk-
ur skynherandi maður skuli vilja eiga
og lesa slíkan hroða. En leyndardóm-
ur er það ekki að slikar sögur eru
kynlegir þjófar, sem stela peningum
og tíma lesendanna, og það sem enn
er þyngra, ræna oft og einatt göfugum
hugsunum og fögrum tilfmningum,
smekkvísi og dómgreind unglinga, er
glæpast á þeim.
Fr. Fr.
(Pýdd úr dönsku).
Á höfðingjasetrinu, eins og all-
staðar i þelta mund, voru allir önn-
um kafnir. 1 eldhúsinu var bakað og
brasað, í viðhafnarherberginu skrejdl
jólatré. Það voru liðnar nokkrar stund-
ir fram yfir miðdag', svo eigi mátti
hruðla með timann, þess vegna gætli
hver sinna verka, en lét náungann
bera umhyggju fyrir sér.
Því var það, að enginn hafði gætt
að lilla drengnum, sem gægðist inn
um gættina á dyrunum, í von um að
einhver miskunnsamur sæi sig. Hann
beið og beið, en svo margur sem um
gekk, þáhöfðu allir nóg með sig og gættu
ekki að litla, fallega drengnum, með
fjöruga andlitið og götugu fötin. Þarna
stóð hann með leirkrukkuna tóma i
hendinni, sem nú óefað varð að berast
heim lil liinnar fátæku móður í sama
ástandi og hún hengdi hann á hand-
legg honum um morguninn.
Einungis að hann kæmi þó, gamli
góði höfðinginn, sem við síðasta prófið