Æskan - 01.11.1906, Blaðsíða 6
14
Æ S K A N
í skólanum haí'ði klappað á koll hon-
um og gefið honum spegilfagran silf-
urdal, vegna þess að hann liafði verið
sá, sem bezt hafði kunnað — en eng-
inn kom. En hvað var þó þetta, sem
tindraði fyrir auga lians, þegar hin
hurðin opnaðist? Epli og sætabrauð,
gull og fánar — nú hvarf það aftur,
liurðin lokaðist og hann mátti hverfa
frá án þess noklcuð að verða ágengt.
Hann fór burt í hryggu skapi, í
þessu augnabliki fann hann hve bágt
hann átti, við hugsunina að eiga að
fara heim í kalt herhergi, þar sem
ekkjan og hann áttu að halda jól, en
fátæktin dúka borðið. Hér, þar sem svo
mikið var til, var ekki ein Iiræða,
sem virti hann þess að gæta að hon-
um eða láta honum i té eitl vinar-
hót. Hann áleit sig vera einan, yfir-
gefin og umkomulausan.
»Hvað heitir þú ?« Þessi orð með
barnsrödd töluð komu honum aftur í
samt horf. Það var lílil slúlka, sem
stóð í dyrunum, sem vissu út að trjá-
göngunum, er lágu við farinn veg.
Hún var á að gizka 7 ára, hafði ljóm-
andi falleg I>lá augu, sem sendu geisla
frá sér af jólagleðinni, sem bjó í hinu
lilla hjai'ta hennar, rjóðar kinnar og
glóbjart hár, sem mundi hafa á þessu
augnabliki ljómað sem gull i augum
drengsins, ef hann að eins hefði haft
hug til að líta á hana. Hún héll á-
fram spurningu sinni: »Hvað heitir
þú?«
Hann hlaut þá að svara og opna
munninn. Hans hét hann, sonur
Kristínar, sem hjó í nýlendunni fyrir
vestan bæinn.
»Yið eigum að hafa jólatré, stórt
jólatré með gullstjörnu uppi í toppn-
um. Föðursystir mín kemur og báð-
ar frænkurnar«, hrópaði barnið af
gleði.
Hann gat ímyndað sér þetta en
lalaði ekki um það. Hann var enn
þá ekki orðinn svo mikill heimspek-
ingur að hann i einu hendingskasti
gæti samfagnað henni. Það var eigi
meira en svo, að hann gæti varist
gráti i þessu augnabliki.
Litla stúlkan hafði það vist á til-
finningunni að það væri ekki alls-
kostar eins og það ætti að vera með
drenginn, þvi hún hugsaði sig oi'ur-
litið um og spurði síðan: »Áttu þá
ekki líka að hafa jólatré heima hjá
móður þinni í nýlendunni?«
Nú þoldi drengurinn ekki lengur
mátið en fór að háskæla, sneri sér við
og fór með tómt ílátið ofan eftir trjá-
göngunum, en þurkaði tárin af aug-
um sér við og við með treyjuerminni.
Litla stúlkan stóð forviða og þegj-
andi þangað lil hún segir: »Aíi minn
gelur þér óefað jólatré, ég skal biðja
hann um það, þegar hann kemurheim;
núna er hann úli að ríða«. Þetta
sagði hún hátt, en drenghnokkinn
heyrði ekkert af þessu sem von var.
Hún stóð kyr í dyrunum meðan
lnin gat eygt drenginn í trjágöngunum,
og fyrst þegar að hann sneri út á al-
faraveginn, fór hún í brott. Svo þeg-
ar lnin stuttu á eftir fór að leika sér