Æskan - 01.11.1906, Síða 8
16
Æ S K A N
var það ekki vegna krákanna, sem
það hafði verið hengt þarna, hélt
hundurinn í sama biii og hann gó
af öllum kröftum og gerði svo mikið
háreysti sem unt var, en það dugði
ekki, krákurnar komu eftir sem áður
eftir eigin vild.
Hans fór að smákíma að þessari
sjón, því í rauninni var hann kátur
piltur, sem hafði gamau af því, sem
broslegt var — en svo fór svefninn
aftur að ásækja hann. Það hljómaði
sem vöggusöngur eitthvað fyrir eyrum
hans, Það var þá lagið við sálminn:
»Eitt barn er fætt í Betlehem«. Þetta
hljómaði sem fagur söngur í eyru lion-
um frá kirkjunni. Það var sem ein-
hver hvíslaði í eyru honum: »Við eig-
um að hafa jólatré, stórt jólatré, með
gullstjörnu í toppnum og föðursystir
mín og írænkurnar —!« Hann sá
líka lilla stúlku, og að líkindum hefir
það verið hún, sem livíslaði einhverj-
um fögrum draum í eyru hans. Hvað
dreymdi hann þá? Það var margt og
mikið og alt líf og fjör, því endirinn
á draumnum varð, að spáin rættist,
sem einu sinni hafði verið spáð um
hann, og það var gömul kona í grend-
inni, sem hafði spáð því um hann,
þegar hann við prófið slóð sig svo
vel í að útþýða ritningargreinina úr
kenslubókinni: »Haun talar sem væri
hann bók, og hann endar óefað með
því að verða prestur«. — En heyrið
þið nú! Endinn á draumnum var, að
það hringdi til jólasöngs í kirkjunni
og hann var sjálfur presturinn! Hann
vaknaði við klukknahljóminn — en
áður en við förum lengra, viljum við
víkja ofurlítið frá aðalefninu og snöggv-
ast koma að höfðingjasetrinu.
Þar var búið að kveikja á stóra
jólatrénu; ungir og gamlir héldust í
hendur og dönsuðu kring um það og
frá vörum allra hljómaði sálmurinn:
»Eitt barn er fætt í Betlehem«. Hve
ljómaði þá stjarnan í toppnum móti
börnunum.
(Framh.).
Israelsbörn.
(Skrítla).
Lítil stúlka las í bibliusögunum:
»Þá gengu ísraelsbörn yfir liafið rauða«,
þá segir hún við bróður sinn: »Það
var mikið að foreldrar þeirra skyldu
líða þeim að ösla svona í sjónum«.
»Já, það yrði eitthvað sagt við
okkur!« sagði drengurinn og stundi.
„lEskan"
kemur út mánaðarlega, og auk þess jólablað,
skrautprentað með myndum (100 bls.). Kostar
1 kr. og 20 aura árgangurinn. Borgist 1. júní ár
hvert. Sölulaun */5, gefin af minst 8 eintökum.
Guðm. Gamalielsson bókbindari, Ilafuar-
stræti lti. Reykjavík, annast útsendingu blaðsins
og alla afgreiðslu, tekur móti borgun og kvittav
fyrir o. s. frv.
Prentsm. Gutenberg.