Æskan

Årgang

Æskan - 01.05.1910, Side 3

Æskan - 01.05.1910, Side 3
Æ S K A N. 35 Svo liðu tímar fram. lJá var það eitt heiðrikt og fagurt sumarkveld, að æskulýðurinn var saman safnaður við dansleik fyrir utan hæinn. Fölur og grannvaxinn piltur, með dreym- andi augnaráð, lék á liljóðfæri við dans- inn. Það var Þorkell. Hljóðfæraleikari gat hann orðið og ekkert annað. Ókunnur maður, fríður sýnum og vel klæddur, stóð þar lijá og horfði á. — Hann var á ferðalagi og stytti sérstundir með því að horfa á skemtanir æsku- lýðsins meðan hann beið farargreiðslu. »Syngdu nú fyrir okkur, Þorkell, á meðan við hvílum okkurl« kallaði ung slúlka í hópnum. »Syngdu einhverja af vísunum þínum«. Unglingurinn kastaði höfðinu snögg- lega aftur á l)ak, lét aftur augun í svip og byrjaði síðan að syngja, A'eikt og hik- andi í fyrstu, en eftir því sem lengra leið, varð söngur lians hreinni og styrk- ari, og að lokum með svo mikilli til- linningu að fuglarnir hölluðu undir (latt og hlustuðu á hann. En dökku augun ókunna mannsins tindruðu þá eins og stjörnur og ánægjubros lék um varir hans. Faðir Þorkels sat heima, gramur í geði yfir því, að eiga slíka landeyðu fyrir son, sem ekkert gæti annað en »galað« og gargað á fiðlu. í sömu svipan var hurðinni lokið upp og inn kom ókunnur maður prúðbúinn. »Eruð þér Mattías skósmiður?« spurði hann kurleislega. »Já«. »Faðir Þorkels spilara?« »Já, því miður«. »Því miður, segið þér? Það ættuð þér'ekki að segja. Það verður eitlhAað mikið úr lionum, drengnum þeim, er fram líða stundir«. »Eitthvað, — livað?« spurði skósmið- urinn forviða. »Ja, fiðluleikari, söngvari, tónlistar- maður eða eitthvað þess konar. Eg ætla að biðja yður að lofa mér að taka pilt- inn með mér til þess að fullkomna gáf- ur hans. Eg er söngfræðingur sjálfur, og þegar eg heyrði hann spila og syngja þarna úti á vellinum, þá skildist mér það undir eins, að hann er gæddur frá- bærurn gáfum, sem ællaðar eru til þess að göfga og gleðja mannkynið. Viljið þér leyfa mér að taka hann með mér?« »Já, með gleði geri eg það. Ef þér getið gert hann að manni, þá mun eg blessa yður eilíílega«, sagði Mattías. Og Þorkell fór með ókunna manninum út i heiminn. — Mörgurn árum seinna kom mjög verðmætt peningabréf til skó- smiðsins, og það var líka þrungið af kærleika og hjartnæmum sonarorðum.— í niðurlagi bréfsins sagði Þorkell: »Nú sjáið þið, ástkæru foreldrar, að eg er orðinn sjálfstæður maður fyrir leirburð minn og lagasmíðar. Eg á stórhýsi, og þið eigið að koma lil mín og búa í því með mér«. »Sagði eg þetta ekki alt af?« sagði þá föðurannna hans, sem enn var á lífi og komin ýlir nírætt. »Þarna er skírnar- gjöfin! Eg vissi, að hún mundi koma i ljós á endanum«. Sj. J.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.