Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1910, Page 5

Æskan - 01.05.1910, Page 5
Æ S K A N. 37 Ó, hertu nú flug þitt og flýttu þér heim á fannlandið lcunna, og heilsaðu fyrir oss hollvinum þeim, sem hjörtu vor unna. :,: Og vermdu þar barnanna saklausu sál, er sorg á ei neina, og lál hana lialda sér lausa við tál, :,: svo Ijúfa og hreina. :,: Veit ellinni gleði og æskunni von, lyft öllu á fætur, og kystu hvern einasta ættarlandsson :,: og allar þess dætur. :,: Og heilsaðu fjöllunum fögrum og hám, og fannirnar bræddu, og lieilsaðu lindurn og lækjum og ám :,: og ljóð þeirra glæddu. :,: Já, heilsaðu öllu, sem auga þilt sér, þú engu mátt gleyma, en komdu svo aftur og kveðju oss ber :,: frá kunningjum heima. :,: O, hertu nú flug þitt og' flýttu þér heim á fannlandið kunna, og heilsaðu fyrir oss hollvinum þeim, :,: er hjörtu vor unna. :,: . Vísa þessi er samin af 12 ára gamalli stúlku og send Æsk- unni. Menn eru beðnir að fyrirgefa rimgallana, en líta fremur á sumarnáttúru-fegurðarblæinn, sem er á vísunni og litla stúlkau liefir verið svo hrinn af. Inndæll álftakliöur hjarta kátt aö kæta, aö eyrum mínum berst, kvöl aö stjaka frá; og svo áarniður; angurbliðan sæta alt lvjálpar til þess, yfir mig kemur þá. D. —o---- I. Edison. fNiðurl.] Þegar blaðasalan hepnaðist nú svona vel, fór Edison að langa til að gefa út blað sjálfur. Hann keypti sér gamalt slitið letur í prentsmiðju »Free Press’s« og það annað, sem liann þurfti nauð- synlega til lítillar prentsmiðju. Hann fékk að hafa bækistöð sína með áhöld þessi í gömlum járnbraularflutningsvagni, og þar var ritstjórnarskrifstofa hans og prentsmiðja, og að litlum tíma liðnum kom blaðið hans fyrir almenningssjónir. Það er fyrsta og seinasta blaðið, sem geflð hefir verið út og prentað á eimreið. Hann nefndi blaðið »Grand Trunk Herald«. Hugmyndin var ný og lireyf fólk mjög til undrunar og aðdáunar, og eftir skamma stund gat Edison prent- að allmikið upplag af blaðinu og seld- ist það jafnan alt. Blað þetla var ósköp lítið: 12—16 þuml. á lengd, og flutti mestmegnis fréttir, sem einkum snertu ferðamenn og þá fýsli að vita. Og verkafólkið við járnbrautina studdi þetta fyrirtæki með ráðum og dáð. Alt af hélt Edison þó áfram að selja önnur blöð, en loks komst hann þó eltki yfir að framkvæma alt einsamall, og varð því að fá drengi sér til aðstoðar. Um nætur lærði hann að nota rit- símaáhöld, og þegar hann var orðinn fullnuma í þvi, komst hann að dágóðri stöðu við símastöð. Fór hann þá að

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.