Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1921, Blaðsíða 6

Æskan - 01.02.1921, Blaðsíða 6
16 Æ S K A N lét kenna honum húsasmiði og kost- aði siðan för hans til Rómaborgar, sem þá var »dásöm drotning meðal lista«, svo hann gæti kynt sér þar hin mörgu og miklu lislaverk forn- aldarinnar og vorra daga. — Nú er Július orðinn frægur fyrir húsa- smíðar sínar og mikilsvirlur af öll- um, sem hann þekkja. Faðir hans er orðinn fjörgamall, en er síánægður og jafnglaður, og selur enn sem fyr alt trausl silt á forsjón Guðs. ◄ ◄ ◄ < i I þakherberginu. Eftir Sleindör Sigurðsson. ► ► ► ► "v^rw Sögur gömlu konunnar. Annað kvöldiö. (Niðurlag). Hún drap hikandi á skrifstofu- dyrnar. »Kom inn!« var sagt hranalega fyrir innan. Anna opnaði dyrnar varlega. »Hvað vilt þú hingað?« Gamli maðurinn sneri sér vijl og horfði hvast á hana. »Ég — ég — ég —«. Önnu lá við að fara að gráta. »Heyrðu, barnið gottl Þú mátt ekki fara að gráta«. Málrómurinn varð blíðari. »Gel ég nokkuð hjálpað þér? Sendi mamma þin þig?« »Nei, ég kom bara sjálf«, »Vildirðu tala við mig, barnið gotl?« »Já, — já, — mamma sagði, —«. »Hvað sagði mamma þín?« »Að ég ætti að gleðja aðra, af því að ég væri sjálf glöð«. Hún þagnaði og horfði kvíðandi á hann. »Þú hefir þó aldrei ætlað að koma hingað til að gleðja mig?« Gamli maðurinn horfði hissa á hana. »J-u-ú. — Mér hefir stundum fund- ist þú vera —«. »Fundist hvað?« Hann varð hörku- legur á svipinn. En Anna vildi ekki gefasl upp. — »Þú ert stundum svo fjarska rauna- legur, — og mamma segir, að þú sért svo einmana og sorgbitinn«. »Jæja, segir hún það?« »Já, og nú eru jólin komin, og þá eiga allir að vera kátir og glaðir og skemta sér, svo ég hélt, að þér þætti kannske gaman að því, að ég kæmi og sj'ndi þér nýja kjólinn. minn«. Anna flýtti sér að Ijúka við setn- inguna. Hörkusvipurinn hvarf af andliti ríka mannsins og brosi brá fyrir. »Hver gaf þér þennan kjól?« »Hún mamma miu«. »Jæja þáx<. Það varð þögn dálitla slund. »Þú ert áreiðanlega ekki eins vond- ur og sumir segja að þú sért«, sagði Anna all í einu. »Segja sumir það?« Og gamli mað- urinn hvesti á hana augun. »Já, þeir segja, að þú takir matinn frá börnunum og farir illa með fá- tæka fólkið«. »Svo-o-o. En heldur þ ú að þetta sé satt?« »Stundum, en ekki slundum«. Þau þögðu bæði. »Mér þykir vænt um þig«, sagði Atina alt í einu. Gamli maðurinn liorfði undrandi á hana. — »Svo-o-o?« Enn varð þögn. »Heyrðu, barnið goll«. Málrómur- inn varð klökkur. »Það þykir þó fá- um vænl um mig. — Ég er alt af

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.