Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1923, Side 4

Æskan - 01.01.1923, Side 4
2n Æ S K A N ,vo þöT vogni vöI Eftir Sigrid Michelet. ***** [ARL litli var svangur; alveg hræðilega hungraður! Hon- um leið reglulega illa, þó hann ætti nú að vera far- inu að venjast við það. Alt af var tómahljóð í maganum á honum síðan hún mamma hans dó og hann kom til hennar maddömu Jensen, og síðan voru nú liðin tvö ár. Karl gat aldrei hugsað til hennar mömmu sinnar svo að ekki kæmi kökkur í hálsinn á honum og hvernig sem hann reyndi að verjast, komu þá tárin alt af fram í augun á honum. Ó, hún ástkæra og ágæta móðir hans. Bezti vinurinn hans í heimin- um, sem hafði kent honum alt sem fagurt var og gott og verið svo fram- úrskarandi hyggin og dugleg. En að Guð skyldi nú taka hana frá honum. Það gat hann ómögulega skilið, hvernig svo sem hann braut heilann um það. Eins og þeim hafði lika liðið vel saman; eða hve honum hafði gengið vel að læra þegar hún hjálpaði honum til, t. d. boðorðin. Móðir hans hafði sagt honum, að fjórða boðorðið nægði næstum því eitt, því sá sem elskaði föður og móður og leitaðist við að gera þeim alt til geðs, hann gæti hvorki stolið, sagt ósatt, né talað ljótt, eða gert nokkuð það, sem væri ljótt eða ó- sæmilegt. — Og þá, þegar hún yfir- gaf hann og hann lá á hnjánum og grúfði sig niður í rúmið hennar og hélt í grönnu hendina á henni, hafði hún strokið blíðlega yfir kollinn á honum í andarslitrunum og hvíslað í eyra hans: »Svo að þér vegni vel —«. Rau orð höfðu brent sig inn í sálu hans, svo að hann mundi aldrei gleyma þeim. Hann vissi vel, hvað móðir hans átti við með þessum orðum. Ekki eingöngu það, að hann skyldi vera góður og dugandi drengur, sem bæði ryddi sjálfum sér braut og hjálpaði öðrum, heldur einnig að hann skyldi vaxa að vizku og náð hjá Guði, svo hann gæti mætt henni og föður sín- um á himnum að Iokum. Faðir hans hafði verið járnbraut- arþjónn, en var dáinn fyrir mörgum árum af járnbrautarslysi. Þá var Karl ekki nema tveggja ára gamall. Maddama Jensen var nú ekki eig- inlega vond kona; en það versta var að hann fékk svo hræðilega lítið að borða og var látinn sofa aleinn í litlu skoti uppi á kolsvörtu loftinu, þar sem vindurinn næddi óhindrað í gegnum allar rifur og mýsnar hlupu um gólfið eins og ekkert væri um að vera. Þvottavatnið hans var frosið í skálinni allan veturinn, svo hann átti bágt með að halda sér hreinum, en stöku sinnum gat hann náð sér í volgan dropa af eldavélinni til þess að þíða það með. Hann mátti til að vera hreinn, því það hafði móðir hans lagt svo mikla áherzlu á. — Mamma. — Ó, elsku rnamma! En á sumrin lék alt í lyndi hvað þetta snerti, því þá gat hann baðað sig í sjónum svo ol't sem hann vildi, því hann var orðinn syndur eins og selur. Eini ókosturinn við það var sá, að hann varð alt af enn þá hungr- aðri en áður eftir baðið, og svo stóð nú einmitt á fyrir honum. Garnirnar

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.