Æskan - 01.01.1923, Page 6
4
Æ S K A N
er hún sá prúðbúna hefðarkonu
standa frammi fyrir sér.
»Ég sá alt af hvað honum leið«,
hélt frúin áfram í lágum rómi; »þér
ættuð nú að gera svo vel að sleppa
drengnum, því annars safnast hér
að múgur og margmenni á svip-
stundu. — Þú hleypur ekki frá mér,
eða heldurðu að þú gerir það?«
sagði hún svo brosandi við Karl.
Hann var hálfruglaður og gat engu
orði upp komið. Hann hristi að eins
höfuðið og horfði á hana társtokkn-
um augunum.
»Sjáið þér til«, sagði hún svo við
sölukonuna, sem nú var búin að
sleppa takinu á drengnum, »fyrst tók
hann eitt epli og samtímis hringdu
kirkjuklukkurnar og þá fór eins og
forðum, er haninn galaði, að dreng-
urinn iðraðist samstundis og ætlaði
að leggja eplið aftur á sinn stað. —
Er þetta ekki rétt hjá mér?«
»Jú«, svaraði Karl með grátkæfðri
raust, tók siðan ofan húfuna, rélti
sölukonunni hendina og bað fyrir-
gefningar í hálfum hljóðum.
Konan hálf-fyrirvarð sig af þessu
öllu saman: »Já, já«, sagði hún og
tók þétt i hendina á honum. »Drengir
eru nú alt af drengir. Ég skal nú gefa
þér nokkur epli, drengur minn, fyrst
þú varst svo ráðvandur að láta eplið
aftur á sinn stað«.
Karl var ófús á að taka á móti
eplunum, því honum virlist smán sin
vaxa við það.
»Taktu bara við þeim«, sagði þá
aðkomukonan, og gerði Karl það þá
og þakkaði kurteislega fyrir sig, en
hann lét þau í hinn buxnavasann.
»Þú vilt nú kanske vera svo góð-
ur að bera fyrir mig«, spurði frúin
og þá Ijómaði andlit Karls litla af
gleði. Hún keypti síðan í marga poka,
svo sölukonan réði sér ekki fyrir
ánægjunni að lokum, því ekki var
verið að þrátta um verðið. Þvílikum
viðskiftamönnum átti hún ekki að
venjast á hverjum degi. »Mundu nú
eftir að koma hingað aftur, því þá
færðu nóg að bera. Það kaupa
margar heldri konur af mér«, sagði
hún um leið og hún kinkaði kolli til
Karls í kveðjuskyni, þegar hann labb-
aði af stað hlaðinn pokum, með nýju
vinkonunni sinni.
Frúin gekk að eins yfir torgið og
inn i brauðsölubúð, sem þar var.
»Seztu nú niður, drengur minn, við
verðum að fá okkur svolítinn bita
áður en við leggjum af stað heim-
leiðis, því það er löng leið«.
Karl lagði at' sér pokana eins og
í leiðslu á meðan frúin fór til að
biðja um eitthvað handa þeim. Þegar
hún kom aftur, dró hún glófana af
höndum sér, leit til hans með sama
bjarta brosinu og áður og mælti:
»Nú verður þú að segja mér hvað
þú heilir og hvar þú átt heima. Ég
heiti Elsa Ring og á heima á Bygð-
ey; heldur þú að þú megir vera að
því að fylgja mér alla leið þangað
með pokana mína?«
Já, það hélt hann. Hann hafði
nægan tíma, því það var mánaðarfrí
í skólanum í dag. En áður en hann
gat sagt frá nokkru fleiru, kom af-
greiðslustúlkan með rjúkandi súkku-
laði með rjómafroðu, ásamt kúfuðu
fati af ilmandi, nýju hveitibrauði.
Karli varð orðfall í miðri setningu
við þessa sjón, og svo mikið varð
honum um það, að hann byrgði and-
litið í höndum sér og brast í sáran
grát.
Frú Ring skifti um sæti, svo hún
gæti varið öðrum, sem í búðinni
voru, að veita þessu eftirtekt.
(Frh.).