Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1925, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1925, Blaðsíða 8
6 Æ S K A N $$o&ré liggur hihin þín? Eftir Alli Trygg Helenius. AGNÚS var við jarðarför í gær og það var ákaflega sorg- legjarðarför. Einkasonurbjón- anna á Stóru-Haugum, Ei- rikur að nafni, var borinn til grafar. Hann hafði verið einkabarn og eflirlæti foreldra sinna, sem þau þóttust af. Hann stóð til að verða auðug- asti stórbóndinn í sveitinni, er hann tæki óðal foreldra sinna í arf, og hann hafði flest skilyrði til að verða fremsti mað- ur héraðsins, — föður sínum, óð- alsbóndanum gamla á Stóru- Haugum, miklu fremri, en nú var hann lagður lágt f mold í fegursta blóma æsku sinn- ar. Og hvernig bar svo dauða hans að? Hann fór til borgarinnar í vik- unni sem leið og kom þaðan ölv- aður. Hann ók skrautvagninum sínum svo ógætilega, að hann sleytti á föstum steini og kastaðist út úr vagn- inum. Næsta morgun fansl hann örend- ur við veginn. Magnús var einmitt staddur á Stóru- Haugum, þegar lík Eiríks var flutt þang- að heim, og honum gat aldrei liðið úr minni harmkvein foreldranna og hin djúpa sorg og örvilnan vikuna fyrir jarðarförina. Nú lá hinn ungi Eiríkur dáinn og með honum gleði foreldranna og mikl- ar framtíðarvonir. Magnús hafði staðið við gröf hans aft- ur í dag og brot- ið heilann um það fram og aft- ur, hvernig þetta og því um líkt gœti átt sér stað. Hann labbaði í hægðum sínum heim til sin rétt við kirkjuna. — Hann átti nú að yfirgefa heimilið daginn eftir og taka við fyrsta starfanum utan þess í banka ein- um í borginni. Mamma hans var búin að láta niður í ferða- kistu hans, og meðan þau sátu að kveldverði, talaði hún mörg- um ástúðlegum aðvörunarorð- um til hans. — Faðir hans var dáinn fyrir mörgum árum. — Magnús byrgði andlit sitt f höndum sér^og grét beisklega yfir því, að verða að fara að heiman, og yfir því, að honum virtist heimurinn svo ákaflega stór og hættu- legur. »Nú ferð þú til hinnar stóru borgar með mörgu og hættulegu freistingunum

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.