Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1926, Síða 5

Æskan - 01.01.1926, Síða 5
Æ S K A N B Hann var í grárri treyju; hún var belg- víð á honum. Hann var í svörtum bux- um, en þær voru svo stuttar, að þær náðu ekki nema ofan á miðjan legg. »En sú dauðans ófreskja! Aldrei hefi ég nú séð annað eins!« sagði einhver af strákunum. það var stóra, ólöguiega, prjónaða ullarhettan hans Egils, sem hann átti við. Og svo var skríkt og flissað og hleg- ið um alla kenslustofuna. Egill skildi, að þau voru að hlæja að honum og þá roðnaði hann. Hann þokaði sér þá undan, svo að hann var nærri dottinn út af bekknum. Og hvar átti hann að fela sig? Hvar átti liann að finna sér afdrep fyrir þessum hláturshviðum, sem á honum dundu. Pað dró nú samt aftur úr þessum hviðum, þó ekki væri það mikið. Þau fóru þá öll að einblína á hann og virða hann grandgæfilega fyrir sér frá hvirfli til ilja. Pau sáu að hann hafði geysistóra flókaskó á fótunum; það voru inni- skórnir hennar ömmu hans, hennar Billu sem hann kallaði; lá þá nærri að hláturinn gysi upp að nýju. En þveginn var hann samt og greiddur og allir voru lepparnir hans heilir og hreinir. En krakkarnir tóku nú ekki mikið eftir því. Þau tóku eftir öðru, sem þeim þótti ákafiega skringi- legt: lepparnir hans voru stagaöir og bættir með allavega litum bótum og þræði. »Hann hefir víst náð í mislita kyrtil- inn hans Jósefs«, sagði einhver slrákur- inn. »Hvaðan ertu?« spurði annar. »Frá Bakka«, sagði Egill undur lágt. »Frá Bakka? Við erum engu nær«, sagði Níels frá Norður-Garði. »Ertu frá Flóka-Bakka, Kúa-Bakka, eða Grisa- Bakka? Eða hvað?« Níels var mesta langvía, ekki eldri drengur. 1*811 kölluðu hann »Lífslengd- ina«, svona í sinn hóp, þau þorðu sjaldan að segja það upphátt, því að Niels var talinn sterkastur allra skóla- drengjanna, og harðhentur var hann og óvæginn við alla þá, sem honum voru minni máttar. Honum fanst hann vera orðinn fullorðinn karlmaður; hárómað- ur var hann og stórorður; hann þóttist hafa fullgilda ástæðu til þess, þar sem hann var ríkismanns sonur. Egill fór að gráta. »Hvað heitir þú?« sagði Ólafur frá Ási, einn af skóladrengjunum. Höfuðið á hon- um var eins og hnykill, ásjónan hlátur- mild, augun snör og gletnisleg. Hann var mestur ærÍDgi og glettugosi í skólanum. Enginn komst til jafns við hann um það að snúa sig út úr öllum sínum strákapörum og spjara sig, ef hann komst í hann krappan. — »Geturðu ekki svarað drengur?« »það er villimaður. Hú! Varið þið ykkur á honum. Hann er mannaveið- ari til þess að flá af þeim höfuðskinnin. Hvar er beltið þitt? Hann þorir ekki að sýna höfuðskinnin! Hann hefir þau líklega í gríðarstóru topphúfunni sinni!« »Nei, það er Japani. Sjáið þið ekki, hvað hann er gulbleikur á litinn og skáeygur? Hann lifir á sníglum. Ó, ef það hefði verið sumar núna, þá skyldum við hafa tínt handa honum vænan málsverð af brekkusníglum og kufungum!« »Það er hann Egill frá Bakka«, sagði þá einhver, »hann á heima upp í regin- fjöllum og hefir aldrei komið til manna- bygða fyrrkc. »En nú skulum viö menta þig, dreng- ur minn«, sagði Níels langi. »Komdu hingað, þá skulum við kenna þér landa- fræði þegar í stað. Komdu! Nú hvað er þetta! í*ú vilt ekki koma! Ég skal nú samt ekki hætta, fyr en ég er búinn að koma þér á réttan stað, óvitinn þinn«. (Framh.). SL

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.