Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1926, Qupperneq 9

Æskan - 01.01.1926, Qupperneq 9
Æ S K A N 7 út fyrir það og þá var hann hólpinn, en hann féll samstundis í ómegin. Eyvindur liggur svo meðvitundarlaus eins og liðið lík þar sem hann var kominn og börnin standa yfir honum skelkuð og ráðalaus. Óli smiður kom þá til þeirra og spurði, hvað um væri að vera. Sögðu börnin honum það og tók hann Eyvind þá upp og bar hann inn í smiðju lil sín, lagði hann þar á bekk og baðaði andlit hans úr köldu vatni. Eyvindur raknaði þá fljótt við og opnaði aug- un; stóð Friðrik þá yfir honum skæl- andi og hélt í hendina á honum. Þegar Eyvindur kom í skólann dag- inn eftir, varð hann mjög forviða. Á borðinu hans stóð sem sé ávaxtaskál með gómsætum ávöxtum í og blómglas með ilmandi rósum. Eyvindur brá lit við þessa sjón og varð mjög feiminn, en kennarinn gekk tii hans, klappaði á kollinn á honum og sagði: »Pú erl bæði röskur og góð- ur piltur, Eyvindur. Guð blessi þig, drengur minn«. Og Friðrik hafði skrif- að á vegglöfluna: »Eyvindur er beztur og hugaðastur af okkur öllum«. Á götunni. »Hvernig stendur á þvi, að þú ert kominn hingað?« spurði prestur nokkur hegningarhússfanga. »Leiðinni hingað kyntisl ég á götunni«, svaraði maðurinn. »Þegar ég var lítill, stalst ég út á götuna, hvenær sem ég gat komið því við. Far Iærði ég að vera latur, þar lærði ég að reykja, þar lærði ég að drekka og þar lærði ég að stela. Já, herra prestur, á götunni lærði ég það, sem kom mér hingað«. Varist götulífið, ef þið viljið halda lífsleiðinni hreinni. 0 Yegamótin. g'Elfí I N U sinni stóð ungur maður á Iplp* vegamótum og vissi ekkert hvert ' " ’ halda skyldi, því hann var ó- kunnugur leiðinni; vissi hann þá ekki fyr en skrautbúin kona, fögur sýnum, kom til hans. Hún benti honum á þann veg, er hún vildi að hann gengi og mælti: »F)rIg þú mér eftir og heiti ég þér þá gæfu og gengi án nokkurrar fyrirhafnar. Eg mun veita þér alt, sem hjarta þitt þráir«. Meðan hún var að tala og ljrsa fyrir honum, með mörgum fögrum orðum, allri þeirri gæfu, er hún mundi veita honum, þá bar þar að aðra konu, við- hafnarlaust klædda, með alvarlegum en þó vingjarnlegum svip. Hún hóf upp hendina og mælti: »Far þú ekki að hennar ráðum, því það eru vélráð; fylgdu mér heldur. Eg krefst af þér iðjusemi, sjálfsafneitunar og annara dygða, sem lofsverðar eru, og heiti ég þér varanlegri gleði, góðri samvizku og virðingu sjálfs þín og annara«. Ungi maðurinn hugsaði sig um stund- arkorn og ákvað svo að fylgja alvarlegu konunni á vegi þeim er hún vísaði honum. Við áramótin stöndum vér á vega- mótum og leiðin framundan er oss ó- kunn. Hvaða leiðsögn aðhyllumst vér? Velja margir, eins og ungi maðurinn, sem sagt er frá liér á undan? Guð gæfi að svo væri, því það er víst, að enginn öðlast gæfu og gengi án fyrirhafnar. Til þess að höndla sanna gæfu og gleði í lífinu og njóta eigin virðingar og annara, útheimlisl starfandi líf að öllu því, sem göfugt er og gott og Guði þóknanlegt. Einhverjir geta ef til vill ásakað sig fyrir öfuga stefnu undanfarið. Feir ættu nú að taka rétta stefnu með nýja árinu. Allir vinir þínir óska þér gleði og

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.