Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.12.1928, Blaðsíða 6
91 ÆSK'AN A augabragði kom öll nautahjörð- in hlaupandi. „Þið verðið hjá mjer“, sagði pilt- urinn, „og jeg fæ kóngsdótturina“. Og þannig varð það, og er nú sög- unni lokið. Köttur i mýri setur upp á sjer stýri, \iti er æfintýri. Lausl. þýtt. M. J. st Herfilegur misskilningur. Þegar Friðrik mikli hitti einhvern hermanna sinna, var hann altaf vanur að spyrja þá þessara þriggja spurninga: „Hve gamall ertu? Hversu lengi hefir þú verið hermaður? Ert þú ánægður með kjör þín hjer og laun?“ Ungur útlendingur gerðist nýliði í her Friðriks. Hann kunni ekki þýsku. Það var von á konungi til herstöðvanna. Því lærði útlendingurinn öll svörin utan að, til þess að geta svarað rjett, ef kon- ungur spyrði hann. Þegar konungur hitti hermanninn, spurði hann fyrst annarar spurningar- innar. Hann var þó ekki vanur að rugl- ast. „Hve lengi hefir þú verið í minni ])jónustu?“ „21 ár“. „21 ár“, kallaði konungur. „Hve gam- all ertu ?“ „Tveggja mánaða“. „Nei“, ságði kongur. „Annar hvor okkar hlýtur að vera vitlaus“. „Hvorttveggja“, svaraði hermaðurinn. Konungur varð reiður, en þegar hann heyrði, hvernig í öllu lá, hló hann hjart- anlega að þessum misskilningi. * Smælki. Eiríkur Iitli hafði brotið rúðu i skólahúsinu og skalf nú á beinunum af hræðslu. Það var hringt inn. Eirikur settist, en var altaf að hugsa uni lieguinguna, sem liann ætti í vænd- um. Eftir dálitla stund spurði kennarinn: „Hver skapaði heiminn, Eiríkur litli?“ Eiríkur hrekkur við og segir ineð grátstaf- inn i kvcrkunum: „Það var ekki jeg“, Kcnnarinn (liissa): „Hvað ertu að segja, drengur". Eiríkur: „Jú, Jiað var jeg, en jeg skal aldrei gera Jiað oftar.. Gleðilegs nýárs óskar „Æskan“ ölluni lesendum sínum og þakkar fyrir við- skiftin á liðna árinu. Nokkrir liafa orðið ofseinir að borga „Æsk- uiia" Jietta ár, og er leiðinlegt að Jieir geta ekki fengið Jólabókina fyrir jólin. Þeir, seni eiga óborgað, ættu að senda borgun nú Jieg- ar, svo Jieir missi ekki alveg af Jólabókinni. f lausasölu er hún seld á 1 krónu. Athug- ið vel auglýsinguna i Jólaheftinu, um verð- laun „Æskunnar" næsta Ar. Siðustu 11 árgangar „Æskunnar" eru seld- ir á 12 krónur ef keyptir eru í einu lagi. Örfá eintök til af sumum árg. En aftur á móti einstakir árg. A kr. 1,50. 2,00. 2,50. Tilkynnið afgreiðslunni vanskil á blöðuni eða kaupbæti An tafar, bætt verður úr eftir föngum. Afgreiðslan er í Hafnarstræti 10 (Edinborg). miii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiniiiimimiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii'miiiiiiomiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiinimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiniii Afgreiðsla „Æskunnar“ er í Hafnarstræti 10 (Edinborg). Útg.: Stórstúka lslands. Ritstjórar : Guðm. Gislason, Margrjet Jónsdóttir. Prentsmjðjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.