Nýtt land - 30.08.1938, Síða 2
NÝTT LAND
FJóttinn rekinn.
Frh. af 1. siðu.
manntötrið bara undan í lítil-
mennsku sinni og reynir að
krafsa yfir bæði getsakirnar og
flóttann frá þeim og vinnur það
eitt við, að verða enn berari að
ómennskunni.
Hinsvegar reynir Jónas enn
að bera það blákalt fram, að
þeir Alfons og Sigdór séu
flokkssvikarar. En ekki er
liann samkvæmur sjálfum sér
í því heldur. í Alþbl. 20. þ. m.
kallar bann þá „svikara úr Al-
þýðuflokknum frá í vetur“. í
Alþbl. 26. þ. m. tekur liann það
fram, að ekkert bafi verið at-
hugavert við framkomu þeirra
í kosningunum í vetur, heldur
bara nú, því að „Alþýðuflokks-
félagið þar (þ.e. á Norðfirði),
sem telur um 100 manns, er sá
aðili, sem ræður í pólitík flokks-
ins í bæjarmálum. Það sam-
þykkti í vetur samfylkingu við
kommúnista, en hefur nú sam-
þykkt að hafa hreinan flokks-
lista“.
Við þetta er nú samt það að
atliuga, að samkvæmt lögum
Alþýðusambands íslands, sem
eru um leið lög Alþýðuflokks-
ins, er það ekki Alþýðuflokks-
félagið á Norðfirði, sem á að
ráða pólitik flokksins í bæjar-
málum ])ar, heldur fulltrúaráð
lians á staðnum*. „Þessi regla
* Þetla gengur ljóst fram af
15. gr. laganna, sem hljóðar
svo: í hverju kjördæmi, sem
bandsfélög eru í, mynda full-
trúar félaganna þeir sem nefnd-
ir ern í 12. gr. (þ. e. kjörgengir
fulltrúar á samb.þing) fulltrúa-
ráð. Fulltrúaráðin setja sér sjálf
reglur uin verkaskipting og
annast milli þinga þau mál,
sem sérstaklega snerta livert
kjördæmi um sig. Hvert full-
trúaráð ákveður fyrir sitt kjör-
dæmi, hverjir skuli vera fram-
bjóðendur til kosninga í opin-
berar stöður.
hefur gilt í Alþýðuflokknum“,
svo að noluð séu orð Jónasar
sjálfs gegn honum. En í þetta
sinn hefur Skjaldborgin ein-
hverra hluta vegna ekki viljað
fara að lögum og ráðandi venju,
og er það henni líkt, að segja
það lög og reglur, sem lienni
hentar í hvert skipti.**
Allt skraf Jónasar um flokks-
svik Alfons og Sigdórs er því
bæði sjálfu sér ósamkvæmt og
byggt á falsrökum. Fellur það
því niður dautt og ómerkt, eins j
og fúkyrði manns, sem veit
ekki, livað hann er að segja.
Ef frekari vitna þyrfti við
um, hvað það hefur verið fjarri,
að Skjaldborgin liafi látið það
gilda sem reglu, að flokksfélög-
in réðu pólitík flokksins á
hverjum stað, þykir rétt að
minna á, að flokksfélagið í
Reykjavík var rekið úr Alþýðu-
flokknum af Skjaldborginni
fyrir það, að það vildi ráða því,
hvernig það kysi sér formann!
I sambandi við þetta atriði
lætur Jónas þess getið, að Héð-
inn Valdimarssyni hafi verið
vikið úr flokknum fyrir brot á
flokksaga. Skjaldborgin hefur
áður reynt að halda þessu
fram, en með falsrökum einum
áþekkum þeim, er Jónas liefur
nú borið fram og rekin hafa
verið. Hitt er hinsvegar tví-
mælalaust, að St. J. St. gerðist
brotlegur við flokksagann í
bæjarstjórnarkosningunum í
vetur, og það svo, að fullkom-
in brottreksturssök var. Skjald-
borgin gerði liann að „forseta"
fyrir vikið!
** Annars er það eftirtelctar-
vert, að Jónas getur þess, hve
margt manna sé í Alþýðuflokks-
félaginu á Norðfirði, en ekki
um hitt, hversu fjölmennur
fundur hafi ráðið uppstilling-
unni. Það skyldi þó líklega ekki
vera, að eitthvað væri óhreint
við það líka?
I Alþbl. 20. þ. m. segir Jón-
as: „Alfons liafði ákveðið — og
beinlínis sagt það þ. á. m. við
Harald Guðmundsson — að
hann mundi aldrei verða á lista
með kommúnistum við þessar
kosningar“. Jónasi hefur sýnzt
rétt að breyta framburði sínum
um þetta atriði einsog fleiri, og
talar í Alþbl. 26. þ. m. bara óá-
kveðið um „þá menn, sem bún-
ir voru að lýsa því yfir, að þeir
mundu ekki í trássi við vilja
l'lokks sins, Alþýðuflokkinn,
verða á lista með kommúnist-
um“. Nú er þelta ekki mjög
ranghermt ef þessi orð stæðu í
réttu ljósi, en Jónas reynir að
láta falla á þau það villuljós,
að Alþýðuflokkurinn sé sama
og Skjaldborgin, og þannig
túlkuð eru þau algerlega rang-
liermi. Annars mun vaka fyrir
Jónasi hér líkt og annarsstaðar,
að reyna að klóra yfir bæði
fyrri ranghermi og viðurkenn-
ingu sína á því, að liann liafi
ranghermt. Það er þessi venja
hans og ástríða að nudda skít í
öll sín brot, og telur hann sér
víst trú um, að þau sjáist þá
ekki.
I Alþbl. 20. þ. m. gerði hinn
pólitíski framkvæmdarstjóri
Jónas Guðmundsson í nafni Al-
þýðuflokksins alveg ótvíræða
kröfu til þægðar og fylgis Al-
fons Pálmasonar við Slcjald-
borgina, vegna þess að Alþýðu-
flokkurinn liefði eitt sinn tekið
hann „upp á arma sína, þegar
liagir hans voru síður en svo
góðir“. í Alþbl. 26. þ. m. segir
sami Jónas, að Alfons liafi ver-
ið íhaldsmaður, er hann tók við
forstjórn P. A. N. og fyrstu ár-
in þar á eftir. „Eru það þvi al-
veg helber ósannindi, er Nýtt
land gefur það í skyn, að Al-
þýðuflokkurinn hafi krafizt
nokkurra sérstakrar skoðunar
af Alfonsi Pálmasyni“. Þetta
mundi nú vera kallað að svara
út í hött, ef ekki leyndist í því
ofurlítill sannleiksneisti, og er
sá neisti ekki til að bæta mál-
stað Jónasar. Þetta er rétt: Al-
Jiýðuflokkurinn gerði ekki þess-
ar kröfur, þegar Alfons var að
byrja með P. A. N. Heldur gerði
.Tónas þær 20. þ. m. fyrfr
Skjaldborgina í nafni Alþýðu-
flokksins. Það sýnir meðal ann-
ars mun Alþýðuflokksins og
Skjaldborgarinnar, að Alþýðu-
flokkurinn gerír ekki svona
kröfur, heldur gerir Skjald-
borgin þær í nafni Alþýðu-
flokksins — með sama rétti og
„andskotinn falsar guðs steðja
og setur hans nafn og innsigli á
svikinn málm“.
Finnst mönnum það annars
ekki býsna sárt sjálfsspott hjá
Jónasi eftir allar missagnirnar
og ofaníátið, þegar hann segir:
í Alþbl. 26. þ. m.: „Saga máls-
ins er að, öllu leyti rétt sögð af
mér“! g
I Alþbl. 20. þ. m. segir Jónas:
„Önnur nöfn (en Alfons og Sig-
dór) .... er ekki ástæða til að
minnast á, þau eru svo þýðing-
arlitil í baráttunni“. í Alþbl. 26.
þ. m. finnst honum þó ástæða
til að skrifa sérstakan pistil um
hvern þeirra Björn Ingvarsson,
Vigfús Guttormsson, Pál Sig-
urðsson og Jón Sigurðsson.
Ekki virðist hann þó beinlinis
leggja sig fram til að gera
sæmd þeirra sem mesta, og ekki
er það, sem liann segir, að neinu
hafandi, nema helzt um Björn
Ingvarsson. En bót er það í
máli, að búast má við, að liann
breyti sínum umsögnum næst.
Tvennt getur .Tónas leiðrétt
hjá Nýju landi í skrifi sínu 26.
þ.m. Annað cr, að Sigdór Breklc-
an hafi ekki verið 15 ár í „hæj-
arstjórn“ heldur hreppsstjóm
og bæjarstjórn á Norðfirði, og
er það að vísu bitamunur en
ekld fjár. En líkt Jónasi er að
HitavaiÞmá!
T ÍKLEGT mætti þykja, að
flestir Reykvíkingar óski
þess, að hitaveitumál bæjarins
verði sem bezt leyst. En ekki er
gott að sjá það af því, hvernig
ineð það mál er farið af vald-
Köfum bæjarins óg þeim öðr-
um, er um það ræða á opinber-
um vettvangi.
Sjálfstæðisflokkurinn, sem
hefir eins og kunnugt er meiri-
hlutavald í bæjarstjórn Reykja-
víkur, virðist helzt hafa gert sér
það að metnaðarmáli, að leysa
málið án samvmnu við aðra
flokka. Tillögum annara flokka
um atliugun á því, hvaðaii ó-
dýrast og hagkvæmast muni
vera að leiða heitt valn til bæj-
arins, hefir verið tekið með
megnustu fyrirlitningu. í velur
íor borgarstjóri utan til þess að
leila eftir erlendu láni fyrir
hitaveituna, og’ gætti þess þá
vandlega að láta andófsflokkana
i bæjarstjórninni ekkert vita
um sitt erindi fyrirfram. Þvi
var likast sem árangur farar-
innar æíti fyrst að vera til fram-
dráttar fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn við bæjarstjórnarkosningar,
er i liönd fóru, og aðeins þar
Rayliavíkar.
næst til hagsbóta fyrir bæjarfé-
lagið. En svo fór með sjóferð
þá sem kunnugt er orðið, að
sjaldan hefir meiri hrakför ver-
ið farin, sem maklegt var, ef á
það eitt er litið, hvérnig til var
stofnað. En ef til vill hefir verið
of um hælzt af andstæðingun-
um.
í vor fór borgarstjóri aftur
utan, og var þá um allt belur að
heiman búinn og engin leynd á
um för hans. Þó kom hann enn
bónleiður heim um lántökuna,
en fengið hafði hann staðfest-
ingu sænsks verkfræðings T.
Nordenssons á því, að hitaveita
frá Reykjum mundi vera mjög
arðvænt fyrirtæki fyrir Reykja-
víkl *
Alls engin ástæða er til að
ætla annað en áætlanir T. Nor-
denssons séu trúverðuglega
gerðar og með það eitt fyrir
augum að komast að réttri nið-
urstöðu um það, sem tekið er
til athugunar. Ifið sama má og
segja um áætlanir íslenzku
verkfræðinganna, er staðið hafa
í þjónustu bæjarins. En þvi
miður eru þær allar aðeins um
eina lausn málsins. Og vitan-
lega eru þær eldcert nema gögn,
sem fram eru lögð í mólinu. Er
því ekki aðeins lieimilt þeim, er
ábyrgð eiga að bera á fram-
kvæmd hitaveitumálsins, að
taka þær til athugunar og gagn-
rýni, heldur er þeim beinlínis
skyi t að gera það. Þessvegna er
varla hægt að hugsa sér öllu
uxalegri framkomu í opinber-
um málum, en þegar meiri hluti
bæjarstjórnar mætir slíkri
gagnrýni á þann hátt, er kom
fram í „rökstuddri^ dagskrá“
samþykktri á bæjarstjórnar-
fundi 18. ág. s. 1.:
„Þar sem .skýrsla sænska
verkfræðingsins Tom Nordens-
sons sýnir, að liitavcita frá
Reykjum sé hið glæsilegasta
fyrirtæki og fullyrðing vara-
bæjarfulltrúa Sigurðar Jónas-
sonar um að skýrslan sýni hið
gagnstæða, er sánnleikanum al-
gyerlega ósamkvæm, þá visar
bæjarstjórnin tillögu varabæj-
arfulltrúans*) frá sem ósæmi-
legri, þar sem hún er til þess
löguð að spilla fyrir hitaveitu-
málinu á óviðurkvæmilegan
hátt.“
*) Sú tillaga var um fyllri
athugun málsins.
Það hætir ekki um, þegar
málgagn bæjarstjórnarmeiri-
hlutans, Mbl„ fer að árétta þessa
heimskulegu samþykkt með því
23. ág. s. 1. að telja gagnrýni
Sigurðar og annara á áætlun-
unum ómerka fyrir það eitt, að
þeir séu ekki sérfræðingar í
þessum málum og liafi ekki vit
á þeim, og dæma sjðan alla
slíka gagrirýni „fjándskap við
hitaveituna“.
Þessa ádeilu á Sjálfstæðis-
flokkinn ber Nýtt land ekki
fram fyrir það, að blaðið vilji
fjandskapast við flokkinn í
þcssu máli, heldur vill það tala
við liann í hreinskilni um það.
Blaðið vill ganga hreint og' beint
til viðurkenningar um, að það
Jítur svo á, að vegna aðstöðu
sinnar sem meirihlutaflokkur í
bæjarstjórn Reykjavíkur beri
Sjálfstæðisflokknum forysta í
þessu máli. En það vill jafn-
framt taka fram, að það er
mikill misskilningur, ef flokk-
urinn álítur hlut sinn minni, þó
hann hafi samvinnu um það
við aðra flokka. Éinmitt á þann
liátt getur hlutur hans orðið
mestur og verður þó hlutur
hinna flokkanna betri um leið.
En skilyrði fyrir slíku er, að öll
gagrirýni sé hispurslaust fram
gera úr því langt mál og mikið
veður. Hitt er það, að Sigdór
hafi aldrei verið forseti bæjar-
stjórnar. Er það verulegra at-
riði og þykir Nýju landi mjög
leilt að liafa skýrt þar skakkt
frá. En ekki vill blaðið taka upp
þann liátt Jónasar að láta sig
bresta manndóm til að viður-
kenna lireinlega sínar villur og
missagnir, heldur skulu þær
viðurkenndar hreint og ótvírætt.
Um liinn þáttinn í grein Jón-
asar, fúkyrði til ritstjóra Nýs-
lands, verður fátt sagt í þessari
grein, þar sem sá þáttur kemur
kosningum á Norðfirði ekki
við. Þykir betur við eiga að
svara heldur því, er svara vert
þykir, í smáletursklausum
smám saman, ef um rýmist í
blaðinu. Uin þann þátt skal
þess þó getið, að einnig þar
kastar Jónas steini sér um
megn, og eru tilburðir lians
við þá grýtingu spaugilegir en
ekki hættulegir og enti síður
banvænir þeim er hann liyggzt
að grýta. En liollara hefði verið
fyrir sjálfan liann að láta þann
leik vera.
Af, sem áður var.
Meiri hluti Reykjavíkurbréfs
Mbl. sl. smmudag er uppprentun
úr Alþbl. kryddað meS smáklaus-
um úr Ndbl. Eftir því sem fyrr
hefur veriS, mætti búast viS, a’ð
þessar uppprentanir væru gerðar
til mótmæla eða viSvörunar. En
svo er ekki. Allt þaS, sem Mbl.
prentar í þetta sinn upp úr Alþbl.
gerir þa‘S aö sinum orðum og er-
hjartanlega sammála og þakklátt
Alþbl. fyrir góðar upplýsingar og
-staðfestingar á gömlum og nýjum
staðhæfingum' Mbl. sjálfs.
Þeir eru sýnilega farnir að
jgpra hiÖ nýja íhalds A B C víÖar
en á Noröfiröi.
borin og henni sé svarað með
fullri virðingu og réttum rök-
um.
Víst er það þakkarvert, að við
höfum þó nokkurn veginn mál-
frelsi hér á íslandi og hefir því
lillaga og gagnrýni Sigurðar
Jónassonar komið fyrir sjónir
almennings í Reykjavík þó að
bæjarstjórriin vildi vísa henni
frá „sem ósæmilegri“. Gagnrýni
Sigurðar*) er röggsamlega
fram borin, og hefir lienni enn
eklti verið svarað svo að noldc-
urt gagn sé í. Það stoðar ekkert
að segja, að Sigurður sé ekki
sérfræðingur í þessu miáli, því
að mörg atriði þess eru þann
veg, að enga sérfræði þarf til að
skilja þau, heldur bara dálítið
af skynsamlegu viti.
Þó virðist svo, að Sigurður
hafi leiðzt út i öfgar í sinni
gagnrýni, og að þar kenni meiri
kappgirni en sanngirni.
Við áætlanir, sem gerðar eru
um hitaveituna frá Reykjum,
vill Sigurður, að sluðzt sé við þá
reynzlu, sem fengin er.af liita-
veitu frá Þvottalaugunum. Þetta
er eltki nema rétt og sjálfsagt.
Hitaveitan frá Þvotlalaugunum
*) N.dbl. 21. og 26. þ. m.