Nýtt land - 06.03.1939, Blaðsíða 3

Nýtt land - 06.03.1939, Blaðsíða 3
NYTT LAND Mánudaginn 6. marz 1939« Flóttinn úr sveitumim Jónas Jónsson, ræða við sendi- menn um þetta, og látið þá fara til útlanda aftur án svara og án þess að leita þeirra upplýsinga um fjármagnsgelu þeir'ra, sem þeir buðu fram, frá enskum bönkum. Jónas Jónsson hafði jafnvel rokið út frá þeim með stóryrðum. Er þó hér á ferðinni atvinnumál, sem út af fyrir sig gæti gefið ótakmarkaða fram- tíðarmöguleika fyrir íslenzku þjóðina, leyst atvinnuleysið og fært þjóðinni og þá fyrst og fremst þeim, sem við sjávarsíð- una búa, vinnu og velmegun, því að ef slílc atvinna tækist á einum stað mætti við búast málmvinnslu víðar. En einmitt nú, þegar stríðsundirbúningur erlendis heldur uppi verði á málmum, er tækifærið til að befja slik tilraunafyrirtæki. en löggjöfin getur sett þar nauð- synleg slcilyrði fyrir málmgrefti og útflutningi, aðbúð verka- fólks o. s. frv. Pess má geta að fjármagn það, sem hér er um að ræða virðist algerlega óháð einræðisríkjunum og engar kröfur gerðar til ríkisstjórnar eða landsmanna stjórnmálalegs eðlis, eins og nazistar eru van- ir að gera. Við sameiningarmenn höfum lialdið því fram, og allir þing- menn flokksins, sem nú eru, komið á síðasta þingi með til- lögur um víðtækar rannsóknir til að finna hráefni til iðju í landinu, málma og annað. Við álítum að samfara þeirri við- reisn atvinnuveganna og fjár- hagsins, sem ég hefi hent á, beri skilyrðislaust þegar í stað að rannsaka möguleika stóriðju og námugraftar hér á landi og koma þeim atvinnugreinum á fót með tilslyrk erlends og að svo miklu leyti, sem hægt er, innlends fjármagns. Fullkomin nýling auðæfa landsins fyrir is- lenzku þjóðina á að vera kjör- orð hinna vinnandi stétta og þeir einir floklcar eiga að fara með völd, sem treysta á land og þjóð og þora að efla atvinnu- vegi og menningu á nýjum brautum. I5ví verður ekki neitað að ef slík ný viðreisnarstefna á svið- um fjármála, viðskipta og at- vinnuvega væri upp tekin, þá yrðu hér á landi margar stór- felldar breytingar og í fjármála samböndum við útlönd. Völd- um Hambrosbanka og banda- manna hans og einræðis yfir fjármála- og atvinnustjórn landsins væri lokið, því að þau hafa byggst á lausaskuldum innanlands og utan, óreiðu í viðskiptum og atvinnuvegum innanlands, hluldrægum höft- um og sérréttindum þeirra, er slaðið hala saman í innsta hring þessa pólitiska og ijármálalega sambands. En við læki alhliða þróun á heilbrigðum fjármála- legum grundvelli, nýtt líf í öll- um atvinnuvegum, aukin at- vinna og velmegun. Og á utan- ríkispólitíska sviðinu yrði ís- land í röð þeirra landa, sem ör- uggust viðskipti hafa og at- vinnuvegi, og standa á lýðræð- isgrundvelli, þeirra ríkja, sem ekki hugsa til valdrána á fs- landi. Samhliða viðreisn at- vinnuveganna yrði þá þes.si stefna til þess að styrkja sjálí- stæði og frelsi landsins og losa það undan þeim liættum mörg- um, sem nú grúfa yfir því. En til þess að korria þessum málum í framkvæmd svo að gagni kæmi fyrir almenning, þyrfti sterka samvinnu hinna vinnandi stélta og lýðræðisafl- anna 1 Jandinu, hvaða flokki sem þau nú tilheyra. Jafnhliða öflugri þróun at- vinnuveganna yrði að fylgjast þróun einhuga verklýðssam- taka, alhliða samvinnufélags- skapar og annars menningarfé- lagssskapar alþýðu manna. Sterkasta stoð rikisstjórnar, sem ynni að viðreisnarmálun- um á alþýðlegum grundvelli yrði slík alþýðusamtök. Með þau öfl á bak við sig væri auð- velt fyrir þing og stjórn að hafa nægilegt lýðræðislegt eftirlit mfcð og taumhald á þróun at- vinnuveganna, þannig að hér á íslandi gæti runnið upp tíma- bil frjálsrar, sterkrar þjóð- legrar alþýðumenningar. Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn mun bjóða samvinnu í þessu skyni öllum þeim öflum, innan hinna flokk- anna, sem vilja gera stór átök um viðreisn þjóðarinnar og feykja burt þeim afturhaldsöfl- um í hinum flokkunum, sem halda þjóðinni niðri og beygja liana meir og meir inn á svið einræðis, klíkusérdrægni, ó- frelsis, og kúgunar hinna vinn- andi stélta. Iléðinn Valdimarsson. Hungrið byrjar við tjóðui-hæl kýrinnar. Frá Búnaðar þíngi. Fjöldi mála er nú að fá af- greiðslu á Búnaðarþingi, sem er að Ijúka störfum, og verður t. d. mæðiveikimála og tilrauna- slarfsemi í þágu landbúnaðarins getið í næsta bl. Auk þess, sem áður er getið má nefna ályktan- ir þingsins um milliþinganefnd til að endurskoða jarðræktar- lögin (ásamt starfsreglum Bún- aðarfél.,möguleikum til að auka verksvið þess, og gera tillögur um viðreisn atvinnulífs í sveit- um), um útbreiðslu búreikn- inga og tilhögun, athugun erfða • leiguskilmála við Reykjavík, rannsókn mismunandi beiti- landa, laxár og fiskirækt, svína- og alifuglaeldi. Viðhorf breyttra búnaðarhátta mótar margar samþykktirnar, en liugsun um verndun náttúrugæða aðrar, og skulu birt þessi sýnishorn: Beit veldur uppblæstri, Búnaðarþing skorar á hreppa- búnaðarfélög í þeim landslilut- um, sem uppblástur og eyðing nytjalanda á sér stað, að taka til rækilegrar atliugunar hvern þátt of mikil beit á í eyðileggingu landsins og senda skýrslu um það til sandgræðslustjóra ríkis- ins, ásamt tillögum um á hvern hátt líldegast sé að vinna gegn henni. Vöruvöndun og 'verðsamkeppni íslenzkra verksmiðja. Búnaðarþing skorar á ríkis- stjórnina að ti'yg'gja það, að breppsfélögum og fóðurbirgða- félögum séu veitt innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir útlendu kjarnfóðri, þegar kaup á því eru talin liagstæðari en á innlendu. Ennfremur séu síldar- og karfamj ölsverlcsmiðjur skyldar lil að meta og flokka fóður- framleiðslu sína eftir gæðum og ákveða fast gæðalágmark; bannað að selja til fóðurs inn- anlands mjöl, sem ekki fullnæg- ir þeim lágmarkskröfum, nema samþykki landbúnaðarráðu- neytis og Búnaðarfél. Islands komi til. Smjörsamlög um allt land. Búnaðarþing skorar á Alþingi að lögleiða styrk til stofnunar rjómabúa og smjörsamlaga, hliðstæðan þeim, sem veittur er lil mjólkurbúa. Stofnun slíkra isamlaga er eirin þátturinn i þeirri breytingu á bústofni, sem nú er óumflýjanleg viða. IX. Þróuninni í sveitunum verð- ur aldrei snúið við. Það verðum við að liafa hugfast, þegar reynt er að stöðva flóttann úr sveitun- um, flótta fólksins og ennþá i- skyggilegri flótta menningarinn- ar þaðan. Það er tilgangslaust að ætla að skapa farsæld og menning án markaðar fyrir afurðir, veg- arsambands árið um kring, raf- suðu, þolanlegra híbýla, sam- virkra, skynsamlegra vinnu- bragða á ræktuðu landi með ræktaðan búpening. Kýrnefnur með um 2000 lítra ársnyt, tað- brennsla, sinuheyskapur ein- yrlcjanna út um alla móa og liálfdeigjur með eina truntu í taumi eða þótt 2—3 séu tagl- linýttar saman, — þetta getur ekki borið uppi menningu fram- ar. Það er jafnvel vafasamt, að skepnuhirðing geti nokkru sinni Hvað e? í pokunum? Viðskiptasamningur milli Is- lendinga og Norðmanna var undirritaður i Rvík 27. febr., en er haldið leyndum lil 10. marz eftir samkomulagi við norsku fulltrúana. Viðskiptasamningur við Þýzkaland hefur einnig verið undirritaður (25. febr.), og fær eriginn að vita, hvernig hann liljóðar. (Þýzkaland er eina rík- ið, sem Island hefur leynisamn- inga við. Það gæti leitt til tor- tryggni útlendinga og þess, að Island næði ekld „beztu-kjara- sanmingum“ við önnur lönd). Ritskoðun í Sviss* Þýzk og itölsk blöð bera það út, að samkvæmt þýzk-ítölskum kröfum til ríkisstjórnarinnar í Sviss hafi verið sett á eftirlit með þarlendum blöðum til að tryggja, að ekki sé skrifað ó- virðulega né ónærgætnislega um fasistísku ríkin og hugsjónir þeirra. Svissneska stjórnin vill ekki játa, að liún liafi látið kúg- ast svo, og mótmælir opinber- lega. En heimskunnugt er, að réynt er leynt og ljóst að knýja fram slíkt „eftirlit“ a. m. k. í öllum smáríkjum. orðið sæmilega arðgæf atvinna fyrir einyrkjann. En 3 menn í samvinnu gætu leikið sér að þvi, ef fjós og fjárhús væri sam- læg, stór og eins vel útbúin og kostur er á til verksparnaðar, að hirða 5—10 hundruð fjár og tugi kúa, og þá færi það að borga sig betur en nú að standa yfir fé. Og ef samvinnan býð- ur slika möguleika að vetrinum, liversu margfalt meira gæti þá blutverk liennar orðið vor og sumar í vélanotkun og stóraf- köstum, eins og framtíðin lilýt- ur að lieimta meir og meir? Látum kyrt liggja að sinni, livort regluleg samyrkja eða smábýlabúskapur með sam- vinnu á sérstökum sviðum verð- ur almennt ofan á. Ekki er ó- lildegt, að livorttveggja geti gef- izt vel, og þá nokkuð eftir rækt- unarskilyrðum og öðrum atvik- um komið, livort arðgæfara reynist á hverjum stað. En sam- vinnan verður áreiðanlega nauð- synleg og heimtar meira þétt- býli. Hvar sem jarðhiti finnst, verður liann notaður með lím- anum til hitunar húsa og rækt- unar. Afardýrar leiðslur leiða til þess, að 4—8 fjölskyldur verða að byggja yfir sig saman eða í hvirfingu, með túnin út fná í allar áttir. Nálega sömu álirif liljóta rafleiðslur um sveitir að liafa. Bæirnir skipast þá i þyrpingar eða langar rað- ir, þéttbýli eykst, en afslcekktari bæir þylcja ekki nýtir til neins nema sem beitarliús eða sumar- bústaðir. Sömu knýjandi áhrif liafa vetrarfærir vegir, mjólkur- póstaleiðirnar, og allt það að- dráttarafl, sem þéttbýlið hefur eða lilýtur að eignast, svo sem kvikmyndir, fyrirlestrar og dansleikir um lielgar, umferða- bókasöfn og lesliringir, iþrótta- lif, pólitískt líf, söngæfingar. Áður en við vitum, fær þéttbýl- ið á sig þorpablæ. Vða setjast að iðnaðarmenn, t. d. rafvirkjar, járnsmiðir, skósmiðir, og stunda búskap i hjáverkum, en bera með sér í sveitirnar áliuga- efni sinnar stéttar. Út frá hér- aðsskólunum, sem eiga, eins og A. E. leggur til, að annast jafnt bóklegt og verklegt nám barna og fullorðinna, breiðast þekking og áhugamál, sem umbylta sveitalífinu á einum mannsaldri eða tveimur. Þetta eru aðeins vísbendingar um eðli sveita- Hvad liíðuF Dana í strídi? Skuggi er yfir Daiimörku. Fasismirin rís eins og fjallhár, gluggalaus múr á suðurenda liiiis lága, smáa lands og byrgir andlega fyrir því suniar og sól. Danir vita, að þýzki herinn gæti unnið landið á örfáum öögum með flola sínum á lofti °g sjó, og ótti þeirra við þann myrlcva á lofti gerir þá auð- sveipa við Þýzkaland. En ef danskir sjómenn koma á þýzkar hafnir eða verkamenn suður fyrir landamærin, lokast stund- uni smugur múrsins, og þeir Pru horfnir í fangelsi þar syðra fyrir ógætilegt orðalag. Þelta skapar sterka óbeit á Þriðja rik- inu hjá alþýðu, en hjá sumum borgurum sanria lotning. Þeir kjósa sér sjálfum skjól í skugga og sjá ekki sólina fyrir fasism- anum. Njósnir og landnáð, sem ný- búið er að Ijóstra upp i lög- reglu og her Dana, liafa opin- berað, hve liætt þeir eru komn- ir. Nálega á öllum sviðuin ná klær nazismans leyndu ’taki. Einn af þingmönnum danskra sósíal-demókrata, Dalby kenn- ari, hefur sagt sig úr ( flokki þeirra í nazistaflokk hjá Arne Sörensen. Sörensen var fyrir allskömmu íhaldssamur sósíal- demókrati, sem mikið bar á í málgögnum dönsku stjórnar- innar. Hinir nazistafloklcarnir í Danmörku eru kenndir við Fritz Clausen og hæstaréttar- málaflutningsmanninn Piirs- cliel, sem fram á síðasta ár var í íhaldsflokknum og keppti þar um forysluna. Þannig hefur tekizt að kljúfa út úr öllum gömlu flokkunum einhver brot, sem eru búin til þess að steypa Danmörku í ánauð. Og flokkur Staunings nagar sig nú í hand- arbökin yfir því að liafa lyft til álirifa mönnum, sem aldrei voru einlægir sósíalistar og sviku. Betra þó uppskátt, en í leyni. Engum kom hitt' á óvart, þótt partur afturhaídsins yrði að nazisma. Og vitað var, að í lier og lögreglu var það sterkt. Saga njósnanha er langt mál. Aðferðin og marknriðin eru lík og í Svíþjóð. Skjalaþjófnað- ir, oft með innbrotum, mynda- tökur af mikilvægum stöðum, hótanir til að kúga fé út úr mönnuin eða láta þá hilma yf- ir, ofsóknir gegn flóttamönnum, lygaherferðir og skúmaskota- áróður liafa verið fastir liðir í starfseminni og öllum upplýs- ingum skilað jafnótt til Þýzka- lands. Jafnvel mannrán liafa komið fyrir, — reynt að koma þannig mönnum til Þýzka- lands til að dæma þá þar. Á öllu slíku tekur danska löggæzlan vægt af ótta við Hitler. T. d. var Carlis Hansen sleppt með 40 daga einfalt fangelsi fyrir mannrán 1934.Svo varð hann að launum þýzkur embættismað- ur, en Kuhlmann-Yogel, flótta- maður, sem liann liafði rænt, en bjargaðist af tilviljun, fékk helmingi lengra fangelsi fvrir að liafa flúið á fölsuðu vega- bréfi úr Þýzkalandi og sagt svo um sig hið rétta, þegar liann var sloppinn í lýðræðisland. I almenningsaugum er slíkur dómur fyrirlitleg þjónusta við þýzka ofsóknarofstækið. Og sú þjónusta er sífellt oftar veitt. Pólitíslca lögreglan danska á' ekki flekklausa sögu, síðan hún tók til starfa 1919. Flugumenn liennar. einkum í verklýðshreyf- ingunni liafa ýmist átt að skipu- leggja þar glæpi (Povl Ufferis 1919 til að fá sakarefni á leið- togum), pranga út skammbyss- um með niðursettu verði, þegar lögreglan ætlar í vopnarannsókn (mistókst tugthúsliminum Arn- old Julius Jensen haustið 1932), skipuleggja verkfallsbrjóta (Villy Geslin, t. d. 1930, launað- ur mörg ár af lögreglunni), stunda skjalaþjófnað frá félög- um (Anker Due, einnig lengi launaður), njósna um varbuga- verða útlendinga (Max Pelving, sem sveik suðurjózka sósialista yfir landamærin í þýzkar klær og er nú, sem lögregluþjónn, dæmdur drottinsviki fyrir skjalaþjófnað í þágu nazista. Carlis Hansen, sem getið var, og er frægur fyrir að græða á að selja nazistum skammbyssur, útdeila höggvopnum úr kassa, sem skrifað var á: „Tannburst- ar,‘, kenna félögum sínum að útbúa og leika sér við vítisvélar og skvetta salmíaki í augu mót- stöðumanna og skrifa um þá í opinberu riti: „Við skulum sparka þá í liöfuðið“). Þessa spilling liefur hin á- kveðpa vinstri stjórn landsins umborið alveg ótrúlega, en ver- ið viðkvæm fyrir spurningum. I Fólksþinginu 1934 lvfti Larsen hulunni ögn, og þá var það, sem sá góði, frjálslyndi ráðherra Zalile æpti úr ræðustólnum: „Ef þér endurtakið þetta utan þinghelginnar, skal eg sjá um, að þér fáið refsingu og farið í steininn.“ En í vetur er hiklaust játað margt það svívirðilegasta, sem pólitísku lögregluna hefir lient. Og mörgum blöskraði hreinskilni þessara orða um daginn hjá Ivan Stamm, lög- reglustjóra Kaupmannahafnar: „Nú förum við að skilja, hvern- ig nazistarnir gátu altaf fengið aðvörun í tæka tíð, þegar lög- reglan ætlaði að gera eitthvað, sem þeim kom illa.“ Það er komið í ljós, og vekui* óhugnað um öll Norðurlönd, að þýzka stjórnin er búin að láta gera spjaldskrá um danska em- bættismenn og hugarfar þeirra gagnvart sér. Flokkuriin þar í sauði og hafra, þá, sem taldir eru hliðhollir þýzkum hags- munum t. d. í stríði, og þá sem ótvirætt eru andstæðir nazist- um, gefur visbendingar um fvr- rætlanir Hitlers með Dan- mörku í náinni framtíð, — sennilega ekki ætlað til land- vinninga heldur hreinnar lepp- stjórnar þar. memiingarinnar, sem verður að fara i liönd. En undirstaðæ liennar, aukin verðmæt fram- leiðsla með tiltölulega minní eyðslu á vinnukrafti, fæst ekki nema með ra-ktun, námi, virkj- un náttúrugæða og skipulagn- ingu bvggðarinnar. Ekkert af þessu nægir að efla eitt séra lieldur allt í sameiningu. X. Lausn dægurmálanna í sveit- um núna verður að vera í sam- ræmi við þessar framtiSarlausn- ir, ella verður mikið unnið fyrit* gíg. Stofnun nýbýla og endur- bygging jarða má ekki fram- lcvæma eins úl i bláinn og gert er sums staðar. Vegakerfi allra mestu framtiðarhéraðanna þarf tafarlaust að fara að endur- skipuleggja í sambandi við fyr- irhugaðar hitaveitur, rafveitup og ræktun nýbýla. En allra þýð- ingarmest er að efla innlendant markað fyrir fjölbreyttar bún- aðarvörur og tryggja með þvi samtínris hfsskilyrði ræktunar- héraða og kaupstaða viða um land. Alla krafla, sem kreppaö fjötraði, þarf að leysa til þess, að þróunin verði heilbrigð. Kreppan, sem kreppulánaað- ferðin liefur gert sitt til aðfram- lengja í sveitum, leysist aldrei af sjálfu sér. Skammæjar og hættulegar lausnir eru boðaðar af „ábyrgu fIokkunum“ í fuHií áliyrgðarleysi, svo sem gengis- lækkun, er stærri sauðfjár- bændur mundu græða á, en mjólkurframleiðendur og miklu fleiri stórtapa, eilíf verðjöfnun- argjöld og þvingunarráðstafan- ir, sem ekki eiga rétt á sér nema til bráðabirgða og liefna sín, og loks átthagafjötrar á fátældinga til þess að geta knúið niður kaupgjald i sveitunum. Menn- ingu sveitanna á sem sé að bjarga með þvi að Iyfta þar fá- um, vanrækja og ofurselja smá- bændur, kúga verkafólk, traðka á fátækEhgum. Nei, aukin stéttaskiptíng í sveitum er engin lausn og liættuleg tilraun. Bændum verð- ur að lijálpa til meiri jafnaðar í lifskjörum. Verkafólk þýðir ekki lieldur að ræna vinnuarði mfeir en bændurna; slíkt hefnir sín áreiðanlega. og það er holl- ast, að vinnufólk læri sjálft að reikna út arð af búi móts við kaup og meta önnur réttindi srá cða réttindaskort. Og það má ekki blinda fátæklinga fyrir þeim sannindum, að þeir eiga helgan rétt til að lifa og niarm- ast. Húsabóta er víða svo brýn ]iörf, að bæði andleg og Iíkam- leg heilbrigðj er i voða. Meðán ekki tekst að létta þeirri neyð i sveitum, stöðvast eldd flótt- inn þaðan með tali um sveita- sælu og tryggð við moldina, — það yrði þá að innræta ti-yggð við sælu barnakyrkings, berkla og gigtar. Lausn alrriúgans úr skulda- fjötrum og verzlunararðránii, það er eina kreppulausnin í sveitum, engu siður en í smá- útgerðarþorpum, — fiskilúnum framtíðarinnar. — Aljjýðan sjálf verður að bindast samtök- um mn að knýja fram þá Iausn. Það er upphafið og Ieiðín til þess að brjótast síðar meir und- an oki kapítalismans. Og Iivar í flokki sem frjálshuga umbóta- • merin standa, hljóta. þeír að skilja, að þau samtök verða til góðs, að þau verða að berjast fast og að þau lieimta liðstyrk þeirra. í samvinnufélöguin, búnaðarfélögum, pólitískum sveitafélögum ýinissa flokka, — jafnvel í ungmennafélögum —, er fyrir dyrum barátta um nið- urdrep sveitanna eða rótfæka endurreisn.

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.