Nýtt land - 24.04.1939, Qupperneq 1

Nýtt land - 24.04.1939, Qupperneq 1
ÚTGEFANDI: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalista- flokkurinn. Víkingsprent h. f. NYTTLAND % RITSTJÓRI Arnór Sigurjónsson Holtsgötu 31 Sími 1208. AFGREIÐSLA Ansturstræti 12 Simi 218 4 II. ARG. REYKJAVÍK, MANUDAGINN 24. APRÍL 1939. 16. TBL. BÆKUR; Bæfeur Máls o§ menníngar 1939. Nýlega er út komin önnur bók Máls og menningar á þessu ári, Austan-vindar og vestan, saga eftir Pearl Buck, þýdd af Gísla Ásmundssyni. Þessi saga lýsir þeim aldahvörfum, sem verða í lífi konunnar í Kína, þegar vest- ræn menning flæðir yfir landið. Það er saga af konu, sem hefur fengið hið vandaðasta uppeldi kínversku yfirstéttarinnar í alda- gömlum siðum, og giftist síðan manni, sem fengið hefur vestræna mentun, kynnist smám saman skoðanahætti hans og verður að taka upp þá siði og hætti, sem eru í samræmi við hans uppeldi og menntun. Þetta veldur margskon- ar árekstrum við ætt og umhverfi, og er því lýst með frábærum næm leik og hófsemi. Islenzkun sögunnar er ágæt, mál- ið nákvæmt, ljóst og viðfelldið. Sagan er því bæði fróðleg til lest- urs, og í alla staði hin ánægjuleg- asta. Það verður því ekki annað séð en að Mál og menning verði mjög heppið með bækur sínar á þessu ári. Sögubækur félagsins eru báð- ar komhar út, báðar ágætar og ^vo ólíkar sem austrið vestrinu. 1 haust kemur svo úrval úr kvæðum St. G. St. og á Sigurður Norðdal að annast úrvalið. Þetta á að verða mikil bók, um 400 bls., og þarf ekki að efa, að hún verður mörgum kærkomin, og mun Norð- dal fylgja höfundi kvæðanna vel úr hlaði. Þá koma líka Rauðir pennar eins og verið hefur á hverju ári, síðan félagið tók til starfa. Og svo að lokum sú bókin, sem flestum félagsmönnum mun mest forvitni á að vita, hvemig tekst, rit um íbúðir og heimilis- prýði. En til þessa rits á að vanda bæði að efni og frágangi, og verð- ur það hið þarflegasta rit, ef vel tekst. Gert er ráð fyrir að ársbækur félagsins verði alls 90—100 arkir að stærð, þegar litla tímaritið er með talið, og fá félagsmenn þær fyrir 10 krónur, og verður slíkt að teljast góð bókakaup eins og bókaval félagsins virðist ætla að takast í ár. Sigurður Róbertsson: Lagt upp í langa fcrd Þetta eru smásögur og er höf- undurinn byrjandi. Hann segir laglega frá, en hefur ekki borið mikið efni að í þessar sögur, nema helzt söguna um Atla. Er þar kominn húskarlinn úr Njálu. Þar er lýst baráttu manns, sem er þrælbarinn en ræður yfir miklum vaskleik, fyrir því að geta lifað lífinu í samræmi við upplag sitt og hæfileika. Þetta er saga allra alda og er hér vel sögð. Ekki verður talið að enn sé fullséð ,hvers vænta má af höf- undinum. En oft hefur góður rit- höfundur farið verr af stað, er hann lagði upp í sína löngu ferð. Umræðnr nm vantranst á þjóðstjórn- ina heijást kl. 2 e. h. i dag Frumvarp ííl hcgníngarlagal verdur ebhí á dagskrá Sameíníngarflob'kur alþýðu — Sósíalístaflobkurinn — hefur boríð fram van- traust á rikísstjórnína. Svo mættí þykja sjálfsagt, að umræður um það færu fram i útvarpínu og fór flokkurínn fram á það. En um þetta hefur veríð synjað og er því meírí ástæða tíl að menn hlýðí á umræðurnar á þíngínu sjálfu af pöllunum. Umræðurnar um vantraustíð hefíast kl. 2 í dag. Það hefur vakíð athyglí þíngmanna, að frv. tít nýrra hegningarlaga er ekkí á dagskrá í dag'. Þykir slíkt benda tíl þess, að þjóðstjórnín hafi á síðustu stundu hætt víð að knýía það fram áður en þíngínu verður frestáð. Pýzkir skriðdrekar á hersýningu. Lltlð nn Sxl lí f I e n f: Stormahfé effír orðsendíngu Roose^ velfs. Rússar, Brelar og Frakkar gera hernað- arbandalag, Balkanríkin á báðum áffum. Bref* ar flyfja ^ull fíl Ameríku. ífalskur her kyrr á Spání, Roosevelf mínnísf íslands. Innlenf: Þíóðsfjórnín hefur orðíð að senda þíngíð heím. Seff hegníngarlög, sem ekkí eíga sínn fíka. Mæðiveíkínefnd falíð að sfjórna vörnum gegn garnaveíkínní. Eftír orðsendíngu Roose- velts. Síðastliðna viku virtisl scm . glímuskjálfli .slórveldanna í'æn heldur rénandi. Persónuleg orðsending Roosevelts til Ilitl- ers og Mussolini virðist hai’a til þcss orðið, að fasistaþjóðunum hefur þótt vissara að hafa held- ur kyrrara um sig í bili og byrgja inni reiðina. Enn hafa valdhafar þeirra engu svarað Roosevelt. Blöð' þeirra létu i fyrstu dólgslega, en er frá leið var helzt um það talað, að brátt mundi orðsending forsétans gleymd og skoðuð sem hverl annar ónýt.ur pappír. Þó hefur það síð'asi frétzt, að þyzka stjórnin hefiir snúið sér beint til ýmissa smærri ríkja, sem tekin eru upp í boðskap Roose- velts og skorað á þau að segja til þess, hvort þau áliti, að þeim sé ógnað af Þýzkalandi. Vonazt þýzka stjórnin til, að |)au ríki þori ekki að svara öðru víri en neitandi og mun y>á nota svör- in til þess að afgreiða áskorun Roosevelts sem tilefnislausa markleysu. Hernaðarbandalag Rússa, Breta og Frakka. En jafnframt þessu hafa Bretar haldið áfram að fesla samtök sem flestra Evrópu- l'jóða gegn árásarríkjunum. A föstudagskvöld var frá því skýrt ojiinberlega í London, að viðræðurnar milli Sovét-Rúss- lands og Bretlands og Frakk- lands gangi nú mjög að óskum. Iíali stjórn Sovét-Rússlands lagt fram tillögur, sem talið sé víst að gengið verði að og mundi það þá þýða, að Ráð- stjórnarrlkin skuldbindi sig til að ])eita öllum herafla sínum á- saml Bretlandi og Frakklandi til að koma í veg fyrir frekari árásir í álfunni. Pykja þessar fréttir mikil tíðindi í London og hvarvetna um heim. En jafnframt J)essu beYast þær fréttir frá Bietlandi, að þar sé nú í ráði að innleiða al- menna hérskyldu. Hefur sijórn Frakka lagt fram við brezlcu stjórnina mjög eindregnar ósk- ir um þetta. Balkan. Hinsvcgar liefur reynzf erf- itl að sameina Balkanþjóðirn- ar gegn fasistarikjunum. Búlg- aria þykist eiga um sárt að binda siðan eftir stvrjöldina miklu, en þá fengu nágrannar Búlgariu öll þrætulönd milli Búlgaríu og grannlandanna. Hefur Búlgaríu nú verið boðin einhver leiðrétting þeirra mála fyrir það að taka nú upp sameiginlega afstöðu lil deilu- mála í álfunni með grannþjóð- um sínum. En búizt er við, að Búlgarir muni vilja gerast all kröfuharðir og fá mikil lönd frá grönnum sínum öllum, Rú- menum, Júgoslövum og Grikkjum. En svo mikill þjóða- blendingur er í landamærahér- uðum |)essara þjóða, að lönd- um er mjög vanddeill milli þeirra og er það viðkvæmt mál, er verður naumast leysl á fá- um dögum. En það, sem Búlg- ari skiptir allra mestu er að fá aðgang að Egeahafi er á ko«tn- að Grikkja, er minnstu skiptir um vináttu Búlgara. Hinsvegar er Júgoslavía i úlfsgini, þar sem ítalir ráða nú siglingu i Adríahaf og um leið öllum siglingum að ströndum lands- ins. En landamæri á Júgoslav- ia að ítalíu á tveimur stöðum síðan Albanía var hernumin og auk þess Þvzkalandi. Ungverja- land og Búlgariu. Er því jafn- vel við því búizt, ef ekki takazt samningar við Búlgari, að Júgó slavar muni neyðast til banda- lags við fasistaríkin og síðan til fullrar uppgjafar, hvenær, sem þeim ríkjum þvkir tími til kominn. En nú eru Júgoslavíu fyrir fylgi við íasistarikin, að sumra sögn boðin aukin lönd á kostnað Grikkja og Rúmena. En víst er að ef Júgoslavía verð ur hnndbendi fasistaríkjanna cr Rúmeníu ennþá hættara, og kemst hún þá ekki hjá að velja milli Rússa og fasistanna. Hins- vegar þykir nú nokkurnveginn fullráðið, að Tyrkir muni ganga til bandalags við Breta og Bússa og telja má víst, að I Þorbergur Þorleífsson I alþingísmadur Þorbergur Þorleifsson al- þingismaður á Hólum andaðizt að heimili sínu í gærmorgun. Kenndi hann í fyrra sumar krankleika í maga og leitaðl sér í haust lækninga hingað til Reykjavíkur. Var gerður á honum uppskurður á Landspít- alanum. Kom þá í ljós að hann þjáðist af krabhameini og var sjúkdómurinn þá þegar kom- inn á það stig, að ekki varð við gert. Þorbergur komst þó á fætur eftir uppskurðinn og bar sig eins og hann hefði fengið hata og væri brátt heill heilsu. Fór liann þá heim og beið þar andláts síns. Þorbergur var fæddur 18. júní 1890, og því tæpra 49 ára, er hann lézt. Hann er fæ.ddur á Hólum í Hornafirði og hefur átt þar heima allan sinn aldur Skólamenntun sótti hann í Flensborgarskólann og gagn- fræðaskólann á Akureyri. Þorbergur var elztur af 10 systldnum. Sjaldgæft er að svo stór hópur systkina sé eins jafn að mennileik og þau svst- kri frá Hólum. Bera þau það m"ð sér, að í heimilinu hefur verið sönn hæverska, kultur. En svo sýndist sem Þorbergur væri það tréð, scm mest hefði staðið áveðra. Hann mun snemma hafa litið á það sem frumburðarskyldu, að standa fremst, þar sem á reyndi. Fg kynntist Þorbergi fyrst af nemanda mínum, sem átti mj'ig erfitt. Hann hafði stund- um verið á Hólum, þegar hann. gaf hvergi annars staðar verið. Hann mat Þorberg umfram alla aðra menn. Síðan kynntist ég Þorbergi 1933 og aftur, er hann varð þingmaður A. Skaftfellinga eft- ir föður sinn 1934. Hann var á- hugamaður um framfarir, frjálshuga og bjartsýnn. Hann skildi mál miklu betur en hann gerði grein fyrir þeim. Um af- sldpti hans af þingmálum var mér kunnast um hlutdeild hans í logum um loðdýrarækt. Hann átti mestan hlut í þeim lögum allra þingmanna. Var og loð- dýTarækt eitt hans mesta áhugamál og trúði hann því, að þar væri um að ræða mikinn framtíðaratvinnuveg fyrir ís- lendinga. Hann var vinsæll þingmaður og þó enn vinsælli maður. Engum datt í hug,- ið hann tæki nokkru sinni aðra afstöðu til nokkurs máls en þá, er hann hugði réttasta. Grikkir verði einnig þeim meg- in. Ófríðarboðar Þó að nokkru heldur séu nú líkur fyrir friði, en um næst- liðna helgi, er enn tvennt, sem ber því ljóslega vitni, að ekki þykir friðurinn ömggur. Ann- að er það, að Bretar flytja nú gull vestur til Ameríku til geymslu í stórum stíl og er það vissulega örýggisráðstöfun gegn yfirvofandi ófriðarhættu. Hitt er að Franco frestar æ meir og meir sigurför sinni inn i Madrid, en fram til þess að sú sigurför er farin, telja Italir sér heimilt að hafa herlið á Spáni samkv. samningum við Breta. En ítölsku hersveitirnar á Spáni era sumar norður við landamæri Frakklands en aðr- ar suður við Gibraltai' og ógna þannig bæði Frökkum og Bret- um. Roosevelt mínníst íslands. Það vakti nokkra eftirtekt hér á landi, að Roosevelt nefndi ekki ísland i orðsend- ingu sinni hinni miklu til Hitl- ers og Mussolinis En á þriðju- daginn var því lýst yfir í Was- hington, að það sé ekki af neinum sérstökum ástæðum, aS íslandi liafi verið sleppt og sé ástæðulaust að nokkur kvíði vakni vegna þess, að það hafi ekki verið talið. Það eitt hafi ráðið, að ísland hafi að áliti Roosevelts og ráðgjafa hans verið svo fjarri ófriðarhættu- svæðum megnlandsins, að það væri ekki svo sjáanlegt va^ri i neinni yfirvofandi ófriðar- hættu. Roosevelt hefur og lvst því vfir, að Bandaríkin beri liina mestu vinsemd í garð ís- lands og íslenzku þjóðarinnar og heri hag hennar fyrir brjósti. En meðal annarra orða: Mundi það ekki hafa verið landráð, ef „kommúnistar” skyldu hafa hent Roosevelt á. að ísland sé einmitt á „ófriðar- hættusvæðunum” og kal'.að fram þessa vfirlýsingu? „Þjóðstjórnín'' „Þjóðstjórnin” lang\-ofandi tók sæti á þriðjudaginn. Svo segir Spegillinn frá, að henni muni áðrir stólar henta en rök- stólar. Víst er, að það ákvað hún fyrst af öllu að senda þing- ið heim. Á það i þessari viku, sem nú er að byrja, að taka sér frest til hausts. Ekki. mun þó rétt að skilja þetta svo, að stjórnin muni ætla að fara að hætti einræðisstjórna að láta þingmenn sitja heima nema einn til tvo daga á ári til við- hafnar höfðingjanum. Heldur mun hitt, að ekki hafi verið að fullu gengið frá málefnagrund- vellinum fyrir „þjóðstjórnina”, er hún settist, þó að lcngi hefðu samningarnir staðið. Á nú enn að „semja” til hausts. En til marks um það, að samkomulag muni enn ekki fengið um ' grundvöllinn, og líkur séu til að það iaist cða finnist ekki, er að nú er farið að kalla stjóm- ina „samstjórn” hjá þeim í Tímanum. Mun slíkt Þykja jafnmildð réttnefni og að kalla þá stjórn „þjóðstjóm”, sem fámenn klíka svindlara og pólitískra spilamanna setur á laggir bak við þjóðina og móti vilja hennar. Framh. á 4. síðu.

x

Nýtt land

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.