Nýtt land - 26.09.1941, Qupperneq 3
Föstudaginn 26. september 1941.
NÝTT LAND
nýja stefnu, og er þaö nú svo kunn-
ugt, að það þarf ekki aö relíja.
ítesss ,má þó geta, aö meö því var
ráðinn hinn „hægri akstur'* o'g
tekiö hið „hægra bros“, er Fram-
sóknarflokkurinn hefur tekið og
borið síðan 1937.
Eg gat skilið, að Eysteinn fór
.sem honum fór í þessu máli. Eg
lief áður tekið það fram, að er
hann vék Jakobi Möller frá starfi
1934 án þess að taka þar nokkuö
upp í staðinn, hlaut stefna hans og
stjórn á bankamálunum að vera
.sjónhending blinds manns. Hann
rak sig beinlínis á það eins og
bjálka, sem kom mitt á milli
blindra augnanna, að þetta varð-
aði Landsbankann fyrst og fremst,
og honum varð um það eins og ó-
vænt höfuðhögg. Það var ekki
nema mannlegft, að þetta hefði sín
áhrif. Svo hafði hann þegar
nokkra æfingu í því að ganga frá
fyrri ætlunum og stefnum, eins og
hafði sýnt sig í launamálinu. Eg
fyrir mitt leyti hefði, eins og kom-
ið var, getað fyrirgefið Eysteini
sem manni þetta hvorttveggja. En
■ofan á þetta endurtók sig ævin-
týrið frá Skildi i stórkostlegri stíl,
og um það varð mér svo mikið,
að eg gekk úr flokknum þess
vegna og þurfti meira en tvö ár til
þess að ná mér eftir það. En eftir
þessi tvö ár fann eg þá skýringu
á fyrirbærinu, að eg gat hvort-
tveggja í senn, fyrirgefið sjálfum
mér það, að hafa borið trúnaðar-
traust til Eysteins Jónssonar seni'
þess manns, er koma skyldi i is-
lenzkum stjórnmálum, og sætt mig
við Eystein eins og hann var og
er. —
í umræðunum á Alþingi um
Kveldúlfsmálið tókst Eysteinn á
hendur það hlutverk að gera grein
fyrir og verja hina nýju aðstöðu,
er Framsóknarflokkurinn hafði
tekið. Nú varð margt að túlka á
allt ánnan veg en gert hafði verið
af Eysteini og öðrum mánuði áð-
ur, eignir voru á annan hátt fram
taldar og virtar, skuldir sömuleið-
is, en einkum varð að fella af og
taka upp á nýjan leik, er allt við-
horfið til þessa máls og annarra
var rætt, enda er slíkt ekki undar-
legt, þar sem straumhvörf voru
að gerast í starfi, stefnu og sögu
flokksins. Eg held, að mér hafi
ekki orðið svo ntjög um þá kú-
vendingu, sem Eysteinn og með
honum flokkurinn tók í þessu
máli. Þau tíðkast nú svo mjög hin
breiðu spjótin. En það, sem mér
var ofraun, var þetta: Ræða sú,
sem Eysteinn hélt við þetta tæki-
færi, er tvímælalaust hin rökvís-
asta, bezt samda og bezt flutta
ræða, sem hann hefur nokkru sinni
haldið. Eg var með sjálfum mér
viss um, að hann talaði um hin
verulegustu atriðin gegn betri vit-
und og sannfæringu. Þetta var
mér ofraun, þar sem sá mSður átti
í hlut, sem eg treysti bezt í Fram-
sóknarflokknum. Eg hefði ef til
yill þolað þetta, ef hann hefði
stamað eða einhver merki hefðu
sést þess, aö samvizkan stæði of-
urlítið í honum.
Eg hirði ekki að þessu sinni að
rekja stjórnmálasögu Eysteins og
Framóknarflokksins, eftir að sótt
var inn á brautina til hægri hand-
ar, eða vera með nokkrar hugleið-
ingar út af því, að Eysteinn varð
þá að deila riki sínu til helminga
með Jakobi Möller, er hann hafði
rekið úr starfi fyrir dugleysi í upp-
hafi ráðherradóms síns. En áður en
eg segi írá þeim atburðum, er sættu
mig við Eystein að nýju, vil eg
ségja írá ofturlitlu atviki, er kom
fyrir litlu áður. Það var á aðal-
fundi KRON 1939. Þar kom geng-
ismálið til umræðu. Sú umræða
hófst með þvi, að samherjar mín-
ir í fundinum „hlupu á sig“ í mál-
inu, en mér fannst Eysteinn vilja
beita augljósum falsrökum i þeirri
trú, að hann væri að tala við aula.
Mig langaði að leiða félaga mina
af villuvegi, en klekkja um leið
ofurlítið á Eysteini fyrir blekk-
ingar hans. En eg réð ekkert við
það, af því að mig brast skapstill-
ingu. Áverkinn frá 1937 tók sig
upp, eg þoldi ekki við, og var sem
vitfirrtur af sársauka. Eysteinn
gamnaði sér af þvi, hvernig fyrir
mér fór.
En svo kom lækningin á hinn
óvæntasta hátt síðar um vorið.
Þetta byrjaði á framboðsfundi í
Byggðarholti í Lóni í Austur-
Skaftafellssýslu. Eysteinn hafði
komið þarna í sýsluna til að hjálpa
lambinu sinu, Páli Þorsteinssyni á
Knappavöllum, frambjóðanda
Framsóknarflokksins. Hann hélt,
að það kynni ekki að jarma, svo
að kjósendur skildu.
f fundarbyrjun veitti kvenfélag-
ið í Lóninu fundarmönnum kaffi.
Eysteinn var eitthvað eftir sig eft-
ir ferð og fund daginn áður og bað
um mjólk í staðinn fyrir kaffi.
Hann fékk, að eg held þriggja pela
flösku, og lék sér að henni um
daginn. í fundarlok var aftur
drukkið kaffi, en þá var það
„svart".
Tveim dögum síðar vorum við
Eysteinn samnátta á Geithellum.
Þar var okkur fyrst borið kaffi,
og drakk Eysteinn það mjólkur-
laust. Síðar var okkur borið sykr-
að skyr með rjóma. En er Eysteini
var réttur rjóminn, ýtti hann frá
sér með báðum höndum og bað
um undanrennu. Þessu til skýring-
ar sagði hann frá því, að hann
hefði drukkið úr pottflösku af
rjóma í Byggðarholti í þeirri góðu
trú, að það væri venjuleg nýmjólk
í sveitinni.
Nú skildi eg allt. Það, sem mér
hat'ði fundist óþolandi óhlutvendni
i málfærstu hjá Eysteini og i af-
stöðu hans til mála var af sama
toga spunnið og þegár hann drakk
rjómann i Byggðarholti. Það skipt-
ir litlu máli, hvort það hafa verið
þrír pelar eða pottur, en líklegast
er að hið fyrra sé réttara og hafi
þetta miklast Eysteini eftir á. En
að hann skyldi taka misgrip á ný-
mjólk og rjóma var augljóst tákn
þess, að hann gat brostið skyn á
hið allra einfaldasta og augljós-
asta, þrátt fyrir óvenjulegan skýr-
leik um margt það, er hversdags-
legum mönnum er torskilið, og má
vel vera, að sá skýrleiki sé uppbót
fyrir hið frumstæða skyn, er hann
brestur. Því verður mönnum það
eðlilega á, að gera honum rangt
til og ætlazt um margt til meira
af honum en hann er maður til.
Þrátt fyrir allt það, sem kringum
Eystein er orðið í stjórnmálunum,
og jafnvel þrátt fyrir allt, sem
hann héfur sjálfur sagt og gert,
er hann í raun og veru hinn heiðar-
legasti og bezti maður, sem eigi
vill segja og gera annað en það, er
hann hyggur rétt og gott. í stjórn-
artíð sinni hefur honum orðið það
nokkuð oft á, að drekka rjóma í
misgripum. En það er alls ekki
vegna þess, að hann hafi ætlazt
til þess, aö það yrði til þess að aðr-
ir yrðu að drekka kaffið svart.
Á hinu leikur mér grunur, að
stjórnbragða- (eða refbragða-)
mertnirnir í flokki hans hafi skil-
ið veilurnar í „gáfum“ Eysteins
löngu á undan mér og fært sér það
í nyt fyrir flokkinn í sinn sérstaka
hátt. Skýrleika Eysteins í máli, list
hans í málfylgju, og augljósan
vilja hans til góðs hefur átt að
nota eins og framhlið í húsi, fagra
fyrir almenningssjónum. En á því
heintili innan dyra þykir það ein-
mitt góður hæfileiki, að drekka
rjóma í misgripum fyrir mjólk, og
að almenningur drekki kaffið
svart, af því að ekki sé annað til.
Vikuna eftir að við Eysteinn
vorurn saninátta á Geithellum, sá
eg hann alltaf öðru hvoru með
kjósendum hans. Eg sannfærðist
með hverjum degi betur um það,
að þessi nýi skilningur minn á hon-
um var réttur. Eg hef engan þing-
mann séð umgangast kjósendur
sína á elskulegri hátt. Eg sá ekkert
í því, sem mér sýndist vera fals,
og reyndar ekki svo mikið af þess-
um sérstöku mistökum, sem að
framan hefur verið frá sagt, en
íyrst augu mín höfðu opnazt, sá
eg vitanlega, að þau gátu komið
fyrir. Og mér fór sem Frökkum,
sem segja: að skilja allt er að fyr-
irgefa allt. Eg hafði ætlað að mæta
á fundum í kjördæmi hans og gera
þar upp við hann ýms mál. En það
rann af mér allur móður við skiln-
inginn. ’
Vogrek á Éjöriim
viiliiiK'iiiiNkiiiiiiiir.
P NN hefur villimennska þýzku
nazistastjórnarinnar og leigu-
liðs hennar vakið á sér sérstaka
athygli með hefndarverkunum í
Noregi. Fyrir tryggð norsku al-
þýðunnar við land sitt og allt það,
er norsku þjóðinni er dýrmætast,
hefur ógnarstjórn þýzku nazist-
anna, með aðstoð föðurlandssvik-
ara, þegar líflátið a. m. k. þrja
norska verkalýðsleiðtoga og varp-
að fjölda manna í fangelsi. Þessir
ógnaratburðir vekja liryllingu og
andstyggð i brjóstum allra góðra
íslendinga. Vér beygjunr höfuð
vor í djúpri og innilegri samúð
með norsku frændþjóðinni, sem
berst nú fyrir lifi sínu, frelsi og
sæmd við hin erfiðustu skilyrði.
Vér dáumst að karlmennsku og
þreki liinnar frelsisunnandi norsku
þjóðar, sem berst gegn blóðþyrst-
um herskörum villidýrslegrar of-
Nú er þetta ekki skrifað til þess
að gera upp gömul mál, né heldur
til þess fyrst og fremst að gera
sálgreiningu á Eysteini Jónssyni,-
eða kenna mönnum það, að fyrir-
gefa honum. Heldur er það ritaö
vegna þess, sem nú er fyrir dyrum,
þó að mönnum þyki ef til vill dreg-
m nokkuð löng nót að því.
Eins og inönum er kunnugt, eru
dýrtíðarmálin í hinu mesta öng-
þveiti. í vor endaði þingið með þvi
að gefa stjórninni botnlausar heim-
ildir til endajausra álagna á lands-
fólkið — til þess að „lækka dýr-
tíðina". Þegar til hefur átt að taka,
hefur stjórnin vitanlega ekkert get-
að gert til „lækkunar dýrtíðinni" á
þenna hátt, og nú er hún í öngum
sínum i þann veginn að kalla þing-
ið saman til nýrrar ráðleysu. Þetta
öngþveiti stafar að mjög verulegti
leyti af þvi, að Eysteinn Jónsson
hefur í ráðherratíð sinni, og eink-
um hin síðustu ár, alltaf verið að
drekka rjóma í misgripum fyrir
nýmjólk, svo að fólkið hefur orðið
að drekka kaffið svart. Það vill svo
til, að þau mál, sem mestu ráða
um „dýrtíðina", varða flest á einn
eða annan veg ráöuneyti hans, og
hann hefur á flestum þeirra hald-
ið líkt og þeim málum, sem lýst
er hér að framan. Þó hefur svo vilj-
að til um sumt, að hann hefur
stungið fyrir sig fótum og stymp-
azt við á óeðlilegan hátt, er hann
liefur um seinan séð, að annars
myndi allt falla i þenna þrásótta
farveg. Þá hefur hann ætlað að
stöðva strauminn í íallinu fram af
brúninni.
Nú þarf enginn um það að efast,
að flokkur Eysteins vill að hann
drekki áfram rjómann í misgrip-
um fyrir nýmjólk, hvað sem það
kann að kosta hann og aðra. Svo
er nú komið, að flokkurinn heldur
slíkt raunar guðlega ráðstöfun,
sem eigi megi hagga, aö fólkið
drekki kaffið svart af þvílíkum
sökum. Þetta er bæði af því, að
sumum valdamestu mönnum
flokksins hefur lærzt það, að lifa
á misfellunum og spillingunni, og
svo er þessi háttur að komast í
vana fyrir flokknum.
En þrátt fyrir allt er það trú
mínv að loks sé að því komið, að
þó að freista eigi Eysteins enn
með sykruðu skyri og rjórna, muni
hann ýta frá sér báðum hönd-
um og biðja nú urn undanrennu.
Eg trúi því staðfastlega, að hans
náttúrlega heilbrigði muni bjóða
honum það með þvíliku valdi, að
undan þvi verði ekki komizt. Eg
trúi því, að það leiði ekki aðeins
til þess, að Eysteini verði fyrir-
gefið, af þvi að hann verði skil-
inn, heldur verði það upphaf að
betri líðan hans og betri heilsu.
Ef til vill er þessi trú'min eins og
svo oft vill verða um mannlega
trú, sprottin upp af of mikilli trú
minin á mönnunum og af ósk
minni. Eg óska nefnilega Eysteini
alls hins bezta, síðan viö urðurn
samnátta á Geithellum og eg skildi
hann.
A. S.
beldisstefnu, án þess að bugast af
hefndum eða hótunum.
En samtímis því, sem þessar og
þvílikar ógnir ganga yfir norsku
þjóðina og þó einkum framvarð-
ailið hennar í hinni sósíalistisku
verkalýðshreyfingu, berast oss á
öldum ljósvakans frá útbreiðslu-
stöðvum siðleysingjanna i Berlín,
raddir af vörum rnanna eins og
finnska sósíal-demokratans Tann-
ers, er túlka hina sviksamlegu og
ógeðslegu hernaðarárás þýzku
nazistanna á sovétríkin sem frelsis-
lraráttu Evrópuþjóðanna gegn
kommúnismanum (í reyndinni
sósíalismanum og lýðræði og
frelsi). Með þessu afsakar Tanner
það, að hann berst nú við hlið
nazismans undir forustu Adolfs
Hitlers gegn rússnesku þjóðinni.
Á sama tíma og stríðsbræður
Tanners varpa hverri þjóðinni á
fætur annarri undir blóðugan ógn-
arhramm nazismans og svipta þá
menn lífi, sem hvorki vilja lúta
stjórn villimennskunnar né svikja
lífsskoðun sína og föðurland, bá-
súnar hann um frelsisbaráttu Hitl-
ers í hávaöasömum kór með föð-
urlandssvikurum hinna sárþjáðu
og undirokuðu Evrópulanda. Svo
langt er þessi gamli sósíal-demo-
krati leiddur frá lífsskoðunum
heilbrigðra alþýðusamtaka, að
hann ekki einungis berst við hlið
blóðugustu kúgunarafla nútímans,
helur reynir einnig með haturs-
fullum fordæmingarorðum um
Rússa, sterkustu frjálsu þjóðina á
meginlandinu, að veita hinum sið-
lausu öflum siðferðilegan styrk í
glæpsamlegri árás þeirra á Rúss-
land. Og til slíkrar þjónustu býð-
ur hann sig, eftir að Bretar, Rúss-
ar og allar aðrar þjóðir veraldar
eru búnar aö læra það af dýr-
keyptri reynslu, að orðum nazista
er aldrei hægt að treysta, að þeir
eru í öllum viðskiptum á lægra
siðferðisstigi en villtir stigamanna-
t’lokkar fortiðarinnar.
En ávarp Tanners, sem þýzka
útvarpið birti hátíðlega, sem eins-
konar siðferðisvottorð fyrir stríði
siðleysingjanna gegn Rússum, gef-
ur nokkurt efni til umhugsunar um
ýmsa þá gömlu leiðtoga í heimi
lýðræðisins, sem á reynslunnar
stund hafa brugðist trúnaði við
lifstrú þjóða sinna og fólki og
gengið á hönd ofbeldis, þess óvin-
ar alls mannkyns, sem Roosevelt
forseti Bandaríkjanna sagði um í
síðustu ræðu sinni:
„Óvinur okkar, sem reynir að
ná yfirráðum í heiminum, er óvin-
ur allra laga, alls siðferðis, allrar
mannúðar og allra trúarbragða.
Við segjum við þeSs heimsyfir-
drottnara: Þið eruð að leitast við
að steypa börnum okkar og barna-
börnum í þrældóm.“
Bandamenn þessa heimsóvinar,
sem svikið hafa trúnað verkalýðs-
samtakanna,. og frelsisbaráttu
þjóðanna á örlagaríkri hættustund
geta aldrei aftur vænzt trúnaðar
fólksins. Þeir eru orðnir vogrek á
fjörum villimennskunnar, táknandi
fyrir þau sollnu mein, er lagt hafa
heilar þjóðir að velli í núverandi
átÖkuni um framtíð þjóðanna.
Það er eins og margir þessara
vandræðamanná hafi aldrei átt
aðra hugsjón en þá, að koma sjálf-
um sér vel fyrir með aðstoö fólks-
ins, síðan hafi þeir byrjaö að halda
niður brekkuna og láta æ betur að
hinum drottnandi stefnum. A slík-
um flótta undan félögum sínum
og fortíð hljóta slikir menn að
l’inna til nokkurs sársauka innra
með sér, meðan þeir eru sér þess
enn meðvitandi, að þeir eru að
svíkja stefnu félaga sinna. Ekki
er óliklegt, að slíkur sársauki valdi
því, að oft leita þessir menn að
einhverri afsökun fyrir sinnaskipt-
unum og kvaldir af meðvitundinni
urn svikin viö gamla samstarfs-
menn vekja þeir upp grýlur sér til
hlífðar og afsökunar. Grýla Tann-
ers er kommúnisminn. Það er
hann, sem á að réttlæta öll svikin
við finnsku verkalýðshreyfinguna
og meira en það. Kommúnisminn
á einnig að réttlæta það, að Tann-
er velur sér samstöðu með þýzka
nazismanum og hyggst undir
merki hans að gera finnsku þjóð-
ina frjálsa og örugga!!
Það er lærdómsríkt fyrir oss ís-
lendinga aö bera menn eins og
Tanner og aðra uppgjafaleiðtoga
verkalýðsins, senr orðnir eru
bandamenn nazismans, saman við
hetjur norsku alþýðusamtakanna,
sem fremur en að afsala sér heiðri
sínum, fórna lífinu í baráttunni við
hið siðlausa ofbeldi nazista. Frelsi
og sæmd þjóðar þeirra um langa
framtíð er þeim meira virði en líf-
ið sjálft. Þess vegna skal þaö
fremur lagt í sölurnar en að mis-
nota það i þjónustu við ofbeldi
framandi hersveita, er ógna frelsi
föðurlandsins. Af nöfnum þeirra
Viggo Hansteen og Vikström, sem
líflátnir hafa verið vegna trú-
mennsku við skyldur sínar og hug-
sjónir, mun ávallt stafa miklum
ljóma á veg norsku þjóðarinnar um
alla framtíð. Minning þeirra mun
ennfremur um ókomnar aldir
styrkja frelsisbaráttu allra undir-
okaðra þjóða, einmitt af því að
þeir kusu fremur að láta lífið en
réttinn til þess að þjóna málstað
þjóðar sinnar. En hinir, sem á yí-
irstandandi örlagatimum, er bar-
áttan stendur um líf eða dauða,
menningu eða siðleysi, frelsi eða
kúgun, leigja sig undir áraburð
ofbeldisstefnunnar og afsaka þá
þjónustu með nazistiskum blekk-
inguni, munu frjálsar þjóðir fram-
tíðarinnar varpa í yztu myrkur ei-
lífrar fyrirlitningar og smánar. —
Það má ef til vill afsaka Tanner
hinn finnska með því, að aðstaða
hans í átökum Þjóðverja og Rússa
er næsta örðug og honum sé varn-
að' sjálfræðis i landi sínu, vegna
ofrikis nazista. En karlmennsku-
leg er afstaða hans samt ekki, og
það er þegar ljóst orðið, að naz-
istar munu nota afstöðu hans til
þjónustu við stríðsmarkmið sín.
Það eu glæsileg örlög, fagurt
vitni um goðborna tign mannsins,
að deyja fyrir sannfæringu sína
og sæmd, en hitt eru hræðileg ör-
lög, sorglegt vitni um ítök Satans
í mannlífinu, er menn kaupa sér
lif úr hendi óvinarins með afsali
allra þeirra dyggða, sem réttur
manna til að heita synir föðurlands
síns byggist á. Slíkir menn sleppa
ekki við dauðadóm lögmálsins. En
norsku hetjurnar, sem villimennsk-
an hefur dæmt til fangelsis og
dauða 'munu lifa meðan frjálst
mannkyn er til á jörðunni.
Ungir íslendingar! Hvora met-
ið þið meira: hetjurnar, sem falla
með sæmd, eða hina, sem kaupa
sér lif og stundargengi með því að
svíkja sæmd og hagsmuni bræðra
sinna, er þjást undir blóðhrammi
ofbeldisins ?
Úr svari ykkar má lesa fram-
tiöarörlög íslenzku þjóðarinar.
Á. Á.
Aths.
■p KKI vill ritstj. Nýs lands nema
“ um sumt taka undir þessa
ádeilu Á. A. á Tanner. Fyrst er
það af þvi, að ævinlega er vafa-
samt, að deila á annarra þjóða
menn fyrir ávörp, sem þeir kunna
að gera við önnur viðhorf en við
okkur blasa, og það ávörp, sem
ekki er að treysta að okkur séu
rétt flutt. Þetta er jafn rangt og
trúa betur óþekktum leiðtogum við
óþekkt skilyrði en sjálfs sín hugs-
un og nálægra granna. Það er með
öðrum orðum jafnrangt að deila á
persónu og persónulega afstöðu
Mr. Oliver Lodge og fullyrða að:
„annar eins maður og Oliver Lodge
fer ekki irteð neina lýgi.“
Það er heldur ekki hægt að tala
um Tanner sem einhverja and-
stæðu Hansteens og Vikströms.
Hann eins og þeir berst gegn því
ofbeldi, sem þjóð hans og hennar
mál hefur átt að beita, og hann
mun skilja það ofbeldi eins og þeir.
Ofbeldi nazisma og kommúnisma
er eitt og hið sama, þegar á varn-
arlitlar smáþjóðir er ráðizt blóð-
ugum vopnum, til þess eins að
bæta hugsanlega hernaðaraöstöðu,
og raunar skilur þá ekki kommún-
ista og nazista annað en nafnið eitt