Nýtt land - 26.09.1941, Blaðsíða 4

Nýtt land - 26.09.1941, Blaðsíða 4
NÝTT LAND Föstudaginn 26. september 1941. I fáum oröum. Jónas Jónsson < og Gunnar Gunnarsson. TÓNAS JÓNSSON og Gunnar J Gunnarsson eru gamlir skóla- bræöur og fornvinir. Sú forna vin- átta leiddi Gunnar til þess, þegar hánn ritaði sögu „Sögueyjarinn- ar“ fyrir Dani og aðrar Norður- landaþjóðir, að gera hlut Jónasar helzti mikinn í síðari tíma sögu íslendinga, og geta þess eins um margt hið markverðasta í þeirri 1 sögu, er ekki kom Jónasi við, að hann hlypi yfir það. Þetta hitaði enn ást Jónasar á Gunnari og leiddi til misskilnings, sem síðar hefur komið óþægilega frant. Þegar Gunnar kom hingað heim, vildi Jónas sýna, honum þá sérstöku hylli og þann sérstaka vinargreiða, að níðast á öðrum rithöfundum og taka af þeim opinberar styrkveit- ingar handa Gunnari, og hreykja honum upp íyrir þá á óviður- kvæmilegan hátt á opinberu færi.' En Gunnar hafði ekki smekk fyrir þvílíka ástleitni. Hann tók boði' annarra manna og einlægari um útgáfu á ritum sínum. Þes^a rnenn hefur Jónas siðan kallað kommún- ista. Fyrst reyndi liann þó að semja við þá, um að hann fengi yfirráð yfir útgáfu á ritum Gunn- ars. Hóf hann málaleitun þessa með svofelldum orðum: „Haldið þiö ekki, að þið vilduð lofa mér að eiga Gt\nnar, fyrst þið eigið Lax- ness. Mér finnst það nóg handa ykkur.“ Málaleituninni var synj- að. Síðan hefur það verið helzt skemmtun Jónasar, að lækka skáldstyrk Gunnars, gera lítið úr honum sem manni og skáldi, og spilla fyrir útgáfu á ritum hans. Nýtízku auglýsingar. ER í blaðinu hefur áður verið gerð nokkur grein fyrir aug- lýsingunt kommúnista á Out of the night, og er blaðinu kunnugí, að þær auglýsingar hafa verið mjög þakksamlega þegnar af út- gefanda bókarinnar. Nú hefur Jónas Jónsson vandlega fetað í fótspor þeirra með grein í Tím- anum, er hann kallar Bók handa dónum, og er um einhverja bók, sem hann 'segir að kaupsýslumað- ur, sem standi að Þjóðólfi, ætli að gefa út. Síðan þessi grein kom út, hefur svo brugðið við, að eng- inn þeirra rnanna, er Tíminn hefur orðað við Þjóðólf, hefur að þeirra sjálfra sögn nokkurn frið haft fyr- ir eftirspurn eftir bókinni. Jónas segir í grein sinni, að upp- lag bókar þessarar eigi að vera 250, selja eigi hvert eintak á 100 krónur og hreinn ágóði muni verða 18000 krónur. Eftir að grein Jón- asar kom, telja menn að óhætt muni vera að gefa út af bókinni 500 eintök, selja hvert eintak á 200 krónur, og muni ágóðinn verða að minnsta kosti 90000 krónur. Ekki er bráðónýtt að fá góða menn til þess að auglýsa fyrir sig, og er Jónas ennþá betri til þess en kommúnistar. En hugarfars- skyldleiki hans og þeirra er auð- sær af blaðagreinum beggja, og sama er ástin á frelsinu og siðgæð- inu, þó að Jónas vilji nú í sínum skrifum mála brezkt leó á sinn hreina skjöld, þar sem kommún- istar mála rússneskt. , Enn um „uppbyggingu" kommúnista. INHVER smáskrítinn komm-, únisti er tekinn að skrifast á við mig urn „uppbyggingu“ og ís- Um slíkt eigum við ekki að láta það villa okkur sýn, hvort við sjálf- ir óskum Rússum og þeirra banda- inönnum eða Þjóðverjum og þeirra bandamönnum sigurs i þessari styrjöld. Það er að vísu ef til viil afsakanlegt, að við reynum að af- saka ofbeldið sjálft fyrir oss sjálf- um og öðrum, ef við trúum því, að það sé nauðsynlegt fyrir sigur þess, er við óskum sigurs. En hitt er of langt gengið, að við deilum hart á þá, sem gegn ofbeldinu rísa, þegar það fellur yfir þá sem fjall- skriða. lenzkt mál í Nýju dagblaði. Virð- ingarvert við hann er það, að hann vill vera álitinn heiðarlegur maður. Tvennt er til marks um : Annað er það, að hann vill ekki láta nafns síns getið. Hitt er það, að þegar honuni hefur verið bent á, að hann hafi tilfært rangt orð það, sem öll hans umræða er af sprottin: „upp- bygging“ i staðinn fyrir „uppbygg- ingarstarf“, þá segir hann: „Ekki er hægt að fallast á, að rangt eða óheiðarlega hafi verið tilfært, því að „uppbygging“ er hvorki verri né bptri íslenzka eða „uppbygg- ingarstarf". Ekki hefði hann kostað til þvilikra mótmæla, ef hann hefði ekki haft einhverja hugmynd um, að það væri ljótt að vera óheiðarlegur, og að það væri óheiðarlegt að tilfæra rangt. Hitt er annað mál, hvort fyllilega er hægt að taka til greina þenna rök- stuðning hans fyrir heiðarleika hans. En þetta, að hann langar til að vera álitinn heiðarlegur, hefur vakið hjá mér þann áhuga á hon- um, að eg býð honum svofelld boð: Fyrir það. að hann láti mig vita, hver hann er — auðvitað gegn strangasta þagnarheiti — skal eg kenna honum auðvelt. ráð til að komast hjá að nota orðið „upp- bygging“. Til þess að þessi málkunningi minn verði ekki vonsvikinn, skal eg taka það fram, að eg „luma“ ekki á neinum leyndardómum um þetta efni fyrir íslenzkan almenning, þó að það séu ef til vill leyndardómar fyrir kommúnista, af ástæðum, sem eg hef áður tilgreint í þessum viðræðum. Til þess að vera alveg hreinskiptinn við þenna málkunn- ingja rninn, skal eg taka það fram, að eg gríp til þessa ráðs „í þeim tilgangi að veiða það upp úr hon- um“ hver hann er, í staðinn fyrir það, að hann „veiði upp úr“ mér hversdagsleg íslenzk orð. Þetta ætti raunar að geta borgað sig fyrir hann, því að af því, sem hann seg- ir, má helzt ráða það, að „ýmsir kommúnistar hafi uppgötvað það jafnvel á undan Arnóri, að „upp- bygging“ sé ekki gott orð, þó að þeim — — hafi orðjð það á, að nota það.“ Orð, sem hér eru felld niður úr tilfærðri klausu, „sem honum“, eru hinsvegar byggð á misskilningi, eða jafnvel óheiðar- leika í málfærslu, því að ef þessi málkunningi minn vill muna það, sem á undan er gengið, þá hófst viðræða okkar út af þvi, að eg hermdi orðið „uppbyggingarstarf“ eftir kommúnistum, en hann vildi íullyrða, að eg hefði lært orðið „uppbygging“ af íslenzkum kirkju- feðrum, án þess að hann hafi nokk- urn stað fært fyrir því, að eg not- aði orðið, eða hafi kunnað það áð- ur en þessi umræða hófst. Það er alger misskilningur hjá þessum nafnlausa málkunningja mínum, að mér hafi nokkur ertni orðið að fyrri smáklausu hans. Eg skoða þessar viðræður okkar ekki eins og hann, sem orðahnippingar, heldur sem góðlátlegt gamanhjal, sem mér finnst þó, í einlægni sagt, að þessi málkunningi minn hafi tæplega nógu mikið vald á til þess að það sé verulega skemmtilegt. Það er og misskilningur, að eg sé með minu hjali að „berja í brest- ina“ fyrir mér. Þó að mér sé það ljóst, að meðferð minni á íslenzku máli sé ábótavant, ef almennt er á litið, þá veit eg ekki betur en að eg sé algerlega saklaus í þessu ,,uppbyggingar“skrafi, nema ef það hefur verið ljótt, að minna kommúnista á „uppbyggingar- starfs“skraf þeirra, um leið Qg sagt var frá eyðingunni miklu i Rúss- landi, og á því hef eg nú þegar beðizt fyrirgefningar. xíoí xiotiíií sooaot xío; 8TIMPLAR FELAG8PRENT8MIÐJDNNAR BEZTIR HSOOÍiOOíÍCOOOOtÍOOÍiCOíSOÖOtSOOf Seyðisfjarðar kaupstaður. Frh. af 1. siðu. byggður upp af sjávarafla og verzlun, og vegna allra aðstæðna verður að gera ráð fyrir þessuin at- •vinnuvegum, ef bærinn á að eiga eðlilega framtíð. Sumir kunna að ímynda sér, að nú sé tækifæri til þess fyrir Seyðisfjarðarbæ, að íagfæra fjárhag sinn aö verulegu leyti; nú hafi „ástandið" fært hon- um gull í greip. En mjög er fjarri að svo sé. Bæinn skortir til þess þá atvinnuvegi, sem honum eru eðlilegastir og fullnægt geta at- vinnuþörf bæjarbúa til frambúðar. Atvinna á vegum brezka setuliðsins. wTVINNA verkamanna á Seyð- ** isfirði er nú aöallega á vegum brezka setuliðsins. Slík atvinna er þó væntanlega ekki til frambúðar. En um stund hefir vinnan hjá Bretum fullnægt natiðsynlegustu þörfum flestra verkamanna. Mun því þungi þeirrar framfærslu, er hvíldi á bæjarfélaginu áður vegna langvarandi atvinnuleysis hafa létzt að miklurn mun og öll óeðli- j leg bæjarþyngsli horfið að ftillu. , Gjaldþol bæjarbúa að öðru leyti j hefur þó ekki aukizt svo, að á því j •verði byggð veruleg viðreisn til frambúðar. Ríki og bankar þurfa að styrkja nýjar atvinnuframkvæmdir á Austfjörðum. Tj EIR, sem mestu ráða unt lög- ■“* gjöf og stjórnarframkvæmdir ættu að leggja sig fram um það og beita áhrifum sínum til þess að eðlilegum hluta af útlánum bankanna sé veitt til þess að byggja upp og styrkja þá at- vinnuvegi, er bezt kunna að hæfa lífsþörfum Austfjarðakauptún- anna. Efast eg ekki um það, að slíkt væri þjóðhollara, heldur en að binda mikið fé eins og nú í ófrjóa iðju nýríkra og oft misvitra brask- ara í Reykjavik. Án lífrænna framkvæmda i tengslum við örugga atvinnuvegi er ekki unnt að líta björtum aug- um til framtíðarinnar á Austfjörð- um, fremur en annarsstaöar. Þeg- ar hið opinbera þarf að hjálpa bæj- arfélögum, er lent hafa í fjárþröng vegna langvarandi atvinnuleysis, á sú steína að ráða öllurn aðgerð- unt, sem rniðar að því, að styrkja atvinnuvegina og hefja nýsköpun í atvinnulífinu, þar sem gamlar at- vinnugreinar hafa úrelzt eða aðr- ar sýnast heppilegri. Fé það, sem ríkið kann að leggja fram til stuðnings fátækum bæjarfélögum, verður því aðeins annað en eyðslu- eyrir og stundarúrbót, að þvi sé varið tií hagnýtra framkvæmda. Fólksfækkunin á Austfjörðum. wrOKKUÐ GLÖGGT DÆMI um atvinnuleysisörðugleikana í kauptúnum eystra síðustu árin er það, að Seyðisfjörður og Neskaup- staður í Norðfirði eru einu kaup- staðirnir á landinu, þar sem fólki hefur fækkað á árinti 1940. Og fólkið, sem á síðustu árum hefur flutt úr þessum bæjum, er yfirleitt á bezta aldri. Hlutfallstala barna og gamalmenna hækkar því að sama ,skapi sem fólki á mann- dómsaldri fækkar. Má því vel sjá, að nieð útstreymi yngsta Og oft- ast dugmesta fólksins stefnir til upplausnar í þessum bæjum, ef ekkert raunhæft er að gert. Gjald- endurnir hverfa á brott, en eftir verða þeir, sem vegna aldurs, fá- tæktar eða annarra ástæðna þurfa hjálpar og ýmislegrar aðstoðar samfélagsins. Það verður því að hraða framkvæmdum, sem stefna að því, að tryggja íbúum Aust- fjarða aðstoð til þess að þeir geti hagnýtt sér þá margfvíslegu lífs- möguleika, sem óneitanlega eru til á Austurlandi og til þess að unga fólkið, sem þar vex upp, þurfi ekki að flýja átthaga sina, vegna verk- efnaskorts. Á Austurlandi eru mörg þau skilyrði frá náttúrunna’- hendi, er lofa miklum lífsmögu- leikum, ef nokkru fjármagni væri beint til þess a.ð hagnýta þá. Iðnaðarskilyrði eru góð á Seyðisfirði. fc SEYÐISFIRÐI eru t. d. að ýmsu leyti góð skilyröi fyrir iðnaðarframleiðslu í tiltöluleg'a stórum stíl. Þar er vatnsorka næg til tramleiðslu rafmagns í allstór- um stil og einhver bezta höfn landsins. Bæjarstjórnin á Seyöis- firði hefur á síðustu árum hugsað nokkuð um það, hvað líklegast væri til nokkurrar íramtíðarlausn- ar á atvinnumálum bæjarins. Munu flestir, sem kunnugir eru staðhátt- um og aðstöðu á Seyðisfirði, telja víst, að verksmiðjuiðnaður hefði verulega möguleika til að þrífast þar vel. En til þess að koma hon- um af stað þarf allmikið fjármagn. Væri fullkomin ástæða til þess nú, er vel árar i fjármálalífi landsins, að því er fljótlega virðist, að veita nokkurt fé til þess að gera alvar- legar tilraunir til bættra afkomu- skilyrða á Austfjörðum. Væri lika ekki nema sanngjarnt og beinlínis hagsmunamál þjóðarinnar allrar, að rikið og lánsstofnanir landsins sýndu það með virkri aðstoð í því efni, að hið opinbera kynni að meta þann vilja til sjálfsbjargar, sem fram hefur komið hjá Aust- firðingum á erfiðum tímum og sem Seyðfirðingar hafa m. a. sýnt með myndarlegum ræktunarfram- kvæmdum við örðug fjárhagsleg skilyrði. Slík velviljuð afstaða ríkísvaldsins til viöreisnar Austur- landi yrði farsælli en sú afstaða, er örlað hefur á hjá einstökum stjórnmálamönnum, að réttast væri að flytja alla byggð þaðan. Þeir, sem þekkja Austurland og þau lífsskilyrði, sem þar eru, sé að þeim hlúð, munu sammála um, aö slík afstaða til mikilla vandamála í heiluni landsfjórðungi sé bæði ómerk og ábyrgðarlaus, enda verð- i,ir ekki séð, að aðrir landshlutar séu við því búnir, að taka við öllu fólki af Austfjörðum og tryggja því sæmilega afkomu. Árni Ágústsson. Tilkynning. Kaup Dagsbrúnarmanna í október: I dagvinnu ...... kr. 2.41 á klst. I eftirvinnu .... — 3.57 á klst. í nætur- og belgidagav. — 4.48 á ldst. í katla- og boxavinnu: Dagvinna ...... kr. 4.15 á klst. Eftirvinna ....— 6.14 á klst. Næturvinna ....— 7.72 á klst. STJÓRNIN. V.. ern Riílarnir dýrir ogr oft ókleift að fa aðgferð a bllnnum ef einlnerjar eru. Þessvegrna er nauðsynlegft að vantla sem mest til þeirrar smurninosolíu sem vélin ]arfna§t. \otið þvi aðeins liinar lieinisfræg^u Gargoyle Mobil Oil. OLÍUVERZLU\ ÍNLMD^ H.F. Aðalsalar á íslandi fyrir V. O. & Co.

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/387

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.