Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 19

Skírnir - 01.12.1917, Page 19
íSkírnir] Trúarhugtakið. 353 um að öðlast hjálpræðið, sem maðurinn hefir fest von sina á, sem aftur er sama sem traust til Guðs um uppfyllingu hjálpræðisvonanna. — Hitt atriðið er sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá o: sannfæring um veruleika hins andlega og eilífa,, sem menn hvorki geta séð né þreifað á. Hér sjáum vér að v o n i n er komin inn í trúarhug- takið. Þetta skilst vel, þegar athugað er ástandið, er þeir menn lifðu undir, sem bréfið var ætlað. Ofsóknir höfðu geisað og nýjar þrengingar voru í vændum (10, 32 n.; 13, 7). Sennilega átti söfnuðurinn líka við villukenningar að stríða. Allar þessar raunir höfðu truflað djörfung margra og sljóleiki (5, 11) og áhugaleysi var farið að gjöra vart við sig. Margir voru farnir að þreytast og hættan fyrir dyrum, að sumir myndu »falla frá lifanda Guði«, eins og komist er að orði í 3. kap. bréfsins (12. v.). Þegar svona stóð á, reið á að hvetja menn til djörfungar og þolinmæði. Það reið á að styrkja trúna í hjörtum lesendanna, svo þeir frá henni mættu fá kraft til að þola og þreyja. Og það er trúin sem sannfæring um uppfyll- ingu hjálpræðisvonanna sem á að vera aflið í lífi manna þátimans, eins og trúin hafði verið i lífi guðsmanna gamla sáttmálans. A þessu sést, að höfundur skoðar trú manna undir gamla og nýja sáttmálanum eins i eðli sínu. Guðsmenn t. eru að því einu ólíkir trúmönnum g. t., að þeir hafa Þegar séð mörg af fyrirheitunum rætast. En Messíasar- ^jálpræðið höfðu hvorugir þó öðlast, heldur var þar jafnt fyrir alla um andlag trúarinnar að ræða (11, 39 n.). Hið sérkristilega við trúna kemur hér ekki fram. Hjá Páli er Kristur og hjálpræði hans andlag trúarinnar, í Hebr. er talað um Jesú sem höfund og íullkomnara trúarinnar (12, 2). Hann er þar talinn æðsta fyrirmynd i trúnni. Hann er bezta dæmið upp á fullkomna trú, þvi vegna 'Húar sinnar gat hann þolað og liðið alt. Dæmin í Hebr. og ýms ummæli sýna oss, að höfund- 23

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.