Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 61

Skírnir - 01.12.1917, Page 61
'Skirnir] Þjóðfélag og þegn. 395 vex jöfnum skrefum við allar framfarir í landinu; innheimta yrði einföld og því ódýr; útgjöldin ‘bein o. s. frv., og síðast en ekki sízt byggist liann á þeirri grundvaliarreglu að opinber gjöld sé borin í beinu ■ hlutfalli við þau hlunnindi, sem þjóðfélagsskipulagið lætur ! hverjum einum þegni í té. — Það sem þó í fljótu bragði ’ kynni að mæla mest með slíkum skatti hjá almenningi er 1 það, að hann þurfa að borga hvort sem er allir þeir, sem eigi búa á eigin landi eða lóð, og þá ætti þeim að vera hugþekkara að vita afgjaldið koma til almennra þarfa en til einstakra manna, því fremur sem það yrði til að létta öðrum skattabyrðum af þeim að meira eða minna leyti. Nú er þegar hafið nýtt fasteignamat hér á landi, og verði það gert eftir þeim fyrirmælum, sem lögin setja, : gefur það nokkra hugmynd um hið hreina, f é 1 a g s- myndaða landverð hér á landi. Að svo komnu máli verða engar getur að því leiddar hve mikinn liöfuðstól ■þjóðfélagið á þar, en lítill vafi er á því, að væri tekin af i hcnum full leiga, drægi hún langt upp á móti þeim tekj- um, sem hinar beinu álögur i landssjóð hafa gefið und- aníarið og sá höfuðstóll, og leigan með, yxi dagvöxtum jafnhliða bættum bjargræðisvegum landsmanna, án þess þó að leggja óeðlileg höft á framtak og atorku. Því mun verða kastað fram, að yrði þannig tekinn skattur aðaltekjustofn landssjóðs, væri þeim »monopolum« hlíft, sem rót sína eiga í auðsafni og viðskiftaskrúfum. -Á-ður hefir verið bent á hve fölsk þau geta reynst sem skattstofn, en svo er þess að gæta, að hin ó b e i n u áhrif af landeignaskatti yrðu meðal annars þau, að peninga- landverð (grunnverðið) sérstaklega. — En þar sem það hetir verið gert í útlöndnm, hefir sú reynsla orðið samhljóöa, að það sé engum þeim örðugleikum bundið, sem hver starfhæf skattanefnd geti ekki yfirstigið. Sumstaðar hefir auk heldur slík skilgreining þótt greiða fyrir heildar- niatinu. I Danmörku stendur yfir fast eignamat á þessum grundvelli og á Englandi var það byrjað fyrir stríðið, en féll þá niður að sinni.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.