Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 71

Skírnir - 01.12.1917, Page 71
Skírnir] Stúlkan brjóstveika. 405- IV. Og eldur þessi óx því meir’ sem ástundun var beitt og kröftum til að kæfa hannf því kraftar tjóa ei neitt að bæla niður insta eld og ástum vísa á bug; það eyðileggur allan kjark og yfirlit og dug. En eins og gröfin þú varst þögl. Og þegar nóttin lá á eggi sinu: okkar jörð með yfirrjáfrin blá, þú áttir tal við mána mög, sem mjöllum yfir skein, og læddist inn um lítinn glugg, er lástu og vaktir ein. Og baðst hann um: að bera þig í bláinn — eitthvað langt, í líknarhendur lausuarans, sem læknar hjarta krankt. En fyrir mána flóka dró og faldi þinni sýn, — og lét í órækt Ijóra þinn — og lokuð sundin þín. En þó var stundum þér að vild hin þögla, dimma nótt, er augu gaf þér undra skygn, og ærinn vængja þrótt. — I vöku-leiðslu og drauma-dul þú dvaldir fyrir þér, er digurbarki drjúgum hraut og draumlaus velti sér.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.