Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1917, Síða 96

Skírnir - 01.12.1917, Síða 96
430 Kitfregnir. [Skirnir Þá koma í 3.—9. kaflanum langir útdrœttir úr sögunum: Eiríks- sögu rauða (Þorfinns s. Karlsefnis), Flóamannasögu (um Þorgils örrabeinsstjúp), Fóstbræðrasögu (um Þormóð Kolbrúnarskáld), Skáld-- Helga rímum, Auðunar þætti vestfirzka, Einars þætti Sokkasonar, Noregskonungasögum, annálum og ymsum öðrum heimildum með vönduðum athugasemdum og fróðlegum sk/ringum höfundarins um endalok bygðar norrænna manna á Grænlandi, fyrst í vestri - bygð (í lok 14. aldar) og löngu síðar í eystri bygð (í lok 15. aldar). Mun Björn Jórsalafari Einarsson hafa verið einna síðastur ís- lenzkra manna, er á þeim tímum dvaldist þar í landi, en það var á árunum 1385—87, og hlaut íslendingum því að vera vel kunnugt um, að frætidur þeirra á Grænlandi voru þá þegar orðnir lamaðir af 8amgönguleysi við önnur lönd og skorti á þeim efnum (járni, timbri o. s. frv.), er nauðsynleg voru til að geta lifað þar siðaðra manna lífi, og af kúgun klerkdómsins, er sölsað hafði undir sigr flestallar jarðeignir landsmanna; þar á ofan áttu þeir, er hór var komið, í vök að verjast fyrir Skrælingjum, er þegar á öndverðri 14. öld tóku að nálgast bygðirnar og gera þeim skráveifur á ýmsa lund, svo að þar af reis fullur fjandskapur milli þjóðflokkanna, en Skræl- ingjar stóðu betur að vígi að því leyti, að þeir höfðu algerlega samið sig eftir landsins háttum og kunnu því betur að bjargast af eignum ramleik. Er hörmulegt til þess að vita, að Islendingum var þá þegar svo þorrin dáð og drengskapur, að þeir hirtu eigi um að veita frændum síuum þá hjálp, er þeir þörfnuðust, og Noregskon- ungar gleymdu skyldum sínum, en sintu því að eins að ná skött- unum, er færi gafst. Þá er í 10. kaflanum lýsing á hinum fornu bygðuro á Grænlandi, bæjarústum þeim, er rannsakaðar hafa verið, og minjum þeim, er þar hafa fundist, svo og atvinnuvegum lands- manna, háttum og kjórum. I 11. kaflanum er að síðustu skýr og skilmerkileg staðlýsing Grænlands að fornu og nýju eftir fornum ritum (þar á meðal Grænlandslýsing ívars Bárðarsonar frá síðari' hluta 14. aldar) og nýjum rannsóknum. í bókinni er fjöldi mynda af stöðum og mannvirkjum, svo og vönduð kort, er sýna meðal annars öll forn bæjastæði, þau er til þessa hafa fundist, og að uáttúrufegurð er þar mikilfengleg og afar breytileg. Yór höfum að vísu áður átt kost góðra rita um Grænland, svo sem eru hin merkilegu ritsöfu »Antiquitates Americanae« (Kh. 1845) og »Grönl. hist. Mindesmærker« (Kh. 1838—45), enn fremur stuttorð saga og lýsing landsins eftir þá F. Jónsson og Helga Pétursson (Kh. 1899), en bók sú, er hór hefir verið getið að nokk- uru, á skilið að vera lesin og hlýtur að verða vel þegin af öllum þeim, er um þetta fagurnefnda land við norðurhjarra heims vilja fræðast, sérst.aklega þeim, er hyggja á landnám þar að nýju, svO' sem til orða hefir komið. Pálmi Pálsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.