1. maí - Siglufirði - 01.05.1929, Blaðsíða 2
í. MAÍ
okkar í öðruni löndum hafa unnið, ogsýna
að framvegis verðum við ekki eftirbátar
þeirra. Minnist þess, að í föðurlandi hins
byltingasinnaða verkalýðs um allan heim —
Ráðstjórnar — Rússlandi — hefir verkalýð-
urinn, nú þegar, ekki nema 6 tíma vinnu-
dag, við erfiðisvinnu og 7 tíma við alla
aðra vinnu, þar að auki ótal hlunnindi,
sem verkalýðurinn getur því aðeins öðlast,
að hann sjálfur taki ríkisvaldið í sínar hendur.
Fetum því í fótspor stjettarbræðra okkar
og gerum samtök vor órjúfandi og berj-
umst þar til yfir líkur.
Siglfirskur verkalýður! Haldið hátíðleg-
an ^ina frídaginn; sem verkalýður allra
landa a sameiginlegan og hefir tekið sjer
sjálfur, og rinnið ekki 1. maí.
Allir verk'xmenn og verkakonur, inn í
verkalýðsfjelögin!
Mætið öll á skemtun þeirri er verka-
lýðsfjelög Siglufjarðar halda 1. maí, og hjálp-
ið til þess að gera daginn sem gagnlegastan
fyrir verkalýðshreyfiiiguna.
Taxti
V erkamannaf jelags
Siglufjarðar.
Llndanfarin ár hefir kaupgjald verka-
manna hjer norðanlands verið mun lægra
en til dæmis í Reykjavík, þrátt fyrir það,
þótt vinnutímabilið hjer hafi verið miklu
styttra en þar syðra, sökum ólíks veðráttu-
fars og ólíkra atvinnuhátta. En með vaxandi
þekkingu og elfdum samtökum hefur verka-
lýður Siglufjarðar sjeð að kjör hans urðn
að batna og það að miklum mun til að
geta nokkurnveginn uppfylt þær kröfur, sem
samtaka verkalýður hlýtur að gera til sjálfs
síns. Pví meiri þroska sem samtökin ná
því hærri kröfur eru gerðar til handa hinni
vinnandi stjett.
Helsta nýmæli í kauptaxta þessum e r
hin mikla hækkun á helgidagakaupi og
lenging helgidagsins.
Lenging helgidagsins, samfara hærra
kaupi er hreint nýmæli í sögu íslenskrar
verkalýðsbaráttu. Pað má þó ekki vaxa í
augum verkalýðsins, því það er fyllilega
tími til komin að ryðja þá braut er bræður
okkar um allan mentaðan heim hafa þegai
gengið. Hjá þeim mörgum byrjar helgidag-
urinn kl. 1 á laugardögum og sumum seinna
eftir því hvað máttur samtakanna hefur
verið mikill. Oll nýmæli sem stuðla að
bættum hag verkalýðsins, mæta mótspyrnu
auðvalds og afturhalds. Svo mun og hjer
enda hefur komið í ljós að vinnu kaupend-
ur líta þetta atriði kauptaxtans íllu auga,
en verkalýðurinn er svo vanur afturhaldi
íhaldsins að hann hefur lært að láta það
ekki hafa áhrif á stjettakröfur sínar því
verkalýðurinn hjer sem annarstaðar hefur
engu að tapa enn alt að vinna. Sigl-
firskur verkalýðar mun ótrauður leggja út
í baráttuna og brjóta ísinn fyrir stjettabræð-
ur sína. Siglfirskur verkalýður! Dagurinn í
dag er verkalýðsins: I dag gengur í gyldi
kauptaxti okkar. Hann er að eins lítill hluti
þess rjettar sem við hljótum að krefjast af
yfirráðastjettunum. Pess vegna verður þess
krafist af hverjum einasta verkamanni að
hann reynist stjett sinni trúr og haldi fast
við kröfur sínar.
Enginn verkamaður má byrja vinnu
undir þessum taxta. Hver sá sem svíkur
sjálfan sig og samtökinn, verður álitinn sem
vargur í vjeum. Vilji einhverjir atvinnurek-