1. maí - Siglufirði - 01.05.1929, Blaðsíða 3
1. MAÍ
endur ekki hlíðu kaupkröfum okkar ber
sjerhverjum verkamanni að tilkynna það
stjórn verkamannafjelagsins tafarlaust svo
hægt sje að gjöra nauðsynlegar ráðstafanir.
Pið verkamenn sem enn þá standið
utan verkalýðssamtakanna og hafið ekki
skilið þýðingu, þeirra standið ekki lengur
tvíræðir enn fylkið ykkur undir merki
stjettabaráttunnar við hlið stjettabræðra
ykkar því að öflugri sem samtök okkar eru
því fleiri lcröfum komum við ftam.
ÍJfi stjcttasamtök verkalýfsins ci Siglufirði!
Baráttan gegn
ófriðarhættunni.
Heimsófriðurinn 1914, kom hinum
Socialdemokratisku flokkum mjög á óvart,
að því er virtist. Feir höfðu skrifað og skrafað
um ófriðarhætuna, hafið kröfugöngur til
mótmæla, samþykt tillögur o' s. frv. — en
ekki gert neinar þær ráðstafanir er að haldi
gætu komið til þess, að afstýra styrjöldinni.
Pessvegna hopuðu foringjarn'r á hæl er til
kastanna kom, gerðust talsmenn ófriðarins
og sviku þannig gjörsamlega verkalýðinn og
afhjúpuðu sjálfa sig sem smáborgara og
„föðurlandsvini“. Töldu þeir verkalýðnum
trú um að þeim bæri skylda til að berjast
„fyrir föðurlandið", í staðinn fyrir að sýna
honum fram á hið rjetta innihald og tilgang
ófriðarins — baráttu stórveldanna um mark-
aði. Nokkrir verkalýðsfulltrúar reyndust þó
verkalýðnum trúir, og gerðu alt sem unt var
til þess, að opna augu hans fyrir hinum
rjetta — glæpsamlega — tilgangi ófriðarins.
Pessir raenn vora kommúnistarnir í rúss-
neska þinginu (dumunni), þýsku kommún-
istarnir með Liebknecht og Luxemburg í
broddi fylkingar o. fl.
Eftir heimstyrjöldina hrópuðu „friðar-
vinirnir", sem áður höfðu verið málsvarar
ófriðarins að þetta væri „síðasta stríðið" og
stofnuðu síðan „Pjóðbandalagið". tilþessað
„varðveita friðin“ í heiminum. Pjóðbanda-
lagið hefir nú sýnt hve það er gjörsamlega
máttlaust og tilgangslaust og ekki stofnað í
öðrum tilgangi en að þyrla upp ryki í augu
verkalýðsins um allan heim til þess að hylja
hina stórkostlegu vaxandi hervæðingu auð-
valdsríkjanna. Pað hafa verið stríð á hverju
ári, víðsvegar um heim, t. d. milli smáríkja
í Suður-Ameríku (Boliva — Paraque) og gat
Pjóðbandalagið ekki við ráðið, geta því allir
sjeð hvert gagn mundi að því, ef um stór-
veldaþrætu væri að ræða.
Prátt fyrir alt friðarskraf, þá hervæðast
nú stórveldin meir en nokkuru sinni íyr,
ný hernaðartæki og nýjar eyðileggingarað-
ferðir eru fundnar upp og nægir þar að
benda á eiturgasið, hryllilegasta morðtækið
sem til er, en af því hafa verið uppfundnar
á annað þúsund tegundir síðan heimsstyrj-
öldinni lauk.
Parf engum getum að því að leiða hvert
stefnir, er menn athuga hagsmunaárekstur
stórveldanna um hráefni og nýja markaði,
en þar við bætist djúp það sem staðfest e
milli heimsauðvaldsins og ráðstjórnarlýð-
veldanna (Sovjet-Rússlands) eða m. ö. o.
öreiga annarsvegar og auðvaldsins hins-
vegar.
Socialdemokratarnir haga sjer nú á
sama hátt og þeir gerðu fyrir 1914, þeir
skrafa um frið en hjálpa borgaraflokknum
um atkvæði til herlána á sama tíma, og
gera engar varnarráðstafanir sem að gagni
geta komið gegn ófriði. Sýnir þetta hve