1. maí - Siglufirði - 01.05.1931, Qupperneq 4

1. maí - Siglufirði - 01.05.1931, Qupperneq 4
4 1. M A í Siglfirskir verklýðsmenn ogkonur! Pegar þið þurfið eitthvað að kaupa, þá skiftið við þá einu verslun í bænum, sem er ei£n verkalýðsins, en það er Kaup- fjelag Siglfirðinga. Treystið samtök ykkar á öllum sviðum. Rís af dvala, því 1. maí bendir ykkur á ykkar vitjunartíma, „er sveitin að landinu sólfagra snýr, þar sannleiki ríkir og jöfnuður býr, og syngur þar hósanna saman". Allt skal frjálst. Allt skal jafnt. Rjettan skerf sinn og skamt á hvert skaparans barn, alt frá vöggu að gröf. . . . Sjá múgin miljóna mergð, sem magnast við sjerhveria þraut, hans samtölc er sigursins sverð, hann sólfagra riður sjer braut. Sko, roðann í austri! Hann brýtur sjer braut! Fram bræðm! Rað dagar nú senn! Peir hæða vorn rjett, til að rísa frá þraut, vorn rjett, til að lifa’ eins og menn. Peir skamta’ okkur t'relsi; þeir slcamta’ okkur brauð. Hvað skóp þeirra drottnandi auð? Lifi J a f n a ð a r s t e f n a n um heim allan! Hún lifi! öfluga, á okkaf vinnu og þrældómi, Samtök lýðsins. grundvölluð á sócialismanum, eru fyrir löngu orð- in alþjóðleg — • alytirtæk bylting, sem birtist í huga okkar og verkum misjafnlega sterkt, er við beitum okkur í sameiningu gegn auðvald- ir.u og berjumst fyrir brauðinu og lífinu. Hinn lifandi þunga straum „ó- stlitinnar byltingar" megnar ekkert afturhald að stöðva, hið „lif- andi lík“ einstaklingsþjóðf jelagið, verður hvar sem er á hnettinum keyrt til þeirrar grafar sem það sjálft heíur grafið sjer, og þeg- ar hefir miskunarlaus leikur þess með líf fjöldans verið stöðvaður á sjötta hluta af yfirborði hnattarins. Dagurinn í dag er kröfudagur okkar, þær kröfur sem við berum fram í nafni rjettlætisins, skelfa all- ann auðvaldsheiminn og auka á ótta hanns með hverju ári; vegna þess að „1. maí” verður tilkomumeiri eftir þvi sem tíminn liður og aftur- haldið herðir meira á ferð sinni til grafarinnar reyrt við eiginhags- muna hjólatík sína. í dag mega fjelagar okkar viðast hvar um heiminn berjast við lög- reglu og her. I vesturálfu deyja daglega rúmlega 1000 verkamenn og börn úr hungri, meðan auð- mennirnir ráða yfir fullum korn- hlöðum, — í gamla heiminurn seðja hinir fátækustu hungrið með því er þeir finna í sorpílátum hinna kristnu borgara. íslenská þjóðin er ekki mann- mörg og fjödi okkar er hverfandi samanborjn við hungrandi lýð um- heimsins, eia liugsum okkur alla ís- lendinga tærða af eymd og leitandi að mygluðum brauðmolum eða rotn- andi matarleyfum í sorpkyrnum ein- hverrar stórborgárinnar. Krafa okkar er — þjóðfjelag mannúðar og rjettlætis, — þjóðfje- lag samvinnu og sameignar. Petta er krafa okkar í dag, en við vitum að hún verður ékki að virkileika í dag. Stjettabræður okkar úti í heimi eru hertari en við í hinni voðalegu baráttu við dauðann, eða auðvaldið, og þeir munu ná markinu fyr en við. Fyrir sigur þeirra í náinni fram- tíð mun okkur kleyft að byggja okkar litla þjóðfjelag upp á grund- velli socialismans. í dag fylkjum við okkur um dæg- urkröfurnar ekki í blindri „von” eða „trú" á sigrinum heldur með reynsluna að baki okkar, — Með þeim vopnum sem við höfum not- að hingað til, munum við fyrst um sinn ná ýmsum frekari hagsbótum. Verkföll og vinnustöðvanir hafa ver- ið hin einu vopn okkar og vonandi kemur ekki til þess, að við þurfum að berjast með morðvopnum við neína ríkislögreglu á næstunni, en eftir því sem hinu íslenska auðvaldi og bankavaldi vex ásmegin, verð- um við að tryggja betur samtök okkar og vera við hinu versta búin. Pað er á okkar valdi hvað við lát- um íslenska fjárplógsmenn verða — sýnum í d^ag að vilji {jpkkar er máttugur til, áð fæða af sjer fram- kvæmdir í anda rjettlæjisins. Angatitýr Guðtn. Útgefindi: 1. maí-nefndin. Ábyrgðarra. Kr. Dýrfjörð. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

1. maí - Siglufirði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 1. maí - Siglufirði
https://timarit.is/publication/389

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.