1. maí - Akureyri - 01.05.1946, Blaðsíða 2
2
1. MAÍ
Ávarp frá Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar:
Tvennir tímar
Það eru nú 52 ár síðan fyrsta
verkamannafélagið var stofnað á
Akureyri.
Fram að þeim tíma var algengast
að unnið væri 14 tíma á dag.
Dagkaupið var 2 krónur og
venjulegast greitt í vörum eða
milliskrift.
Í stjórn Verkamannafélags Akur-
eyrarkaupstaðar 1894 voru kosnir
Kristján Nikulásson, Olgeir Júlíus-
son og Lárus Thorarensen, sem enn
er á lííi og öll 52 árin hefir af lífi og
sál fylgt réttlætiskröfum verkafólks-
ins.
Baráttusaga verkafólksins á Ak-
ureyri er þyrnum stráð.
Skilningsleysi þeirra, sem valdið
höfðu stóð 'ætíð í vegi fyrir öllum
kjarabótum. Þeir liafa alltal tregð-
ast við og tafið að lífskjör almenn-
ings gætu orðið mannsæmandi, að
nokkurn tíma rofaði fram úr nið-
urlægjandi örbirgð og ómenningu.
Það er ekki fyrr en nú á síðustu
árum, að kröfur verkafólksins
fengu á sig meiri jafnréttisblæ, að
fólkið sjálft fann, að það átti
heimtingu á sömu lífskjörum og
þeir, sem sérréttindin höfðu haft,
til allsnægta.
Hver einasta réttarbót hefir kost-
að hörð átök.
En nú eru þáttaskipti í sögu verk-
lýðshreyfingarinnar.
Verkamannafélag
Akureyrarkaupstaðar.
Þrjú hundruð og áttatíu menn,
sameinaðir í félaginu, án tillits til
stjórnmálaskoðana, mynda sterka
heild. Stór hluti þessara manna hef-
ir hlotið eldskírn liarðrar stéttabar-
áttu, um kaup og kjör verkalýðsins
undanfarna áratugi, og skilja til
hlítar þýðingu samtakanna.
Starfssvið V. A. víkkar með ári
hverju, frá því að snúast að mestu
leyti um kaup og kjör. Starfað liafa
innan félagsins, auk stjórnar, trún-
aðarráðs og fastra nefnda:
Atvinnumálanefnd, jarðræktar-
nefnd, nefnd, sem annaðist fræðslu-
starfsemi innan félagsins sl. vetur.
Fimm manna nefnd starfaði sl.
sumar að útgerðarmálum.
Trúnaðarmenn hefir félagið á
flestum vinnustöðum í bænum.
Atvinnumál Akureyrarbæjar hafa
verið aðalumræðuefni á fundum fé-
lagsins sl. vetur, og margar tillögur
samþykktar, sem allar stefna í þá
átt, að bæjarfélagið sé sem virkastur
þátttakandi í nýsköpunaráformum
ríkisstjórnarinnar. Meðal þeirra
eru tillögur um rafmagnsmál Akur-
eyrar, togarakaup og útgerð, tunnu-
verksmiðju, hafnarmannvirki,
sjúkrahússbyggingu, áburðarverk-
smiðja og annarra nýsköpunar-
verksmiðju, netagerðarstöð.
Askoranir hafa verið sendar til
ríkisstjórnarinnar og Nýbyggingar-
ráðs, vegna eflingar fiskiveiðasjóðs
og lánveitinga til útgerðar og verk-
smiðja og annara nýsköpunar-
áforma.
Auk þessa hafa verið rædd til
ályktana í félaginu: Bindindismál,
húsnæðismál, samgöngumál og
greinargerð um fegrun bæjarins, og
samþykktar tillögur í öllum þess-
tim málum.
Fjöldi annarra menningannála
eru nú á dagskrá félagsins.
Og nú fer fram atkvæðagreiðsla
um uppsögn kaup- og kjarasamn-
inga félagsins.
. Verkamenn í Verkamannafélagi
Akureyrapkaupstaðar! í dag, 1. maí,
höldum við hátíð verkalýðsins.
Sýnið á þessum degi að þið metið
samtökin þess að vera virkir þátt-
takendur.
Stjórn V. A. skorar hér með á
hvern einasta félagsmann að mæta
við Verklýðshúsið. Fylkið ykkur
undir ykkar eigin fána, fána Verka-
mannafélags Akureyrarkaupstaðar.
Heiður félagsins, er ykkar heið-
ur. Styrkur þess og gengi, ykkar
hagsæld.
Með félagskveðju.
Stjómin.
Ávarp til iðnnema
Félagarl
Fyrir tæpuni tveimur árum var
Iðnnemasamband íslands stofnað
af nokkrum áiiugasömum iðnnem-
um í Reykjavík. Síðan hafa verið
stofnuð iðnnemafélög víða á land-
inu að tilhlutun I. N. S. I. Aðal-
markmið félagssamtaka þessarra er
að vinna að bættum kjörum iðn-
nema, þar sem J^au hafa allt til
þessa verið mjög bágborin, og heita
má, að iðnnemar hafi að engu leyti
veriðrráðandi um kjör sín. Heldur
að öllu leyti verið háðir duttlung-
um meistaranna.
Það var því stórt spor stigið, er
stofnað var til stéttarsamtaka iðn-
nema. En það var stigið með því
öryggi, sem einkennandi er fyrir
hinn íslenzka verkalýð. Og verði sú
stefna haldin, sem þegar hefir
mörkuð verið af I. N. S. I., má
vænta góðs um árangurinn í fram-
tíðinni.
Hér á Akureyri er starfandi fé-
lagsskapur iðnnema, Iðnnemafélag
Akureyrar. Enn hefir, því miður,
ekki tekist að fá alla iðnnema hér
til að ganga í félagið. Og er það
hér með eindregin ósk og áskorun
til allra iðnnema, sem enn standa
utan félagsskapar síns að gerast þeg-
ar virkir félagar í stéttarfélagi sínu,
og gera með því félagsskapnum
kleyft að hrinda fram áhugamálum
sínum. Mörg mál bíða Jress, að Jxáni
sé fylgt fram með þeim alhug og
öryggi, sem aðeins fæst með Jrví, að
allir iðnnemar standi sem einn
maður. Svo eitthvað sé nefnt af
þeim mörgu málum, sem Iðnnema-
félag Akureyrar hyggst að beita sér
fyrir, er fyrst og fremst að nel’na, að
fá Iðnskóla Akureyrar starfræktan
sem dagskóla og að betra eftirlit sé
'haft með verklegu námi iðnnema.
Því of oft hefir verið gengið á rétt
iðnnema af hálfu meistara, og má
eigi svo til ganga lengur án Jæs.s að
eitthvað sé aðhafzt.
Iðnnemar! Sýnið það í dag, að
þið leggið sameinaðir og öruggir út
Bílstjórafélag Akureyrar og l.maí
Tildrög til stofnunar flestra ís-
enzkra verkalýðsfélaga, virðast
vera fólgin í nauðsyn á hækkandi
caupi og bættum lífskjörum
manna.
Þannig hafa það því verið fátæk-
ustu verkamennirnir og alþýðu-
liólkið yfirleitt, sem myndað hafa
og starfrækt hin ýmsu verkalýðs- og
stéttarfélög, sem risið hafa upp hér
landi á undanförnum áratugum.
Það mun hafa verið seinnipart
ársins 1934, sem akureyrskir bíl-
stjórar fara að ræða sín á milli uin
nauðsyn Jaess að mynda með sér
félagsskap.
En um jiessar mundir var vinnu-
tími bifreiðarstjórans langur og lrí-
dagar fólksbifreiðarstjóra ekki
nema tveir á ári, þ. e. jóladagur og
nýársdagur.
En félagið urðu Jreir að stofna,
til að geta bætt kjör sín, jDÓtt frí-
dagar væru ekki fyrir hendi.
Og á jóladag 1934 er haldinn
undirbúningsfundur og eru þar
mættir 40 bifreiðarstjórar.
Fundurinn kaus 5 manna nefnd,
til að semja lög og reglur fyrir hið
væntanlega félag og aðra 5 manna
nefnd til að semja kaupskrá.
Á nýársdag 1935 er svo Bílstjóra-
félag Akureyrar stofnað, og voru
stofnendur þess 48.
Þannig notuðu bifreiðarstjórarn-
ir Jiessa einu frídaga, sem Joeir áttu
á árinu, til þess að stofna félag sitt,
sem tvímælalaust hefir orðið þeim
til mikils gagns á þessum fáu árum.
Og væri rétt að stikla á því
stærsta, sem félagið hefir unnið að,
og hvernig það er skipað.
Bílstjórafél. Ak. er nokkuð frá-
brugðið flestum öðrum stéttarfélög-
um, því að félagið samanstendur
bæði af launþegum og sjálfseignar-
bifreiðarstj órum.
Og þetta hefir skapað meira og
fjölbreyttara starf innan félagsins
en ella.
Því að annars vegar hefir félagið
unnið að bættum kjörum launþeg-
anna, svo sem í styttingu vinnu-
tíma, hækkandi kaupi og fjölgun
frídaga. Auk margra annarra
hlunninda.
En hins vegar hefir Jjað unnið að
hækkandi kaupi fyrir bifreiðar
(kennslutaxta), minnkandi vinnu
vörubifreiðastjóra við hleðslu og
losun bifreiðarinnar og afnámi
ákvæðisvinnu o. fl. o. fl.
Af jiessum ástæðum er það auð-
skilið, að félagsstarfið hefir verið
mikið erliðara og umfangsmeiia,
þar sem gæta hefir þurft hagsmuna
launþega annars vegar en sjálfseign-
ar-bifreiðarstjóra hins vegar.
En oftast hefir J^etta gengið vel
og árekstralítið, en störfin krafizt
mikils tíma og fyrirhafnar af þeim
mönnum, sem fyrir félagið hafa
starfað á hinum ýmsu tímum.
Þá hefir B. S. F. A. unnið mikið
í baráttuna fyrir þeim kröfum, sem
ykkur lagalega og menningarlega
ber, með því að lylla hóp ykkar í
hópgöngu hinna vinnandi stétta á
hinn aljíjóðlega hátíðisdag verka
lýðsins 1. maí.
Páll Indriðason.
að bættum umferðamálum í bæn-
um og utan bæjar.
Og er rétt að láta þess getið hér,
að nú nýlega hefir félagið sent bréf
til bæjarstjórnar Ak., {)ar sem farið
er fram á, að Gránufélagsgata,
Strandgata, Brekkugata, Skipagata
og Hafnarstræti verði gerðar að að-
algötum og umferðin Jrannig skipu-
lögð betur en nú er.
Með Jdví að lögákveða aðalgötu-
umferð, telja bifreiðastjórar að
skapizt meira öryggi í umferðinni,
auk þess sem umferðin verður
skemmtilegri og fær á sig meira
skipulag en nú þekkist.
Enn er }:>að eitt, sem mig langar
að láta getið hér, og það er sumar-
bústaður félagsins að Tjarnargerði
við Leyningshóla.
Á sl. vori keypti félagið land-
spildu í kringum Tjarnargerðis-
vatn ásamt vatninu og er að reisa
Jsar sumarbústað, sem ætlaður er til
dvalar fyrir félagsmenn, konur
þeirra og börn.
Húsið var reist á sl. hausti og
verður bráðlega búið að innrétta
það svo, að búa má í því í sumar.
Þetta ættu bílstjórar og fjölskyld-
ur þeirra að hafa í huga, þeg^r
ákvörðun um sumarlífið verður
tekin.
Þannig mætti lialda áfram um
stund, ef telja ætti allt upp, sem fé-
lagið hefir unnið að á þessum rúm-
um 11 árum, sem það hefir starfað.
Því að margt er það, sem áunnist
hefir, þótt enn sé margt ógjört.
Þar sem það er ekki ætlunin að
rekja sögu félagsins með þessari
litlu grein, heldur sína lítillega inn
á það verksvið, sem félagið starfar
á, læt eg hér staðar numið.
En þar sem félagið er einn hlekk-
ur í hinni miklu keðju verklýðsfé-
laganna við undirbúning hátíða-
haldanna 1. maí, langar mig til að
láta skoðun mína í Ijós í því sam-
bandi.
í dag er 1. maí — dagur verka-
lýðsins. — Já, hinn svokallaði hátíð-
is- og kröfudagur hins vinnandi
fólks.
Fyrir 57 árum, eða árið 1889, er
jæssi dagur fyrst ákveðinn sem
kröfudagur verkalýðsins um allan
heim, og 1. maí 1923, er fyrsta
kröfugangan í Reykjavík og um
leið sú fyrsta hérlendis.
Þá voru þeir tímar, að verkalýð-
urinn Jmrlti að fara kröfugöngur
til Jjess að ná bættum kjörum, lífi
sínu til framdráttar.
En nú eru tímarnir breyttir,
verkalýðurinn og félög þeirra eru
viðurkennd, af atvinnurekendum,
sem hinn rétti samningsaðili, um
kaup og kjör hins vinnandi manns.
Þessi mikla og góða breyting
hefir náðst fyrir mikið og óeigin-
gjarnt starf verkalýðsfélaganna.
Og í þessu sambandi hefir það
oft vakið töluvert umhugsunarefni
í huga mínum, þegar 1. maí nálg-
ast eða eg heyri um liann talað,
hvort rétt sé, að verkalýður nútím-
ans minnist dagsins með kröfti-
göngum.
Og niðurstaðan hefir ætíð verið
sú, að svo sé ekki.