1. maí - Akureyri - 01.05.1946, Blaðsíða 3
1. MAÍ
3
Því að hér á landi er 1. maí orð-
inn að lögskipuðum frídegi, og á
því verkalýðurinn og samtök þeirra
að minnast lians, sem hátíðisdags
síns, en ekki kröfudags.
Þá ætti það að vera ósk allra, sem
vilja verkalýðnum vel, að hann
þyrfti aldrei framar að lifa þá daga,
sem gefa tilefni til að fara í kröfu-
göngur, því að það eru tímar hinn-
ar slæmu fortíðar, sem enginn
hugsandi maður óskar eftir að komi
aftur.
Og eg vil að lokum enda þessar
línur mínar með Jrví að árna ís-
lenzku verkalýðsstéttinni til heilla
með 1. maí, sem hátíðis- og frídag
sinn, og vænti þess, að framvegis
verði dagsins minnst með skrúð-
göngu, en kröfugangan og niörg
hin leiðu spjöld látin niður falla,
Jrví að það sýndi stórt spor í áttina
til meiri menningarauka, og um
leið réttan skilning verkalýðsms á
hlutverki dagsins. ,
Þorsteinn Svanlaugsson.
Sj
anga verkfallsbaráttu vegna þess.
„Ný, fullkomin skip,“ er bezta
ósk allra, sem sækja sjó. Þetta kjör-
orð, sem nú er orðið krafa allrar
rjóðarinnar, var fyrst borið fram
hér af okkar fámenna sjómanna-
tóp. Þetta kjörorð okkar félags skal
verða að veruleika akureyrskum
sjómönnum til hagsbóta þegar á
aessu ári.
En stétt vor er ekki svo á vegi
stödd efnahagslega og þjóðfélags-
lega, að hún hafi ástæðu til að
draga sig í hlé með kjörorð sín og
kröfur til umbóta á lífskjörum sín-
unt. Þess vegna hefir Sjómannafé-
lagið alltaf reynzt framsækið félag,
og svo mun enn verða í framtíðinni
og Jrað mtin ekki láta sér nægja að
sigla hægfara í kjölfar annarra.
Öðru nær. Þess vegna munum vér
nú koma fjölmennari til hátíða-
halda okkar stéttar 1. maí en áður.
Sjómannafélagar! Komum allir
sem heima erum og við góða heilsu
til hátíðahaldanna 1. maí.
Tryggvi Helgason.
jómannai élag
Akurevrar
má telja til hinna yngri verklýðs
félaga á okkar Jands mælikvarða,
aðeins 18 ára, og ekki er ]:>að risa-
vaxið, aðeins 153 félagar. Það á
ekkert þak yfir félagsstarf sitt, en
hefir frá byrjun fengið inni hjá
bræðrafélögum sínum í okkar
gamla Verklýðshúsi, sem oft hefir
komið í góðar jDarfir, þegar verk-
föll hafa risið, til að koma fram
kjarabótum. Styrktarsjóður til að
hlynna að nauðstöddum félögum,
er nær eina áþreifanlega félagseign
in, auk gjörðabóka.
Við lestur þessarra gjörðabóka
Sjómannafélagsins er það ein-
drægnin í fólagsstarfinu, er allt
þess æviskeið er hæstberandi félags-
merki þess. Eg, sem hefi verið í
Sjómannafél. Akureyrar í 12 ár og
formaður þess í 10, hefi aldrei
kynnst félagsskap, sem hefir verið
jafn heill og óskiptur um málefni
sín, og því athyglisverðara er þetta,
Jrar sem það hefir alltaf frá upphafi
vega verið framsækið félag og
fremstu röð íslenzkra verklýðsfé-
laga í baráttunni fyrir bættum
kjörum.
Sjómannafél. Akureyrar hefir
lengst af haft forgöngu um launa-
kjör sjómanna við síldveiðarnar og
leitast við að fylgja því bezta um
launakjör við aðra sjómennsku
þrátt fyrir smæð okkarumhlutdeilc
í öðrum greinum íslenzkrar sjó
mennsku.
Frá byrjun hefir Sjómannafélag
ið verið híutgengur aðili að hátíða
höldum verkalýðsins 1. maí. Þenn
an dag á hverju vori hefir félag okk
ar borið í’ram með öðrum verka
mönnum kröfur verklýðsstéttarinn
ar og kjörorð í sókninni til bæri
legri lífssskilyrða.
Hið fyrsta 1. maí-kjörorð Sjó
mannafélagsins: „Fullkomin lág
marks'trygging" fyrir alla hluta
menn er nú eftir langan róður orð
ið að veruleika að miklu leyti og
verður væntanlega tryggt með lög-
gjöf á þessu ári. Sjómannafél. Ak
átti upptök að þessu máli og háði
Fulltrúaráð verklýðsfélaganna á Akureyri:
1. maí hátíðahöld
verklýðsfélaganna
Ávarp frá Iðju, félagi
verksmiðiufólks á Ak.
Félagar!
Eins og undanfarin ár tekur Iðja,
félag verksmiðjufólks, þátt í hátíða
höldum verkalýðsfélaganna 1. maí
Nú, eins og fyrr, er þess vænzt, að
meðlimir Iðju taki virkan þátt í
störfum dagsins, fjölmenni á úti
fundinn og fylki liði undir fána
sinn í göngunni. Ennfremur viljum
við hvetja ykkur til að sækja kvöld
samkomur þær, er félögin standa
að:
Munið, að allur ágóði rennur J
h úsbyggingarsj óð verklýðsf élag
anna og ætti öllum að vera ánægja
í því að leggja eitthvað af mörkum
til þess að hið væntanlega Alþýðu
hús rísi af grunni sem fyrst.
F. h. stjórnarinnar.
Jón Ingimarsson.
Ávarp frá Verka-
kvennafél. „Eining64
1 dag höldum við hátíðlegan
hinn alþjóðlega frídag verkafólks
1. maí. Sá dagur er baráttu- og há
tíðisdagur fjölmennustu stéttar
heimsins, sem ber fram kröfur sín
ar til samtíðar og framtíðar um at
vinnu, lrið og öryggi. Þann dag
sýna milljónirnar styrk sinn með
fjöldaþátttöku og glæsileik há
tíðahaldanna. Við hér höfum skyld
ur, ekki aðeins við sjálfa okkur og
okkar eigin stéttarsanrtök, til að
gera allt sem unnt er, svo að dagur
inn verði sem áhrifamestur og
glæsilegastur, heldur einnig við
hin alþjóðlegu sarntök verkalýðsins
sem Aljrýðusamband íslands er ein
deild í. Verklýðsfélögin munu
ganga undir fánum sínum í kröfu
göngunni, og er það metnaður
hvers félags, að Jrau sýni samtaka
mátt sinn og fjölmenni undir fána
sina. Verkakonurnar rnega ekki láta
sinn hlut eftir liggja, þó þær eigi
olt erfiðari aðstöðu með að komast
(Framhald á 4. síðu).
T i 1 h ö g u
n:
I. Útisamkoma við Verklýðshúsið, kl. 2 e. h.:
1. Lúðrasveit Akureyrar leikur.
2. Ávarp frá Fulltrúaráði verklýðsfélaganna.
3. Ræða: Tryggvi Emilsson.
4. Lúðrasveit Akureyrar leikur.
5. Ræða: Ólafur Tryggvason.
6. Lúðrasveit Akureyrar leikur.
II. Kröfuganga:
Lúðrasveit Akureyrar leikur fyrir göngunni.
III. Samkoma í Nýja Bíó að lokinni göngu:
1. Lúðrasveit Akureyrar leikur.
2. Ræða: Björn Jónsson.
3. Smára-kvartettinn syngur.
4. Ræða: Þorsteinn Jónatansson.
5. Kvikmynd. Aðgangur kr. 2.00.
IV. Barnasamkoma á Hótel Norðurland, kl. 4 e. h.:
1. Ávarp: Jón Þorsteinsson, kennari.
2. Gamanvísur o. fl.
3. Kvikmynd: Edvard Sigurgeirsson.
Aðgangur kr. 1.00.
V. Samkoma í Samkomuhúsinu, kl. 8.30 e. h.:
1. Samkoman sett.
2. Söngur: Karlakór Akureyrar.
3. Samfelld dagskrá: Þættir úr sögu verklýðs-
hreyfingarinnar á Akureyri-
4. Kvikmynd: Edvard Sigurgeirsson.
5. Dans. Aðgangur kr. 10.00.
VI. Samkoma á Hótel Norðurland, kl. 8.30 e. h.:
1. Samkoman sett. <
2. Erindi: Tryggvi Haraldsson.
3. Kórsöngur.
4. Erindi: Kristján Einarsson frá Djtipalæk.
5. Tvísöngur.
6. Dans. Aðgangur kr. 1°.00.
VII. Dansleikur í Verklýðshúsinu, kl. 10 e. h.
VIII. Samkoma í Glerárþorpi, kl. 8.30 e. h.:
1. Samkoman sett.
2. Ræða: Jón Sigurjónsson.
3. Smára-kvartettinn syngur.
4. Ræða: Elísabet Eiríksdóttir.
5. Kvikmynd: Edvard Sigurgeirsson.
6. Dans.
Aðgangur kr. 5.00.
Aðgöngumiðar að öllum samkomunum verða seldir á
skrifstofu verklýðsfélaganna og við innganginn
Allur ágóði rennur í húsbyggingarsjóð félaganna
Fulltrúaráð verklýðsfélaganna.