1. maí - Reykjavík - 01.05.1938, Page 34

1. maí - Reykjavík - 01.05.1938, Page 34
Fjólurnar í Hjartarhólma. Dönsk þjóðsaga. Snemma vors, fyrir nærfelt fjögur hundruð árum síðan, kom maður einn gangandi yfir Norðurbæjarheiði á Sámsey. Hann var klæddur kápu úr sauðargærum en berfættur og berhöfð- aður. Andlit hans var hrukkótt og bar merki sorgar, hungurs og vonbrigða, en augun skutu eldi. Það var „Hjörtur villti“, hinn einkennilegi en afburða snjalli kennimaður, sem eftir siðaskift- in var settur prestur í Tjörbjargar- sókn. Siðaskiftin höfðu eins og töfrað fólkið. Alt gott var að þakka hinum nýja sið en alt ilt var gamla siðnum að kenna, — eða öfugt. Á prestana var ýmist litið sem frelsara eða villutrúar- menn. Þegar séra Hjörtur giftist stúlku af aðalsættum, frá Jótlandi, litu margir á það sem æðra teikn um betri kom- andi tíma. Með því að afsala sér eign- alþýðan í Reykjavík sé nú að sjá, að svona má ekki lengur ganga, og að kjósendafylgi Alþýðuflokksins í Reykja- vík mun vaxa á næstu árum . Vöxtur Alþýðuflokksins mun og halda áfram út á landi. Það gegnir furðu, að þar skuli vera svo margir kjósendur sem raun ber vitni um, þeg- ar þess er gætt, að Alþýðuflokkurinn hefir aldrei gefið út vikublað er komið geti í alla hreppa landsins, eins og hin- ir flokkarnir gera, og getur því ekki flutt mál sitt fyrir kjósendunum í dreifbýlinu eins og vera þyrfti. um og ættarhefð vegna ástar sinnar til hins fátæka prests, hafði prests- frúin gefið öðrum fagurt fordæmi. Hún hafði með breytni sinni sýnt að ástin getur sigrast á öllum örðugleikum, því eins og hefðarmeyjan getur gifst fá- tækum presti, eins getur sjómaðurinn vænst þess að vinna hönd og hjarta höfðingjadótturinnar og umkomulausa vinnustúlkan gifst syni hins auðuga manns. í fyrstu tók séra Hjörtur þátt í veisl- um og gleðskap höfðingjanna á eynni, en brátt kom þar, að honum fanst þátt- taka sín í þeim félagsskap ekki geta samrýmst sínu háleita kalli. Allar tilraunir konu hans til að telja um fyrir honum og æsa metnaðargirnd hans verkuðu gagnstætt því, er hún ætlaðist til. Hann rækti prestsstarf sitt með hinni mestu kostgæfni, neitaði að taka við tíundargjöldum, gekk illa klæddur og vitjaði daglega sjúkra og fátækra í sókninni. Flestir litu á þessa breytingu í fari prestsins sem enn einn vott brennandi ástar hans, til hinnar ættgöfgu konu sinnar, er sýndi gleggst hve vel hann fyndi, að hann væri hennar ekki verð- ur, en þó þakklátur henni fyrir þá sjálfsafneitun, er hún hafði sýnt með því að taka hann að sér. Fegurð og ljúfmennska prestsfrúarinnar vann allra hjörtu og fólkið á eynni tilbað hana eins og hún væri engill ljóssins. Það var ekki laust við að mönnum gremdist dálítið þessi meinlætalifnaður prests- ins og sumir létu þá óánægju sína í

x

1. maí - Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.