Kyndill - 09.11.1929, Page 1
„Sjá! Hin ungborna tíð vekur storma og stríð.
K Y N D I L L
MALSVARI DNGRA JAFNABARMANNA
II. árgangur. i Reykjavik, 9. nóvember 1929. 2. tölublað.
Starfið í vetur.
Sumarið er liðið. Veturinn er fyrir nokkru
kominn. Sumarið er timi starfsins og barátt-
unnar fyrir lífinu — þá flykkist fólk um
land alt í atvinnuleit. Æskan flykkist út
á sjóinn eða norður í land og vinnur fyrir
vetrarþörfum sínum. Er haustið kemur byrj-
ar námið eða önnur störf. Reykjavík rnorar
af ungu fólki yfir vetrartímann. Bæjarlífið
fær líka svip af æskunni.
Aðsóknin að skólunum hér í Reykjavík er
mjög mikil; er það góðs viti. Það sýnir
mentunarjjrá unga fólksins og skilning eldri
kynslóðarinnar fyrir jwí, að nauðsynlegt sé
að veita þessari jjrá fullnægingu.
Markmið samtaka ungra jafnaðarmanna er
jiað fyrst og fremst að veita félögum sínum
mentun, — samtakamentun. Þessi mentun á
í sér fólgna marga dýrmæta menningarfjár-
sjóði, Og slik menning skapar áræði hjá
upprennandi mönnum.
Undanfarna tvo vetur hefir Féiag ungra
jafnaðarmanna haldið fund hálfsmánaðar-
lega. Hafa mörg merk mál verið rædd á
þessum fundum og ungdómurinn hefir tekið
mikinn þátt í þeim umræðum. F. U. J. er
eini starfandi æskulýðsfélagsskapur í þess-
um bæ. Hefir unga fólkið því fylkt sér
drengilega inn í hann og starfað þar. Starf
þess hefir að mörgu leyti þroskað það og
gert það að nýtari mönnum. Ef til vill geta
einhverjir fundið eitthvað ábótavant við fé-
lagið, en þó mun það alment álit hjá al-
þýðumönnum, að starfsemi F. U. J. hafi gert
verklýðssamtökunum gott gagn — og það
er að minsta kosti vilji forgöngumanna F.
U. J., að stjórnmálastarfsemi þess sé hvorki
„sport" né gaspur, heldur sé það kapp-
kostað að benda æskulýðnum alt af á það
sannasta og bezta.
F. U. J. hefir nú hafið vetrarstarf sitt og
er þess vænst, að félagarnir gefí alt, sem
í þeirra valdi stendun til að útbreiða fé-
lagið. styðja j)að og styrkja, bæði inn á
við og út á við.
F. U. J. skipar sér í andstöðu við íhald
og kyrstöðu. Það fyrirlítur falskan gljáa
nuðvaldsflokksins og berst fyrir fullu sjálf-
stæði þeirra, sem braskarar borgaranna hafa
svift frelsi.
Trúin á sjálfa sig er einkenni æskunnar.
Er þá hægt að ætlast til að hún feli aftur-
haldsmönnum forræði sitt? Nei, og aftur
.nei. — Jafnaðarstefnan er menningarstefna
nútímans, hún er og stefna æskunnar um
öll lönd jarðar.
íhaldið og hindurvitnin, afturhaldið og
kyrstaðan á að hverfa úr sögunni.
Æskan og jafnaðarstefnan skapa ný and-
leg verðmæti!
i Fram til starfs og dáða!
! : j • I
Samband ungra jafnaðar-
manna.
Enn er S. U. J. ekki orðið ársgamalt.
Enn eru að eins tæplega tvö ár liðin síðan
íslenzkur æskulýður vaknaði til starfsemj
í þágu þeirrar hugsjónar, sem verða mun
hið berandi afl í þjóðlífi voru á komandi
árum. — Sú kynshóð, sem nú er að vaxa
upp i landinu, hefir fæðst við anddyri nýs
tíma, þar sem risavaxnar öldur á hafi nýrra
viðburða hafa skolað burtu flestu af því,
sem menning og siðir eldri kynslóða byggð-
ist á. Á slíkum umrótstímum sem nú er
eitt nauðsynlegt fyrir hverja þjóð, og það
er að öðlast réttan skilning á þjóðfélags-
legri stöðu sinni og þeim viðfangsefnum,
sem nýir tímar hljóta ætíð að skapa. Við-
burðir síðari alda hafa flýtt fyrir félagslegri
þróun. En sú þróun hefir spyrnt gegn þeim
skorðum, sem samfélagslíf manna hefir ver-
ið haldið í til þessa. Orsökin fyrir því er
sú, að rás viðburðanna hefir á síðari árum
orðið til þess að skapa og skipuleggja
mannfólkið í tvær fylkingar, sem lifa við
gerólíkar aðstæður. Til hægri er eignastétt-
in, sem á auðlindir allar og atvinnutæki.
Vegna þessarar góðu aðstöðu fær hún alt
annað viðhorf í lífinu en sú stéttin, sem er
til vinstri og lifir einungis á lélegum laun-
um, sem hún fær hjá eigendum allra ver-
aldarinnar gæða.
Launastéttin verður með hverjum degj
fjölmennari, en líðan hennar þó ætíð verrj
í dag en í gær. Hinum fækkar, sem auðn-
um ráða og halda vilja í skipulag, sem
einu sinni var við hæfi fólksins, en sem
nú er orðið að óhelgri meinvætt, sem varn-
ar eðlilegri og sjálfsagðri samfélagsskipun.
Svona er ástandið þegar íslenzkur æsku-
lýður á að velja á milli þess, hvort hann
vill heldur vera inni í anddyri auðvalds-
hreysisins, sem er að falla í rústir, eða hann
vill vera fyrir utan í hinurn Iífsglaða æsku-
hóp, sem brosir að falli þess, sem fyrir
óhelgi sína er dauðadæmt, og bíður starfs-
UngmennaskóHnn.
Esperantokensla.
Námskeið i esperanío fyrir byrjendur hefst
næsta mánudagskvöld. Aðaláherzla lögð á
að tala málið. Kenslugjald 15 kr, fyrir 50
kenslustundir. Væntanlegir þátttakendur gefi
sig fram sem fyrst
Ingimar Jónsson,
Vitastíg 8 A. Sími 763.
þyrstur eftir því að byggja nýtt og fagurt
samfélag, þar sem helgi og máttur sigrar„
Engum kemur í hug að ísl. æskulýður
velji fyrri kostinn. Nei, hann velur þann
síðari og gengur í S. U. J., þar sem hin
lífsglaða og þróttmikla æska starfar.
Esperantó.
Esperantóhreyfingin ryður sér mjög til
rúms um heim allan. Tugþúsundir bætast
við í fýlkingarnar á hverju ári. Menn skilja
nú betur en áður nauðsyn þess, að eitt al-
heimstungumál sameini mannkynið. Mála-
ruglingurinn hefir hjálpað til að skapa mis-
skilning og úlfúð milli þjóðanna. Hann hefir
meðal annars orsakað baráttu meðal mann-
anna, stríð og blóðúgar styrjaldir. — Es-
perantóhreyfingin er einn liðurinn í þeirri
baráttu, sem vinnur að því að sameina
þjóðirnar i eitt allsherjarbræðralag.
F. U. J.
er félag þess æskulýðs, sem á frjálsan
anda og getur ekki sætt sig við að trúa á
bábiljur og hindurvitni kvers og kerlinga-
bóka. Æskulýður sá, er skipar sér i fylk-
ingar ungra jafnaðarmanna er búinn til
orrustu gegn afturhaldi því, er reynir að
sölsa undir vald sitt hina auðugu náttúru
lands vors. Framtíðin mun færa þessum
æskulýð marga og glæsilega sigra. —
Nú er grafinn sá lýður frá liðinni tíð,
er sig lægði í duftið og stallana hóf.
Nú er þroskaðri öld eftir glapskulda gjöld
og það gnötrar frá rótum hið aldraða hróf.