Kyndill - 09.11.1929, Blaðsíða 2
6
KYNDILL
Meðal ungra jafnaðarmanna
erlendis.
i.
Otþráin togar í íslendinginn. Hann langar
yfir hafið til framandi landa til að sjá og
heyra. Eyjan hans er afskekt og sævi barin
á alla vegu og sjóndeildarhringurinn nemur
við hafsbrún. Frá æskuárunum á hann minn-
ingar um hulinsheima. Heima, sem hann hef-
ir dreymt um handan við hafið, sem væru
glæsilegir og gulli roðnir, þar sem gleði
rikti og töfraljómi. Margs konar kynjamynd-
ir hefir hann skapað1 í huga sinum á barns-
árum um siðu og háttu manna, sem byggja
í landinu „hinum megin við hafsbrúnina"
og útþráin brann í brjósti hans. Þegar
hann væri orðinn stór, þá skyldi hann út í
hin löndin og sjá alt, heyra alt. — Pegar
aldur færist yfir menn þá brosa þeir að
þessum barnalegu draumum sínum, en bros-
ið er gleðibros, því að það er eins og
glampi frá genginni bamsgleðí.
En útþráin togar í alla — jafnt gamla
sem unga, og cúlir gera sér hugmyndir um
heiminn hinum megin við hafið.
Prátt fyrir það þótt ég hefði lesið tölu-
vert á undangengnum árum um starfsemi
jafnaðarmanna erlendis, þá brann ég i
skinninu eftir því að kynnast því af eigin
sjón og reynd. Og þar sem ég hafði einna
rnestan áhuga fyrir þeirri starfsgrein al-
þýðusamtakanna, sem heyrir undir samtök
ungra jafnaðarmanna, þá gimtist ég mest
að kynnast peirri hreyfingu af eigin sjón.
Úr þessu hafði ég reynt að bæta með því
að standa í bréfaskriftum við unga jafn-
aðarmenn í ýmsum löndum, sem fylt höfðu
mig af fróðleik um starf þeirra, en ég var
samt ekki ánægöur. Ég vildi fá að sjá
það, að taka á þvi sjálfur, hrærast í þvi,
Og ég fékk þessa ósk mína uppfylta.
Því miður gat ég lítið kynst ungum norsk-
um jafnaðarmönnum í sumar, er ég var í
Noregi. Tíminn var svo knappur. — En
þegar ég kom til Kaupmannahafnar var
öðru máli að gegna. Þá komst ég strax í •
samband við félaga mína þar og reyndi
eftir því, sem mér var frekast unt, að
kynnast öllu sem allra bezt.
Samband ungra jafnaðarmanna í Dan-
mörku er 10 ára gamalt næsta sumar. Raun-
ar eru samtök ungra jafnaðarmanna þar i
landi miklu eldri, en þau klofnuðu 1920 í
kommúnista og social-demokrata, og héldu
kommúnistarnir langstærstum hluta samtak-
anna, en social-demokratarnir stofnuðu nýtt
samband með nokkur hundruð félögum, en
nú telur það 15 þúsund. — Það, sem fljótt
vekur athygli manna á högum og háttum
ungra erlendra jafnaðarmanna, er að þeir
eru ekki eins „pólitískir“ í orðsins þrengstu
merkingu, eins og við hefði mátt búast.
Og þegar ég fór að tala við þá um Þjóða-
bandalagið, Kelloggssamninginn og ýms
önnur mál, sem ofarlega eru á baugi í
stjórnmálum þjóðanna, þá kom það í ljós
að þeir vissu ótrúlega lítið um þau mál,
en það sem þeir vildu tala um var baráttan
gegn ófriði, kunningjahjónabönd, útilegur,
fjallgöngur, fræðsluflokka, lesklúbba, skóla-
mál, trúleysi og barnauppeldi. Þetta voru .
mál, sem þeir töluðu um af miklum hita
og krafti. Og þegar ég spurði þá hvort þeir
gæfu sig litið að dægurmá'lunum, þá sögðu
þeir: „Nei, eidri félagar okkar sjá fyrir
þeim. Við störfum meðal æskulýðsins, við
eigum að undirbúa jarðveginn. Alt, sem
við gerum, stefnir að því að auka félagstil-
finninguna og fjöldhyggjuna, en eyða ein-
staklingshyggjunni." —
Ég sótti nokkra fundi hjá ungu jafnaðar- “
mönnunum, bæði úti og inni. Héldu þeir
oftast fundi sína kl. 8Va að kvöldi í trjá-
görðfum viö veitingahús. Sátu þeir þar í
góðri reglu og hlustuðu með athygli á alt
það, sem sagt var. Stundum voru lesnir
kaflar úr góðum bókum. Á þremur fundum,
sem ég var á, voru Iesnir kaflar úr hinni
ágætu bók Remarque’s: „Im Westen nichts
Neues“ (Tíðindalaust frá vestur-vígstöðvun-
um). Á öðrum fundurn voru lesnir kaflar
úr bókum Lindsays dómara í Denver, en
hann ritar, eins og kunnugt er, mikið um
æskulýðsmál og kunningjahjónabönd.
Stúlkurnar og piltarnir sátu hlið við hlið
undir trjánum á bekkjunum og hlustuðu á
upplesturinn og ræðurnar. Hvert þeirra hafði
litinn lampa í hendi, og þegar fór að
s^ygg]'3. Þá kveiktu þau ljós. Andlit þeirra
ung og hraustleg, flest, ljómuðu af áhuga
fyrir starfseminni og ljósin, litil en skær,
stöfuðu birtu yfir borðin. Fundirnir voru
alt af stuttir, en að þeim loknum röðuðu
unglingarnir sér í fylkingu, fjögur í röð,
og síðan var haldið af stað pg gengið í Va
klst. eða svo. öll gengu þau með logandi
lampana. — Á sunnudögum fóru félagarnir
í hjólreiðaferðir. Á hjólhestunum fóru þau
út í skóg og þar höfðust þau við til kvölds.
Þar var farið í alls konar leiki, en í li/a
klst. var haldinn fundur og rætt um ýms
mál. Þá var og lesið upp úr bókum jafnað-
armanna og frjálsar umræður voru um efnið
i eftir. — Það vakti athygli mína, að stúlk-
irnar voru viða hinn leiðandi kraftur. Þær
>oru margar hverjar mælskar vel, sumar
skáld og flestar hámentaðar í öllum menn-
ingarmálum jafnaðarstefnunnar. Aldrei á-
vörpuðu félagarnir hvern annan öðru vísi
tn að nefna þá félaga. Félagi Nina, félagi
Arvid, félagi Jós o. s. frv. —
Á leiðinni til Vinarborgar, í Vínarborg og
í ferðinni frá Vínarborg aftur, kyntist ég
sljóvgar — söngdanzarnir gefa huganum
flug,“ sögðu þeir við mig úti í sumar. Þetta
mun vera rétt. 1 þessu sambandi vil ég láta