Ísland - 04.02.1935, Side 1
Gerræði útvarpsins.
Þjóðernissinnum neitað um pátttöku í
útvarpsumræðum um mjólkurmálið.
Þegar g'engizt var fyrir út-
varpsumræðum um mjólkurmál-
ið síðast í janúar, var svo upp-
haflega til ætlazt, að eingöngu
þingflokkarnir gætu tekið þátt
í þeim. En útvarpsstjórnin er
vhlutlaus« og gat því ekki þolað
það, að stjórnmálaílokkar, sem
elcki eiga fulltrúa á því háa Al-
þingi, gætu ekki tekið þátt í
þéssum umræðum. Það rýmkaði
því heimildina til þátttöku í um-
ræðunum, ekki samt svo mildð,
að hún næði til allra stjórnmála-
flokka í landinu, heldur máttu
þeir einir stjórnmálaflokkar,
sem borið geta fram landlista
samkv. 28. gr. kosningalaganna,
taka þátt í þeim.
Nú er svo fyrir mælt í 28.
gr. kosningalaganna, að þeir
stjórnmálaflokkar hafi rétt á að
bera fram landlista, sem:
1) átt hafa fulltrúa á síðast
háðu Alþingi;
2) náð hafa 1000 atkv. við síð-
ustu alþingiskosningar, þar af a.
m. k. 20'< greiddra atkv. eða
500 atkv. í einu og sama kjör-
dæmi;
3) láta fylgja lista sínum
skriflega yfirlýsing-u frá eigi
færri en 500 kjceendum, þar af
eigi færri en 20% kjósenda á
kjörskrá eða 250 kjósendur í
sama kjördæmi, um að þeir.fylli
flokkinn.
Með þessu hefur útvarpið
hlutlausa ekkert annað viljað, en
útiloka þjóðernissinna frá þátt-
töku. Það v i s s i, að samkv.
1.) og 2.) gátu þeir ekk.i borið
fram landslista, og það h 6 11,
að samkv. 3.) gætu þeir það
ekki heldur. Og glaðir í huga
yfir jjessu klókindabragði héldu
forstöðumenn útvarpsins hátíð-
legan afmælisdag manns eins,
sem fyrir 50 árum hóf glæpa-
feril sinn. -- En það er annað
að vita en hyggja.
Þegar þjóðernissinnar fréttu,
hvað útvarpsráðið ætlaðist fyrir
í þessu máli, náðu þeir tali af
formanni þess. Ilann tók
því afar fjarri, að þjóðern-
issinnar fengju að taka þátt í
umræðunum, kvað Flokk þjóð-
ernissinna engan stjórnmála-
Hokk og annað álíka gáfulegt.
En er honum var bent á, hver
fjarstæða þessi fullyrðing hans
væri, kvað hann þjóðernissinna
engan fulltrúa. eiga á þingi, né
heldur hafa fengið 1000 atkv.
við síðustu kosningar. Þá var
honum boðið, að til hans skyldi
send yfirlýsing frá 500 kjósend-
um hér í Rvík þess efnis, að
: þeir væru fylgjandi Flokki þjóð-
' ^
ernissinna og stefnu hans.
Þótt sagt sé um formann út-
varpsráðs, að hann komist allra
sinna ferða og þurfi ekki aö
verða fótaskortur vegna þess,
að vitið flækist fyrir honum, þá
sá h'ann þó ráð við þessum
vanda. Hann sagði, að langan
tíma þyrfti til að athuga, hvort
allar undirskriftirnar væru
»ekta« og áreiðanlega yrði þeirri
rannsókn ekki lokið fyrr en út-
varpsumræðurnar væru um
garð gengnar. - - Þannig var
komið í veg fyrir það, að þjóð-
ernissinnar fengju að tala í út-
varpið að þessu sinni.
En þetta skjálkaskjól skal
ekki hlífa útvarpsráðinu til
lengdar. Næstu daga verður
lögð inn til þess yfirlýsing frá
500 kjósendum, þess efnis, að
þeir séu flokki vorum fylgjandi,
og ætti þá útvarpsráðið að hafa
nægan tíma til að rannsaka
undirskriftirnar áður en næstu
stjórnmálaumræðúr fara fram.
Oft er því haldið fram, að
þjóðernissinnar séu ofbeldis-
flokkur. Ekkert er fjær sanni
en það. Meinleysi þeirra við út-
varpsráðið í þessu máli sannar
það bezt. En þjóðernissinnar eru
þannig skapi fárnir, að þeir
láta ekki til lengdar fremja á
sér ofbeldisverk og ranglæti, án
þess að bera hönd fyrir höfuð
sér. Útvarpsráðið hefur áður
| beitt þjóðernissinna ofbeldi.
! Komi slík't fyrir einu sinni cnn,
! ber útvarpsráðið sjálft ábyrgð
á afleiðingum verka sinna.
Fyrr á öldum bar það stund-
um við, að brotizt var inn í
kirkjur og þær rændar. Jafn-
an þótti það hið versta níðings-
verk.
Með vaxandi skilningi og virð-
ingu fyrir starfi kirkjunnar
lögðust slíkir glæpir niður, svo
að á síðari tímum hafa þeir ver-
ið óþekktir.
Þeir atburðir hafa þó gerzt
cdveg nýlega, sem sýna þá stað-
reynd, að kirkjan er ekki leng-
ur friðhelg fyrir saurgun af-
brotamanna.
1 janúar var brotizt inn í frí-
kirkjuna og þar gerð tilraun til
rána, og um líkt leyti inn í ká-
jDÓlsku kirkjuna í Landakoti og
hún saurguð með þeim hætti,
að ekki var hægt að nota hana
um tíma til guðsþjónustu.
Hver er orsökin til þess, að
glæpir, sem legið hafa niðri um
langan aldur, fara allt í einu að
endurtaka sig?
Orsakarinnar er ekki langt
að leita.
Hún er kommúnisminn í þjóð-
félaginu. Mönnum er alltof kunn
starfsemi guðleysingjafélaganna
í Rússlandi, þar sem kirkjur
eru svívirtar, prestar og kenni-
menn ofsóttir á hinn hryllileg-
asta hátt og kirkjurækið fólk
beitt hinu grimmilegasta of-
beldi.
Þessi guðleysisstefna hefur nú
teygt anga sína hingað til lands.
Með hinnf hatrammlegustu
»agitation« í ræðu og riti (sbr.
t. d. greinar um þetta efni í
Nýja stúdentabl. og Verklýðs-
| blaðinu) eru menn hvattir til
andúðar og lítilsvirðingar á
| starfi kirkjunnar og það full-
yrt, að mönnum beri að skoða
hana sem sinn versta fjanda og
þess vegna beri að svívirða
hana og uppræta með öllu.
, Árangurinn af þessu starfi
kommúnistanna er auðsær. Hitt
! er jafnljóst, að stefna eins og
kommúnisminn, sem byggir á
siðspillingu og ójöfnuði, öfund
og flokkadrátturo, mannúðar--
leysi og ódrengskap, óstjórn og
agaleysi, vilji kirkjuna feiga. •
En hversu lengi á þeim aö
haldast uppi rógsiðjan Vum
kirkjulega starfsemi í landinu,
; og hvenær verður sagt í fullri
alvöru: Hingað, en ekki lengra,
| því að fyrir slíkan glæp sem
! kirkjurán, er engin refsing of
1 þung.
Af ávöxtunum skulud
þér þekkja þá.
Undanfárin ár hafa stétta-
flokkarnir farið með völd hér á
landi. Þeir eru skipaðir fá-
mennuro, en ótrúlega gráðugum
og óþjóðlegum eiginhagsmuna
forráðamönnum, sem hafa riðið
á vaðið í upphafi með þá hugs-
un, að auöga sjálfa sig af hinni
fátæku þjóð. Þessir ráðsnjöllu
kaupsýslumenn hafa með ýms-
um ráðum hlaðið undir sig, þeir
hafa hrópað til þjóðarinnar og
skapað stéttaríg, sumir hafa
skrumað fyrir svo kallaðri »al-
þýðu«, aðrir fyrir bændum. —
Leir hafa náð miklum árangri
hvor um sig, enda hefur hvor-
ugan skort kjark né kjaft til að
koma sínum áhugamálum fram,
en velferðamálum þjóðarinnar
hafa þeir fórnað á altari spill-
ingarinnar. — — Ilér á eftir
skal reynt að draga upp mynd
af starfi og ávöxtum af starfi
þessara lýðskrumara, sem, sýnir, j
að þjóðin í heild hefur beðið |
fjárhagslegt og siðferðilegt tjón
af völdum þeirra.
Framsókn nefnir sá flokkur i
sig, sem hefur í mörg ár hrópað j
biðlandi og bjóðandi gull og |
græna skóga til smá-bænda
þessa lands (þeir eru allir smáir
enn). Með ýmsum lymskubrögð- |
um, lýgi og rógi á menn, lifandi
og dauða, árásuro á atvinnu-
rekendur við sjávarsíðuna, með !
því að auka hatur milli stjetta,
sem, ef vel hefði átt að fara,
hefðu átt að vinna saman í bróð-
erni. Með skatta- og skuldakúg-
un og andstyggilegu falsi hefur
þessi Hriflungaflokkur náð yfir-
náttúrlega miklum fjölda.áhang-
enda og aðdáenda í sveitum
landsins, einkum hinum af-
skektu, því að þar þekkir fólk
ekki hugarfar þessara veiði-
manna. Þeirra. starf hefur
verið að sjá hagsmunum bænda
borgið, og hafa þeir í því skyni,
þegar þeir hafa haft völd og
auraráð, hrúgað upp á þá ýms-
um gæðum, svo sem vegum,
brúm, skólum, stórhýsum fyrir
fólk og fé o. fl. - Þetta er nú
allt gott og blessað og gleðilegar
framfarir. — En hvernig fara
bændur að borga þetta? Það
hefur láðzt að gera þeim þaö
mögulegt. Þetta allt hefur verið
gert á kostnað annarra atvinnu-
vega og jafnvel þeirra, sem mest
hafa verið ofsóttii’. — Sveitabú-
skapurinn getur ekki borgað
þenna gífurléga kostnað, þótt
bændur vinni myrkranna á milli
baki brotnu. Kreppulánasjóður-
inn, bautasteinn bjargráða-
manna sveitabúskaparins, er illu
Framh. á bls. 3.