Kyndill - 10.10.1942, Blaðsíða 2

Kyndill - 10.10.1942, Blaðsíða 2
2 KYNDILL fijafir eru yður gefnar... KYNDILL Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmanna Ritnefnd: Eyjólfur Jónsson Friðfinnur Ólafsson Ragnar Jóhannesson Ábyrgðarmaður er Ragnar Jóhannesson Afgreiðslumaður: Vilhelm Ingimundarson Utanóskrift: Kyndill, Alþýðuhúsinu, 6. hæð Alþýðuprentsmiðjan h.f. Þeir.semviljablekkja ísleiizkan æskulýð. SKUMENN eru djarfir og stórhuga. Þeir setja sér það mark að vinna sigra í baráttu framtíðarinnar, vilja vinna sér lönd og hróður, og um fram allt þrá þeir viðfangs efni, sem samboðin séu kröft- um þeirra og baráttuhuga. Þetta eru einkenni heilbrigðr- ar æsku. Þess vegna mega æskumenn ekki láta blekkja sig. Þeir mega ekki láta skaðvænleg þjóðfélagsöfl hella myrkri í augu sér, svo að þeir sjái ekki hvar vegurinn liggur, vegur- inn til framtíðarlandsins, þar sem ríkir frelsi, jöfnuður og bræðralag. Þess vegna eiga þeir ekki að leggja eyrun við fagurgala yf- irstéttarinnar, sem blaðrar ísmeygilega um einstaklings- frelsi og athafnafrelsi, en held- ur þó með harðri hendi niðri rétti fjöldans til betra og bjart- ara menningarlífs. Þess vegna skeyta þeir heldur ekki um náttugluvæl þeirra, sem eru svo villtir og skammsýnir, að þeir halda að ríki hins snauða fjölda geti því að eins komizt á, að fólkið sé fyrst svo ör- vinglað af hungri og eymd, að bylting þess brjótizt fram í blóði og ógnum. Þessa dagana reyna blöð og talsmenn yfirráðastéttarinnar á íslandi að berja því inn í okkur, að Alþýðuflokkurinn hafi fyrst og fremst leitt dýr- tíðarósköpin yfir þjóðina, af því að hann hvatti alþýðuna til þess að hrinda af sér okrinu, sem leggja átti á hana með gerðardómsiögieysunum. — En djarfir og óspilltir æskumenn sjá í gegnum blekkingavefinn. Þeir vita, að þetta kjaftæði er aðeins sett fram af íhalds- A LDREI hefir hugsjóna- snauðari og aumari ríkis- stjórn farið með völd á íslandi en sú, sem nú situr á valda- stóli. Þegar svo við það bætist, að aldrei hefir íslenzka þjóðin þurft eins mikið á því að halda og nú, að um stjórnvölinn héldu dugandi menn og úr- góðir, til þess að firra þjóðina beinum voða, er ekki að undra, þótt á einn veg fari um hag okkar og stjórnarfar. Enda er raunin sú: Verðbólgan í land- inu eykst gífurlega með degi hverjum, peningarnir eru orðn- ir verðlausir og þar með kippt grundvellinum undan sparnað- arviðleitni þjóðarinnar, ekkert er gert til þess að halda í horfinu, en þjóðin, sem ,,smá- sjár tveggja stórvelda“ hvíla á, siglir nú hraðbyri að feigð- arströnd andlegs og efnalegs sjálfstæðis. Á þessum tíma er það, sem fjármálaráðherra landsins rýkur til einn dagiim og afnemur bifreiðaeinkasöl- una, þvert ofan í vilja alþing- is, eftir að hafa valdið með bif- reiðaúthlutunum sínum einu stærsta hneyksli, sem átt hefir sér stað hér á landi. flokkunum til þess að leiða at- hyglina frá því, að þeir standa vörð Um'rangfenginn milljóna- gróða, stríðsgróða, sem fá- menn yfirstéttarklíka hefir dregið í sjóði sína, til þess m. a. að geta búið í víðáttumiklum lúxus-íbúðum, í munaði og öll- um hugsanlegum lífsþægind- um, meðan fjöldi Reykvíkinga ýmist stendur á götunni, án þess að hafa þak yfir höfuðið, eða búa í þrengslum, óþægind- um og óhollustu. En þessi stríðsgróði hinna fáu, sem yfir- stéttarflokkarnir verja með oddi og egg, er meiri en næg- ur til að halda niðri dýrtíðinni, sem er að þrengja æ meir að alþýðunni. Þessa dagana hamast líka kommúnistar, sem þykjast þessa stundina vera lýðræðis- sinnar, — við að reyna að sann færa okkur um að allar kjara- bætur, sem Alþýðuflokkurinn hefir tryggt íslenzkri alþýðu, séu fyrirlitlegt kák. Þessum mönnum öllum á íslenzkur æskulýður að svara með því að gera Alþýðuflokkinn sterk- ari í kosningunum 18. október. Heilir hildar til. Nú er eðlilegt að menn spyrji: Hvað vinnur þjóðin við þessa ráðstöfun? Allir eru um það sammála, sem nokkuð hugsa um þessi mál, að á slík- um tímum, sem nú eru, er lífs nauðsyn, að hið opinbera hafi íhlutunarvald á sem allra flestum sviðum viðskipta og fjármála. Meðal þeirra hluta, sem allar þjóðir í heimi hafa nú sett skömmtun á, eru bif- reiðar, og þó sérstaklega það, sem til þeirra þarf, hjólbarðar og benzín. En Jakob Möller afnemur einn góðan veðurdag allt eftirlit með slíkum vöru- tegundum á íslandi. Hvers vegna? Var það vegna þess, að allt eftirlit í þessu efni væri ó- þarft hér á landi? Nei. Hvers vegna þá? Vegna þess, að Jak- ob Möller sá fram á, að nefnd sú, er kosin var af alþingi eða meirihluti hennar, var ákveö- in í að úthluta bifreiðum eftir þeirri reglu, að sá fengi bifreið, er hefði mesta þörfina fyrir hana, en viðurkenndi ekki reglu fjármálaráðherrans, að sá skyldi hljóta bifreið, fyrst og fremst, sem hæst væri skráður í höfuðbók íhaldsins. hundsa umsóknir alls þorra þeirra manna, sem sóttu um bifreið, og höfðu bifreiðaakst- ur að atvinnu sinni, bítur hann höfuðið af skömminni með því að afnema bifreiðaeinkasöluna, er sýnt var, að einhverjir þeirra manna, sem harðast höfðu orðið úti, mundu fá ein- hverja réttlætingu. Landbúnaðarráðherrann í þessari endemis ríkisstjórn hef- ir heldur ekki látið sitt eftir liggja. Páli Zóphoníassyni var vikið úr kjötverðlagsnefndinni af því hann var ekki líklegur til þess að hækka kjötið nógu mikið, en í stað þess var settur þar Ingólfur á Hellu og það stóð ekki á honum að hækka kjötið og hækkunin var svo gífurleg, að bændurnir ætluðu ekki að trúa sínum eigin eyr- um, er þeir heyrðu um ósköp- in. Með þessu tiltæki var hleypt nýju blóði í dýrtíðina, vísitalan tekur nú stór stökk upp á við mánaðarlega og öll- um lokum er nú hleypt frá verðbólguflóðinu. Jafnframt þessu aukast svo vandræði almennings. Hundr- uð, og ef ekki þúsundir manna eru húsnæðislausir og eiga hvergi höfði sínu að að halla. En n'kisstjórn sérhagsmun- anna og stríðsgróðans, situr í hvíta húsinu við Lækjartorg, stuðlar að upplausn í þjóðfé- laginu, vandræðum og skelf-, ingu og ýmist með aðgerðum eða aðgerðarleysi sínu stefnir andlegu og fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar í beinan og óumflýjanlegan voða. Gjafir eru yður gefnar og eruð þér litlir menn, ef þér launið að engu, mælti ein stór- brotnasta kona. sögualdarinnar. Vonandi búa íslendingar enn yfir sömu skaphöfn og synir þessarar konu og launa þeir þá ríkisstjórninni gjafir henn- ar 18. og 19. október n.k. AðalfDBdor F. D. J. í Kepjavik. tj' ELAG ungra jafnaðar- manna í Keykjavík hélt aðalfund smn s.l. þriðjudag. — Formaður félagsins gaf skýrslu um starfsemi félagsins á liönu starfsári, en síðan fóru fram kosningar á stjorn og öðrum trúnaöarmönnum íélagsins. — í stjorn hlutu kosmngu: Form. Agúst H. Petursson. mundarson. Ritari. Guðrún Jónsdóttir... Gjaldkeri. Jón Agústsson. Meðstjórnendur. Pétur Har- aldsson, Ingimar Jónsson og Jón Emils. Að loknum kosningum fóru fram miklar umræður um starf félagsins í framtíðinni. Al- mennur áhugi ríkir meðal fé- lagsmanna um það, að starf- semi félagsins verði sem bezt, og spáir félagið öllu góðu með framtíðina og það hlutverk, sem því er ætlað að vinna L þágu jafnaðarstefnunnar. F.U.J.-félagar! Undirbúningur undir kosn- ingarnar 18. október er nú í fullum gangi. Látið ykkur ekki vanta í raðir þeirra, sem ötullegast vinna að sigri Al- þýðuflokksins við þessar kosn- ingar. Munið, að sigrar verða aðeins unnir með miklu starfi. Leggið ykkur fram aí alefli í baráttunni fyrir málstað okk- , ar. Kosningaskrifstofa Alþýðu flokksins er í Alþýðuhúsinu og er opin alla daga að minnsta kosti kl. 9—7. Liggið ekki á liði ykkar í kosningabaráttunni — hvorki í undirbúningnum né- á kjördag. Eftir að ráðherrann er búinn að Varaform. Vilhclm Ingi-

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.