Afturelding - 01.03.1936, Side 3

Afturelding - 01.03.1936, Side 3
AFTURELDING ef 20—50 flugvélar væru notaðar. Þetta eitur or- sakar bólgu í nefi, augum, liálsi og lungum. Það verður ómögulegt að draga andann, því hálsinn bólgnar. Eiturgasið var fyrst notað við Ypern í heims- styrjöldinni. Þá lék djöfull eiturgass-stríðsins laus- um hala. En það var barnaleikur samanborið við það, sem verður í næsta stríði. Ungur enskur her- foringi í Arolwick hefir uppgötvað eiturgas, sem þrengir sér í gegnum allar gasgrímur og gerir mennina brjálaða, svo ekki er hægt að lækna þá. Svo eru búnar til sjálfvirkar flugvélar, sem er stjórnað frá jörðunni eða frá skipi, og geta þær sjálfar varpað niður sprengikúlum, sem brenna alt á fleiri kílómetra svæði. Samkvæmt The Observer eyddu Englend- inngar fyrir nokkrum árum 36 kr. á hverri mínútu til að hervæðast, en sú upphæð er hærri nú. Þá hefir einnig verið fundið upp tæki, sem nota á í næsta stríði, til að brenna mennina svo holdið skorpnar, með hinum útfjólubláu geislum sólar- innar. Einnig hafa menn einangrað sóttkveikjur til að setja í sprengikúlur sem varpa á niður yfir lög og láð, svo að skæðar farsóttir komi yfir óvinalöndin. Maður nokkur, Ullivi að nafni, hefir búið til vél, til þess að geta með þráðlausum rafmagns- geislum sprengt í sundur skip og flugvélar og hvað sem vera skal. Fyrir stuttu var gerð tilraun með þetta og rafmagnsstraumur sendur í fjar- liggjandi verksmiðju, sem eyðilagðist algerlega. Þykkar koparstengur bognuðu og vélahlutir bráðn- uðu fyrir þessum mikla hita. Stór rafmagnsstöð var gerð óstarfhæf og allar rafmagnsvélar á stóru landsvæði stöðvuðust, svo að myrkur ríkti í borg- um og bæjum. Heimurinn er eins og vitstola maður, sem eng- inn getur læknað. En þeir, sem vilja flýja til Jesú, geta komist undan, því Jesús hefir búið okkur öruggan stað hjá sér. Guð blessi lesendur þess- arar greinar og hjálpi þeim til að skilja viðvörun- ' ina, svo að þeir af öllu hjarta vilji leita hans í tæka tíð. E. E. Áskrifendatafla. Markmið okkar fyrir árið 1936 var að fá 500 nýja áskrifendur að blaðinu. Hingað til hafa bæst við 185. Þá eru eftir 315. Keppið að markinu, vinir! Safnið nýjum áskirfendum! Lögreglumaðurinn og bœn Eiríks litla. Þórhildur Jóhannesdóttir þýddi úr norsku. Framh. Hvað sagði sá hluti Guðs orðs, sem hann hafði séð og lesið í Heilagri Ritningu fyrir löngu liðnu: „Mínir sauðir heyra rödd mína og þeir fylgja mér.“ Nei, það var áreiðanlegt, hann hafði ekki hlustað eftir þessari rödd og hlýtt henni „Lögreglumaður grætur ekki,“ hafði Eiríkur sagt. Hann myndi hafa orðið mjög undrandi ef hann á þessan stundu hefði getað séð félaga sinn. Höf- ug tár drupu niður kinnar þessa sterkbygða manns. I fyrsta skifti grét Abel N. vegna hins syndum- spilta og glataða lífs. En tárin drógu úr þjáning- um hans. Það leyndi sér ekki að góði hirðirinn var ekki langt frá lionum. „Drottinn Jesús, ver mér nærri,“ bað hann og sofnaði vært. Á þeirri stund, sem hann var aftur orðinn svo frískur að hann gat lesið, bað hann um Biblíu, og las hana upp frá þeirri stund með gaumgefinni athygli. I fyrstu fann hann enga fróun í því. Þyngri og þyngri varð syndabyrðin hans. Nætur- skuggarnir lögðu sig dimmri og dimmri yfir sálu hans. Því miður var það enginn er hann gat trúað fyr- ir sálarkvölum sínum. Það leit helst út fyrir að það væri nauðsynlegt fyrir hann að stríða alger- lega einan. Hið barnslega hjal Eiríks litla var hið eina sem létti hjarta hans á þessum stríðsömu stundum. Eiríkur hélt áfram að biðja fyrir vini sínum, þar sem hann sá hann aldrei, né heyrði, biðja sjálfan. Bæn barnsins gerði hjarta hans enn hryggara, því j hvert skifti, sem hann bað, þá varð hann að segja við sjálfan sig: „Ég er á- reiðanlega ekki einn af hans sauðum, ég heyri honum ekki til.“ Dag nokkurn, eftir hádegi, sofnaði lögreglumað- urinn ofur rólega. Þegar hann vaknaði aftur, und- ir kvöldið, sá hann blómsturvönd á rúminu sínu, og á ofurlitlum meðfylgjandi miða, stóðu þessi Ritningarorð: „Við fórum allir villir vega, sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgerðir vor allra koma niður á honum.“ (Jes 53, 6.). 15

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.