Afturelding - 01.03.1936, Page 9

Afturelding - 01.03.1936, Page 9
AFTURELDING afneita heiminum og hata syndina. Vér megum ekki elska lystisemdir heimsins, og ekki sækjast eftir því, sem hans er. Ekki sækjast eftir vond- um félagsskap, heldur forðast alt það, sem getur tælt oss til syndar. Þá verðum vér að forðast allar heimslegar skemtanir og skaðlegar nautnir, því að þeir hlutir, sem notaðir eru í slíkum til- gangi, geta rænt oss hinum himnesku gæðum, og gert hjörtu vor friðvana. Þannig er það með þá, sem hafa vanið sig á vín, tóbak, skemtanir, laus- læti o. þ. I. Þegar þeir svo verða að fara á mis við þetta, þá líður þeim illa. Þeir eru þá ef til vill alveg friðvana, af því að þessir skaðlegu lestir hafa þá verið búnir að stela öllum friði frá þeim. Og einhvern tíma kemur að því, að þeir, sem venja sig á slíka lesti og temja sér þá, að þeir verða að leggja þá niður, þó ekki verði fyr en dauðann ber að dyrum. Þá er bágt að hafa látið heiminn stela frá sér friði og rósemi sálarinnar og verða svo að fara með friðvana sál burtu úr heiminum og inn í hina endalausu eilífð. Þetta er nauðsynlegt fyrir hvern og einn að athuga á með- an enn er náðardagur, og á meðan enn gefst tími til að snúa við. En munum samt eftir því, að eng- inn af oss á ráð á morgundeginum. Munum eftir því, sem skáldið segir: „Hver veit nema sé nú í nótt, náðin í burtu tekin.“ Kom því að krossi Jesú, kæra sál! Kom að hinni dýru náðarlind, sem laugar oss og hreins- ar burt allar syndir, hvort sem þær eru stórar eða smáar. Þar er frið að finna og bót við öll- um meinum, því Jesús er græðari allra vorra meina. Hann bíður öllum að koma til sín, sem erfiða og eru þunga hlaðnir, og hann vill veita þeim hvíld. Hann vill létta öllum byrðum lífsins af oss; allri synd; öllum áhyggjum og allri sorg. Og vér höfum ekki ráð á því, að hafna þessari rniklu náð, sem oss er fram boðin í Jesú Kristi, Guðs lambinu, sem ber synd heimsins. Gefum honum hjörtu vor og helgum honum allar stundir lífs vors, því að sá, sem hefir Soninn, hefir lífið, en sá, sem ekki liefir Guðs Son, hefir ekki lífið.“ Vér ættum að verja sem flestum stundum í bæn og söng og lestur Guðs orðs, því þær stundir veita oss ómetanlega blessun, bæði fyrir þetta líf og fyrir eilífa lífið. En þegar við lesum Guðs orð, biðjum eða syngjum Guði til dýrðar, þá ber oss að gera það með djúpri lotningu fyrir Guðs orði, og temja oss guðselskandi liugarfar. Vér megum ekki fyrirlíta það í hjörtum vorum, sem vér höfum um hönd í bæn og söng. Þeir, sem t. d. syngja lofsöng um skírn Jesú, geri sig ekki seka í því að fyrirlíta skírnarathöfnina í hjarta sínu — greftrunarskírnina, sem Jesús skírðist eftir Guðs eilífa vísdóms ráði. Látum oss lifa saman í heiminum, sem elsku- leg Guðs börn, biðjandi hvert fyrir öðru og elsk- andi hvert annað. Munum það, að vér erum keypt Guði til handa með dýrmætu blóði Krists, og er- um fyrir það orðin erfingjar eilífs lífs. En tölum ekki illa hvert um annað, svo vér ekki hryggj- um Guðs Heilaga Anda, kostum heldur kapps um, að varðveita trúna og góða samvisku, því að sá, sem stöðugur stendur alt til enda, hann mun hólp- inn verða. Elskum Jesúm af öllu hjarta og keppum eftir að lifa samkvæmt kenningu hans og dæmi. Því hann hefir leyst oss undan eilífum kvölum for- dæmdra, með dauða sínum á krossinum. Og hann elskar oss með eilífum kærleika, og breiðir sinn blessaða náðarfaðm út á móti sérhverjum synd- ara, sem kemur að krossinum, til þess að fá fyrir- gefningu synda sinna. Hann er jafnan nálægur öllum, sem ákalla hann: „Hann heyrir sínum himni frá, hvert hjartaslag vort jörðu á.“ Trúin á Jesúm hei'ir lífgefandi mátt í sér, til að frelsa mennina. Þess vegna er hún hin eina sanna og sáluhjálplega trú. Enginn getur frelsað sálir mannanna frá valdi syndarinnar og dauðans, nema Jesús, því enginn Frelsari er til nema hann. „Sá, sem trúir og verður skírður, mun hólpinn verða, en sá, sem ekki trúir, mun fyrirdæmdur verða,“ segir Jesús. (Mark. 16, 16). „Því að Kristur hefir bundið enda á lögmálið, svo að nú réttlætist sérhver sá, sem trúir.“ (Róm. 10, 4 og 5, 15). Sá, sem réttlættur er orðinn fyrir trúna á Jesúm og hreinsaður af syndinni í blóði hans, hann er orðinn limur á líkama Krists. Sá maður lifir ekki lengur sjálfum sér eða heiminum, held- ur honum, sem dó fyrir oss á krossinum. En, ef vér erum limir á líkama Krists, þá verður oss Ijúft og indælt að gera vilja Guðs. Jesús taldi það vera mat sinn og drykk, að gera vilja síns himneska Föður og leysa af hendi hans verk. Og vér getum ekki fullnægt hjartans þrá vorri, nema vér viljum líkjast honum, og gera vilja Guðs, 21

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.