Afturelding - 01.03.1936, Síða 10
AFTURELDING
Endurminningar
frá ferð til Palestínu.
Eftir CARL ANDERSSON.
Þýtt hefir Kristín J. Þorsteinsdóttir.
Framhald.
1 suðri breiðir sig Jesraelssléttan (Harma-
gedon) og í baksýn er Samaría og Gilbóa
fjall. Þar dó hinn fráfallni Sál dauða sjálfs-
morðingjans. I suðvestri höfum við Karmels-
fjallgarðinn og í norðri glampar snjórinn á Liban-
ons og Hesmons hæstu tindum. Safed liggur um
3 mílur þaðan sem við erum. ,,Sú borg, sem stend-
ur uppi á fjalli, fær ekki dulist.“
eins og hann. Þá er það ekki lengur af ótta við
hegningu fyrir syndina, að vér viljum ekki vera
þjónar hennar, heldur af elsku til Guðs, og af
því, að oss langar til að þóknast honum. — „Ótti
er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin
elska óttann,“ segir postulinn. Kostum þess vegna
kapps um að verða fullkomin í elskunni til Guðs
og Frelsara vors, svo að vér getum verið laus við
allan ótta, allar efasemdir og kvíða, þegar oss
mætir eitthvað mótdrægt í lífinu, svo sem sjúk-
dómar, örbirgð, ofsóknir eða annað, sem hefir
þjáningar i för með sér.
Ef vér elskum Jesúm og lifum fyrir hann, þá
höfum vér frið við Föðurinn. Líf vort verður þá
fult af friði og fögnuði í Heilögum Anda, þeim
friði, sem heimurinn þekkir ekki, enginn nema
sá, sem elskar Jesúm. Því án Jesú öðlast enginn
frið við Guð, heldur þeir einir, sem trúa á Jesúm,
og trúa því, sem Guð hefir til vor talað í sínu
heilaga orði. Því orði, sem liann hefir talað til
vor fyrir munn spámanna sinna, fyrir munn Jesú
Krists og postulanna. Sá, sem efast um sannleiks-
gildi Guðs heilaga orðs, hann getur ekki öðlast
frið við Guð.
Ef vér elskum Jesúm, og líf vort er orðið fult
af unaði og gleði í samfélaginu við hann, þá ber
oss að vera grandvör í allri hegðun vorri, allri
umgengni við aðra menn og varðveita hugarfar
Jesú Krists, hvað sem oss kann að mæta, svo vér
hryggjum ekki Guðs Heilaga Anda eða missum
þann frið, sem vér höfum öðlast.
Sæmundur Sigfússon.
Nú megum við ekki staðnæmast hér lengur, held-
ur verðum við að setja okkur í bílana, sem hraða
sér áleiðis til Samaríu.
Þykk rykmóða umlykur bílalestina. Við förum
fram hjá einni járnbrautarstöð við Jerúsalems-
brautina, áfram gegnum nýlendur, þar sem fólkið
er úti á ökrunum við vegina að undirbúa sáningu.
Bráðum erum við inni í Samaríu. Við staðnæm-
umst fyrir neðan gömlu Samaríu, sem stendur á
hæð einni all nærri veginum. Því miður höfum
við ekki tíma til að fara upp og skoða þennan
forna höfuðstað hinna 10 kynkvísla. Af borginni
eru aðeins rústir eftir og íbúarnir fáir. Margar
Bibliufrásagnir urðu svo augljósar fyrir mér þess-
ar fáu mínútur, sem við vorum að athuga um-
hverfið. Hér uppi var það, sem djákninn Filippus
prédikaði Krist fyrir fólkinu, rak út illa anda,
læknaði sjúka, skírði liina trúuðu í vatni, og hélt
bænasamkomur, þegar Pétur og Jóhannes lögðu
hendur yfir hina skírðu og báðu að Guð sendi
Heilagan Anda yfir þá. Simon, hræsnarinn, varð
afhjúpaður, og mikil gleði varð í þessari borg.
(Post. 8,5—25.). Það var hér, sem hinir likþráu
menn frambáru gleðitíðindin um brottför óvina
ísraels, eftir að þeir sjálfir höfðu verið í herbúð-
unum og notið kræsinganna þar. (2. Kon. 7.).
Allir hungraðir urðu mettir á þeim degi, en van-
trúarmaðurinn, sem átti að halda reglu við hliðið,
var troðinn undir í mannþrönginni. Nú stöndum
við í hinum frjósama dal vínberjanna, sem Jesaja
spámaður talar um (28, 1.). Hér vaxa þistlar með-
al hveitisins, og einhverskonar rauðleit blóm, sem
líkjast Valmúa. Ferðin heldur áfram til Síkem,
sem nú nefnist Nablus. Hér er alt iðandi af lífi.
En það er ekki sem þægilegast, þegar Arabarnir
bjóða okkur velkomna með því að henda möl inn
í bílana til okkar. Þess vegna förum við í gegnum
borgina, en staðnæmumst við Jakobsbrunn. Ó,
hvílikar minningar, sem þessi staður rifjar upp.
Hér verður Jóh. 4. kap. svo raunverulegur og lif-
andi. Jesús varð að fara gegnum Samaríu. Vegur-
inn liggur í dal einum milli Garisim hægra megin
og Ebal til vinstri. Á þessum fjöllum var blessun-
in og bölvunin lesin upp fyrir ísraels börnum forð-
um (5. Mós. 27,12—13.). Borgin Síkem liggur við
fjallsrætur Ebals. Samverska konan, sem Jesús
hitti við brunninn, var þaðan. I þeirri borg dvaldi
hann tvo daga. Þegar konan sagði: „Feður vorir
tilbáðu á þessu fjalli,“ átti hún við Garisim, sem
22