Afturelding - 01.05.1937, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.05.1937, Blaðsíða 7
.AFTURELDING Na’sta skiffci þeg-ar læknirinn kom, bað bróðirinn hann á ný að taka af sér gipsið, því að 'nann vildi klæða sig. »Þcr, að klæða yðo.r!« hrópaði læknir- inn, »það er langt i‘rá því, herra minn. I það allra minsta þurfið þér að liggja níu mánuði í þessuir. skorðum, ef þér þá nokkurntíma getið vænst þess að verða frískur«. En í hvert skifti, sem læknirinn kom, þrábað bróðirinn hann að l.ofa sér að kiæða sig. Að lokum misti læknirinn þolinmaóina, og sagði að ha.nn skyldi þá í'á að klæða sig, en aöeins Upp á sína eigin ábyrgð, og með því skilyrði aö hann notaði hækjur. Inn á þessi skilyrði gekk bróð- irinn strax. Hann klæddi sig og setti hækjurnar undir hendur sér og fór að ganga, fullkomlega heill! Þegar bróðirinn hafði leikið sjúkan mann á hækjum, sfcuttan tíma, bað hann læknirinn aö skrifa sig út af sjúkrahúsinu, þar eð hann væri orðinn albata. Þetta fannst lækninunn vera í'jar- stæöa, og vildi ekki heyra það. En þessi íslenski bróðir okkar, hann þrábað í annað sinn, þar til, þolinmæði læknisins þraut og að endingu sagði hann: »Nú, jæja, þér skulið fá að koma út, og þaö svo fljótt sem mögulegt er. Þér eruð sá erfiðasti sjúklingur sem, ég hefi nokkurntíma haft undir höndum. Komi eitthvert óhapp í'yrir yður á ný, þá vil ég láta yður vita það strax, að við tökum yð- Ur alls ekki inn á sjúkrahúsið aftu,r«. Bróðirinn var glaður yfir því, að fá að sleppa út af sjúkrahúsinu, og þegar .hann var kominn út, gekk hann beina leið upp á gagnlýsingardeildina og bað þess að hann yrði gegnumlýstur. Þegar læknir- inn hafði tekið mynd af líkama hans og framkall- að hana, spurði bróðirinn, hvort hann gæti fært sönnuir á það, að eitthvað væri athugavert við líkama sinn t. d. hvort myndin sýndi nokkurt bein- brot, skemmd í lungum eða í innýflum. Læknirinn viðurkendi að hann væri fullkomlega heilbrigður, og spurði, hvers vegna hann hefði verið að láta skoða sig svo nákvæmiega. Hinn spurði þá á móti, hvorfc hann myndi eftir manni, sem fyrir þrem vik- um hefði verið borinn inn á sjúkrahúsið með ellefu beinbrot, og að allra áliti í dauðaslitrunum. Fimm rif voru brotin og eitt þeirra hafði stungist inn í lungun. Mjaðmarbeinið var þríbrotið, annar fót- urinn tvíbrotnaði og hinn einbrotinn. Auk þess hafði hann innvortis sár, fc. d. fimm þumluinga langt sár í maganum og margar skrámur og togn- anir. Atburð þenna mundi læknirinn mœta vel og lét undrun sfna í ljós, ef maður sá lifði enn þá, en um leið gegndi hann sér aftur og sagöi: »Nei, sá maðu,r er áreiðanlega dáinn«. »% er einmitt sami maðurinn«, sagói Islend- ingurinn. »Það er ómögulegt. Reynið ekki að innbyrla mér slíkt, því að það er eðlisfræðilegur ómöguleiki«. »Enginn hlutur er ómögujegur fyrir Guði«, svar- aði bróðirinn. »Guð hefir gert mig heilan, og ef þér viljið ekki trúa mér, þá. skuluð þér hringja til sjúkrahússdeildarinnar, sem ég lá á, og fá þaö staðfest«. Læknirinn gekk strax að símanum og spurði em- bættisbróður sinn á áðu.rnefndiö deild, hvort jjessu væri svo farið og var það staðfest. Þegar læknirinn kom til baka frá símanum, sagði hann: »Já, deild- arlæknirinn segir þetta satt vera, sem þér segið mér, en ég trúi því samt. ekki. Guð kann að gera kraftaverk en ekki á. þenna hátt, það er ómögulegt!« Hinn fullkomlega l,æknaði vinur okkar gekk hamingjusamiy frá sjúkrahúsinu, og fór strax að vinna þunga vinnu„, svo sem múrgerð. Kenndi hann þá ekki hins minnsta meins eftir áfallið. Drottinn hafði gert verkið fullkomáð! Dýrðin og neiðurinn tilheyrir Jesú einum, sem framvegis gerir slík verk, sem svar við bænum sinna barna. Að þetta sé í ölju satt og rétt, sem hér er skrifaó, geta meðlimirnir í hinum Skandinaviska hvíta- sunnusöfnuði í San Francisco, Californíu, staðfest. Á. E. þýddi úr norsku. P. t. Nákunnur maður mér, sem var staddur í Osló fyrir nokkru síðan, hefir sagt mér, að hann hafi heyrt pastor Ýström, frá Ameríku, og sem. get- ið er í þessari grein, að hafi verið einn af þeim ellefu, er báðu, fyrir veika manninum, segja frá þessu,m atburði á fjölmennri samkomu í Osló, og eru báðar frásagnirnar samhljóða. Þýdandinn. Bœnin. Bœnin er lífsafl og lykil] að lífsins himnesku bor>;'. Hún flytur mér geisla irá C.uði, i gegnum reynslu og sorg'. Hún ver mig freistingfivaldi. vilja minn eykur og þrótt. Hún veitir mér huggun í hanni, svo hjartanu verður rótt. Hún bætir mig, göfgar mig, gleður, svo guðdómsins nálægð ég fin.i, því Drottinn i bæninni birtist og býður mér ástfaðminn sinn. 11./6. 1935. Norðfelds. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.