Afturelding - 01.01.1938, Síða 4
AFTURELDING
okkur borgið, hallelúja! En stundum erum við þ:>
svo óttaslegin, eins og dúfan var, að við þorum
ekki að láta rödd okkar heyrast — þorum ekki að
vitna um, frelsi okkar. Pá. kemur Kristur svo mild-
ur og kærleiksríkur, íyrir Heilagan Anda, og seg-
ir: »Lát mig ,sjá auglit þit.t, lát mig heyra. röcld
þína«. Hann þekkir hversu við erum veiktrúuð oft
og tíðum á hið fullkomna verk hans á Golgata. Það
e'r eins og hann vilji segja,: Ó, þú þarft ekki að
vera hræddur; vígið sem þú ert kominn inn í, það
er fullkomlega öruggt, þér er borgið í sárum mín
um. Lát mig aðeins heyra rödd þína — það er vitn-
aðu óhræddur um frelsi þitt.
Nú lesum við textann aftur: »En er Filstar
heyrðu að Davíð væri smurður til konungs yfir
Israel, lögðu allir Filistar af stað að leita Davíðs.
Og er Davíð frétti það, för hann ofan í fjallvígið«.
Manstu það ekki, Jíegar þú varst simurður Guöi tii
eignar, er þú tókst lifandi t:rú á K'rist, hvernig all-
ir Filistar tóku sig saman að ofsækja þig? En hvað
gerðir þú þá? Fórstu að reyna að verjast á ber-
svæði eigin réttlætis? Hlaða þér vígi úr afsökun-
um, eða undanfærzlum, ósannindum, ef til viil?
Þotðir þú ekki að kannast við það, að þú værir einn
af frelsingjum Jesú Krists? Guð gæfi! að þeir van-
heiðursblettir findust ekki í trúarbók þinni. Séróu
Davíð? Um leið og- hann fréttir um samsærið geng
ur hann ofan í fjallvígið. Hvað seg’ja orðin okkur
— »ofan í fjallvífjið«. Þau segja okkur það, að viö
þurfum, að ganga ofan frá eigin-réttlætinu, ofan
til auðmýkfarinnar, því að auðmjúkum veitir Guð
náð. Við þurfum, að ganga niður til þeirrar vu>
urkenningar, að án Krists erum við glataðir synd-
arar, en í honum eigum við íullkomið frelsi og ör-
uggt vígi. Þarna, í víginu vann Davíð fullkominn
sigur á óvinunum. Þannig fer öllum, sem gera
Krist að vígi sínu, þeir vinna fullkominn sigur á
öllu óvinarins veldi. »Og Davíð vann sigur á þeim
og sagði: »Drottinn hefir skolað burt óvinum mín-
um fyrir mér eins og þegar vatn ryður sér rás«.
Allir ættu að sjá, hversu undursamlega þetta teng-
ir hvað annað. Þegar- við göngum niður í vígió,
eins og Davíð gerði, það er: leitum hjálpar Krists
í öllum vanda, þá er það hans, en ekki okkar, að
sigra erfiðleikana. Við munum þá reyna það sama
og Davíð: Drottinn hefir skolað burt óvinum mín-
um. Athuga, að það var Drottinn en ekki Davíð,
sem vann þrekraunina. Undursamlegur sigur, þeg-
ar við göngum svo inn í Krist, sem vígi okkar,
að það er hægt að segja að það sé hann, en ekki
við, sem gerir þetta og hitt. Dýró sé Guði!
En við skulum atliuga það, að margar hersveit-
ir hafa lagst á eitt til þess að reyna að vinna, þetta
vígi af okkur, fá okkur til þess að yfirgefa þao.
Mætti Drottinn va.rðveita okkur frá því, að af-
neita Meistara okkar, að við gerðumst aldrei lið-
hlaupar úr blóðistökktu vígi endurlausnarinnar.
1 þrælastríðinu var það, ef ég man rétt, að fá-
mennri hersveit var fengið það hlutverk að vernda
sérstakt vígi, sem norðurherinn átti geymd sín
mestu verðmæti, í. óvinaherinn gerði öflug áhlaup
hvað eftir annað á vígið, en þessi litla hersveit
varði það einlægt með óviðjafnanlegri dáð. Ix>ks-
var snjallasta hershöfðingja, suðurríkjanna með úr-
vals liði, falið að reyna að vilnna vígið. Hann sótti
að því með harðvítugustu áhlaupum úrvala liðs, svo
varðsveit vígisins varð að þrengja sér innst inn
í vígið. Loksi voru óvinimir búnir aö sækja svo
fast að þeim, að þeir sáu engan útveg. önnagna
af þreytu og sárum, voru þeár að því komnir að
hefja, upp hvíta fánann, er tjáði óvinunum: Við gef-
umst upp. En þegar þeir voru að binda fánann í
fánasnúruna, þá verður einum þeirra litið upp og
sér þá hvar fáni er reistur upp í fjöllunum. Þar
lesa þeir á fánamerkjum samherja sinna orðsend-
ingu frá hershöfðingja sínum svo hljóðandi: »Hald-
ið víginu — ég kemi. W. T. Sherman«. Þeir hættu
við að hefja hvíta fánann, en mæddir blóðrás leggja
þeir fram síðustu krafta sína til þess að halda
víginu. Eftir fáar stundir kemur hershöfðing'i
jjeirra með einhuga lið og stekkur óvinunum á
flófta á svipstundu, frelsar líf þessara aðfram-
komnu hetja og bjargar víginu. Þessi atburður
varð tilefni til þess, að hinn heimsfrægi söngur
— »Jesús kallar, verjið vígið« — varð til.
Stundum finst okkur Guðs börnum, að okkar
sé freistað um skör fram. Það flýgur ,sem elding
í hugann, að nú sé ekki um annað að ræða en gef-
ast upp, því að vígi trúariinnar verði ekki lengur
varið. E,n þegar kraftarnir eru þannig að örmagn-
ast og allar vonir í sand runnar, svo að segja, ætt-
um við að líta upp til fjalla fyrirheitanna og spá-
dómanna, sem eru öll þakin fánamerkjum hers-
höfðingja okkar — Jesú. Þá sjáum við um leið-
táknin, sem segja okkur, að hann sé að koma, sem
við þráum heitast. Ef til vill, aðeins einn dagur
enn — svo er hann kominn. Þú sem finnur þig
þreyttan og örmagna, stríddu enn um stund, líttu
upp til fjallanna og lestu táknin: »Verjið vígið, —
ég kem. Jesús«. Á. E.
4