Barnablaðið - 14.03.1901, Qupperneq 1

Barnablaðið - 14.03.1901, Qupperneq 1
^öarnaBLaötö. 4. ár. Reykjavík, Marz — Apríl (I4/3) 1901. M 3-4. Lærði drengurinn. (Niðurl.). U var drengurinn aftur aleinn. Enþá kom allur stóri skógurinntil hans: hávöxnu grenitrén, grönnu bjarkirnar, lágu víðirunnarnir, litlu reyni- viðar frjóangarnir, birkihrísið, lyngið og lyngblómin, og alt spurði það hann vin- gjarnlega: —því grætur þú?— —Er það ekki von eg gráti, þegar eg rata ekki heim— sagði Hegesippus. —Já, en þú veizt þó svolítið— sagði stóri skógurinn. —Já,— sagði drengurinn — en eg veit ekki veginn heim. —Vertu sæll— sagði skógurinn. —Nei, bíddu svolítið við,— sagði Hege- sippus í drauminum. — Vertu svo vænn að vísa mér á veginn heim að borginni. Mér er svo kalt, því yfirfrakkinn minn og skóhlífarnar og stafurinn hans pabba urðu eftir niðri í díkinu. —En þú veizt þó svolítið,— sagði skóg- urinn. —-Nei væni skógur minn, eg fullvissa þig um, að eg veit hrebit ekkert,— and- varpaði drengurinn í þessum dauðans vand- ræðum. —Ertu virkilega svo heitnskur?—- spurði skógurinn. — Eg -er alt sem þú vilt vera láta, bara ef þú vísar mér leið heim— sagði drengurinn. —Nei, bíddu við kunningi,— sagði skóg- urinn, engin undanbrögð! Játaðu nú hrein- skilnislega, að þú vitir alls ekkert utn hið rétta líf og eðli náttúrunnar, þótt þú blaðr- ir ósköpin öll, sem þú hefir lært upp úr bókum. Viðurkendu, að þú veizt miklu minna um það, en roaurinn i maurabúinu, eða minsta barið á greinum grenitrjánna—. Hegesippus stundi eins og hann lyfti heilu hlassi. Það er heldur hart aðgöngu, að játa sig svo fáfróðan, þegar maður lief- ir t'étt áður verið svo óttalega lærður. — Eg veit ekkert annað en það sem stend- ur í dýrafræðinni— kaliaði hann upp. —Það er svo,— þú ætlar að smeygja því fram af þér!— kallaði skógurinn þrá- lyndislega. Nei, út með sannleikann. — Kallaðu nú svo hátt að allir heyri það: Hegesippus er hgimskurl Drenginn dreymdi, að hann væri allur í einu svitabaði, þótt honum væri dauðkalt þarna sem hann svaf. — Það er víst satt, skógur minn, að eg er dálítið heimskur— sagði hann. —Nei, út með sannleikannl Mjög heimskur,— sagði skógurinn. —Nú fyrst þú vilt endilega vita það, þá------eg er heimskur — nautheimskur! —Hegesippus er heimskur! enduttók bergmálið alstaðar í skóginum! Og þá varð nú glatt a hjalla 1 — Nei heyrir þú hvað strákurinn segir,— sagði birkihrísið við einiberjarunnann. — Hvernig getur nokkur

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.