Barnablaðið - 14.03.1901, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 14.03.1901, Blaðsíða 4
12 BARNABLAÐJÐ. ganga sv,o sem góðum félögum sæmii', án þess, að stíga fæti á veitingakrá". „Nú e'rtu kominn til á skjóttum, bann- settur, en það verður að fyrirgefa þér það; þú ert svo ungur í sjómenskunni enn þá. — En heyrðu nú, félagi! Hvaða sjómað- ur heldurðu að sé talinn maður með mönn- um, á þeim skútum, sem ganga út frá Faxa- flóa, sem ekki fær sér duglegt „bragð" með góðum félaga, segðu mér það ?“ sagði Pall. „Já, það er nú auðvelt að segja þér það, vinur. Ef við að eins létum menn dæma um, sem ekki eru gagnsýrðir af sömu villu og þú, ásamt fjölda sjómanna, mundu þeir álíta þann kominn lengst á veg í siðmenn- ingu, sem ekki bragðaði einn dropa víns, enda hafa ofmargar raddir látið til sín taka um skaðsemi áfengisins, og sýnt fram á með skýrum rökum alt það tjón, og þau vand- ræði, sem af því hlýzt fyrir menn". „Mikil firn eru að hlusta á þig, Bjarni. Hvaða sjómaður, sem ber hug í brjósti og krafta í kögglum, heldurðu sé að taka til- lit til, hvað þessi eða hinn dóninn, sem ekki dýfir hendi sinni í kalt vatn.segirum áhrif vínsins. Við vitum, hvaða hressing er bezt fyrir okkur, þegar við komum í land eftir langa og stranga útivist úti í rúmsjó, og þurfum ekki annara sögusagn- ar við. Það er þetta, að kunna að fara með dropann, það er kúnstin la, og ef við fá- um okkur „dram", þá máttu vita, að hvorki eg eða þú þarft að liggja fyrir hunda- og mannafótum. Það hefi eg aldrei gert enn þá, þessi 5 ár, sem eg er búinn að hanga við sjóvolkið. — Svo tölum við ekki meir um það fyrr en í land kemur, félagi". „í land; já, svo getur það verið, en eg hreyfði mig elcki í land, ef eg vissi, að eg yrði mér til skammar, og eg tek þetta svo, að þú haldir, að eg verði tilleiðanlegri þegar í land kemur til að drekka, þegar eg sé dýrðina inni á veitingahúsinu. — En af víni er eg enn þá óspiltur, félagi, og vildi helzt verða það, að minsta kosti fyrsta ár- ið, sem eg er á sjó, og það skal eg reyna, þó það ef til vill ekki takist, því freistingar ykkar sjómannahafa komið mörg- um unglingnum, sem í sjómensku hefir farið, í vandræði". „O-illa trúi eg. að þú fylgist ekki með félaga þínum, eins og góðum dreng sæmir". „Ekki um að tala inn á veitingahús, það eyðileggur þig. En ef eg vissi að þú værir illa staddur, þá vil eg hjálpa þér". Nú fóru hásetar að fara í land; og ekki leið á iöngu, þangað til 2 og 2 félagar sáust stinga sér inn um dyrnar á veitinga- húsinu; þangað gengu og þeir Bjarni og Páll, en þegar að dyrunum kom sagði Bjarni: „Við hittumst seinna; vertu sæll á með- an“, og Bjarni stökk á brott með það sama. Það var orðið áliðið dags. Bjarni fór nú að hugsa um að fara út um borð og gekk nú að hótelinu til að vita, hvort hann sæi ekki neinn sinna félaga, og einkum Pál. Hann staðnæmdist úti fyrir einum glugganum á veitingakrónni, og heyrði að inni voru ærsl og rifrildi. Alt í einu heyr- ir Bjarni að sagt er fyrir innan í digrum, drafandi róm: „H.................þitt Páll, nú skal eg d . . . . þig". Bjarna grun- aði, að þarna mundi nú Páll félagi sinn vera, og skundaði nú inn, og reyndist það að sönnu, því þar var Páll að berjast við heljarmikinn rum, Bjarni sánú hvað verða

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.