Barnablaðið - 14.03.1901, Síða 5

Barnablaðið - 14.03.1901, Síða 5
BARNABLAÐIÐ. 13 vildi. að nú yrði hann að skerast í Ieikinn, ef Páll ætti að kornast hjá algerðri mis- pyrmingu. Svo Bjárni hleypur inn í hóp- inn, þar sem þeir Páll eru að slást, alveg út úr drukknir, og tekur Pál með valdi af hinum og ætlar að hlaupa út, en þá tekur þessi stóri svoli svo ónotalega aftan í Bjarna, að honum lá við falli aftur á bak. — Bjarni veit nú ekki hvað til ráða skal taka, hvort hann eigi nú að fara að slást við mótstöðumann sinn. — Nei. — Bjarni spyr hann að, hvort hann vilji lofa sér út, án þess að gera sér nokkuð. Hann segir honum að þegja, með fleirum óþvegnum orð- um, og með því Bjarni sá sitt óvænna, ef hann hefðist ekkert að, þá geklc hann að honum, grípur báðum höndurn utan um mótstöðumann sinn og keyrir hann undir sig; svo stendur Bjarni upp og tekur Pál með sér, en mótstöðumaður hans liggur eitir á gólfinu í svíma við Jítinn orðstír. Bjarni fór nú með Pál út um borð, en á leiðinni hafði liðið yfir hann, því blóð rann úr nefi og eyrum, og þutfti lengi að sturnra yfir honum áður hann fengi fulla rænu, og langur tími leið aður en hann varð jafn- góður í höfðinu. — En Páll var ekki sá eini, sem fluttur var drukkinn út unt borð, Því heita mátti, að hver maður væri drukk- lnn, og hinir „druknu fluttu hina druknu". Um haustið fóru þeir heim til sín, þeir Bjarni og Páll. Bjarni hafði dregið mæta- Vel — töluvert meira en Páll.—Það varð fögnuður mikill heima fyrir á Grund, þeg- ar Bjarni kom, því foreldrar hans höfðu ekki séð hann síðan hann fór um veturinn a skútuna, og voru mjög ánægð yfir, hvað Bjarna hafði gengið vel á skútunni, og hvað hann yrði álitlegt sjómannsefni, ef honum entist líf og heilsa. En Bjarni hugsaði líka ekki um annað fremur en að halda áfram að vera sjómaður; því hann liafði ekki hugmynd um, að það yrði þröskuld- ur á lífsleið sinni, sem riði lionum að fullu, — sem, eins og nú stóð, var óskiljanlegt að mundi verða. — En svo var hér, sem máltækið segir, „að hver dregur dám af sínum sessunaut". Bjarni gat með tíman- um ekki varist þeim freistingum, sem fé- lagar hans lögðu fyrir hann, því nú fór honum smátt og smátt að þykja gott að fá sér „bragð"; það var lítið fyrst, en það var nóg til þess, að löngunin í það fór vax- andi, þar til hann á stundum gat ekki með góðu stjórnað sjálfum sér. Bjarni var búinn að vera 5 ár sjómaður.— Hann var orðinn drykkjumaður. — Það var á miðri vetrarvertíð, að skipið sem hann var á kom inn hlaðið fiski. -— Bjarni fór í land, sem flestir aðrir hásetar á skip- inu — náttúrlega til að fá sér í staupinu. En um kveldið fara þeir aftur út um borð slompfullir meir og minna í blíðskaparveðri. Sjórinn var sem fágað gler, tunglið óð í skýjum, og alt virtist benda á gleði og góða líðan meðal fólksins, sem hér og hvar var á gangi um göturnar í hópum í kaup- staðnum, og sömuleiðis meðal hinna mörgu sjómanna, sem þá voru á leiðinni um borð í skip sín. — Um kveldið er Bjarni einn uppi á þilfari, en hinir niðri — sum- ir komnir i »koju“,— Þeirsem niðri eru og ekki voru svo druknir, að þeir gætu ekki heyrt, heyra alt í einu hljóð; maður einn hleypur upp að bragði; hann skimar í dauð- ans ofboði aftur og frarn um skipið, en

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.