Barnablaðið - 14.03.1901, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 14.03.1901, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ. Imba-: Af því að sólin kemur upp og geng- ur undir. Jón: Sólin kemur ekki upp. Imb a: Kemursólin ekki upp? Það er vístþú sjálf- ur, sem ekki kemst upp á morgnana, en aldrei hefi eg séð sólina sofa yfir sig. Jón: Eina lummu Imba mín. Sólin kemur hvorki upp né gengur undir. Það er jörðin sem gengur. Imba: Skammastu þín ekki að segja, að jörð- in gangi ? Jón: Hvað heldur þú að sólin sé stór? Imba: O hún er svona ámóta og stór pott- hlemmur. J ó n : Þetta svar ættir þú nú eiginlega að borga með mörgum lummum. Sólin er mik- ið stærri en jörðin. Hvernig heldur þú að jörðin sé útlits? Imba: Eg hefi nú aldrei farið út úr sveitinni hérna. Jón: Þú ert svo heimsk, Imba. Eg á við, hvort hún er ferhyrnd eða kringlótt. Imba: Látum hana þá vera kringlótta. Jón: Er hún kringlótt eins og pönnukaka, eða eins og epli. Imba: Eins og pönnukaka. Jón: Eina lumrnu til! Veiztu ekki, að það má sigla alt 1 kring um jörðina. Get- ur þú siglt alt í kringum pönnuköku. Jörðin er ávöl ogjörðin gengur í kring. Hún snýst í kringum sjálfasig og líka í kring um sólina. Imba: Nú sknl eg segja þér nokkuð, Jón, að ef þú talarsvona ljótt, þá klaga eg þig fyrir lionum föður þínum, þegar hann kemur heim. Jön: Hæ, hæ, þáhlæja allir að þér. Komdu nú út á túnið, þá skal eg sýna þér það. Imba: Á jörðin að hringsnúast fyrir okkur þar úti ? J ö n dró Imbu með sér út á túnið, og sagði: Stattu nú kyr, Imba, nú átt þú að vera sólin og mátt ekki hreyfa þig. 15 Im ba: En þú ? Ert þú nú jörðin, fyrst þú hleyp- ur svona? J ó n af stað o'g sótti stóru skopparakringl- una, sem var undir húströppunum og svipuna sína. J ó n : Skopparakringlan er jörðin, sjáðu til, nú slæ eg í hana með svipunni og kem henni til að ganga kringum þig. En hún gengur líka í kring á annan hátt, hún gengur kringum sjálfa sig. Imba: Hver rekur þá á eftir jörðinni fyrst hún gengur kringum sólina. Jón: Það rekur enginn á eftir jörðunni, hún gengur samt í hring.— Svo er nú tungl- ið. Hvað heldur þú að sé hér um bil langt til tunglsins. Imba: Og það er nú svona misjafnt. Þegar það hangir rétt hérna uppi yfir fjall- inu, þá má hægleganá í það með brauð- kefli. J ó n: Uss Imba, það eru óttalega mörg þús- und mílur þangað. Imba: Sá er góðurl Jón: Eg skal segja þér nokkuð Imba! Þeg- ar menn lesa mikið, þá verða þeirmiklu vitrari en aðrir menn, og hætta þá að segja, að jörðin sé eins og pönnukaka. Imba: Eg hélt þér þætti nú vænst um, ef hún væri það. En segðu mér nú nokkuð: Hvað er langt til kirkjunnar í Dal? J ó n : Þangað hefi eg aldrei komið. Imba: En það er útkirkjan hans pabba þíns. J ó n: Eg hefi aldrei komið þangað, heyrir þú það. Imba: Eg hefi heldur aldrei verið í tunglinu, Jón: Eina lummu, Imba! Imba: Einn eyri, Jón! Og svo fóru þau að tuskast í gamni, og þá varð nú gamla Irnba sterkari. Hún tók Jón og bar hann inn í rúmið hans, og svo varð hann að fara að hátta, og fékk svo fullan lummudisk í rúmið. »En það er bara sálu-

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.