Barnablaðið - 31.07.1901, Qupperneq 2

Barnablaðið - 31.07.1901, Qupperneq 2
2Ó BARNABLAÐIÐ. veg eins og eld, og þó var það hvítara og fölara en eldslogi. Hvað var þettaf Hefi eg virkilega mist niðnr eldköggul úr eldstónni ? hugsaði hún. Að þessu varð hún að gæta. Hún fór á fætur og gekk þangað. Nei, ekki var það eldur; það var ekkert annað en hálf- fúið tré, sem lýsti í myrkri eins og maur- ildi á fiski. María aðgætti það nú í krók og kring. Þá sá hún ofurlítið þar frá svo- lítinn depil á veggnum, sem ljómaði með enn þá hvítari birtu. „Það er lika fúið tré", hugsaði hún með sér, og þreifaði á því með hendinni. Nei, það var svo lítill hring- ur, sem hafði verið stungið svo langt inni í rifu á veggnum. Eftir mikla fyrirhöfn tókst henni að ná honum út, og þá sá hún að birtan kom af ofurlitlum demanti, sem var greiptur inn í hringinn. En sá fund- ur! En hvað það reyndi á þolinmæði Maríu, að geta ekki skoðað hann undir eins í krók og kring. Hún dró hann á fing- ur sér og fór upp í rúmið aftur. En nú lét svefninn ekki heldur bíða eftir sér. Hafið þið ekki heyrtgetið um drauma- landið? Þar var María heimagangur eins og öll góð börn, og litlu draummennirnir sveimuðu kringum rúmið hennar með gylt- um vængjum. Þeir tóku hana við hönd sér og leiddu hana sjötíu ár aftur í tímann; þar sá hún gömlu ömmu, sem þá var á seyt- jánda ári, svo glaðvær og hlæjandi, blíð- leg og falleg eins og María sjálf.......... Hún sat hérna í gamla sæluhúsinu, sem María svaf nú í, en þú ættir bara að sjá, hvað sæluhúsið var þá fallegt, spánnýtt og hvítt og fallegt alt í kring . . . . og við hliðina á seytján ára gömlu stúlkunni stóð laglegur unglingsmaður um tvítugt, klædd- ur'í sjómannaföt. Þau voru að hreinsa ber. — Þau horfðu hvort á annað — en hvað augu þeirra voru hrein og björt. — Voru þetta augun hennar ömmu ? Já, eins og þau vóru fyrir sjötíu árum! ... Þá tók lag- legi, bjarthærði unglingurinn í höndina á henni, kysti hana og stökk út — og sigldi svo burtu á skipi — ó, hvað gamla amma grét þá.......(altaf segi eg „gamla amma" og þó var hún bara seytján ára)........ Ó, hvað hún grét fallega, blíðlega, unga stúlk- an! Þarna komu systkinin hennar heiin í sæluhúsið, Öll með fullar berjakörfur. Þau slógu hring um gömlu ömmu .... um hina ástkæru, ungu systur og dönsuðu og hlógu til að reyna að hugga hana og gleðja, en hún grætur.......grætur því meira og horf- ir í norður á hverfandi rönd af sjónum úti við sjóndeildarhringinn. María vaknaði og litaðist um í kringum sig. Burtu var unga stúlkan, sem grét; burtu var drengurinn; burtu var fallega sælu- húsið. Heima í Albanó sat gamla amma níræð og blind, og María lá hér í gamla sæluhúsinu, sem var komið að hruni. Man'u varð eitthvað undarlega þungt fyrir hjart- anu. En samt sofnaði hún aftur. Og nú tóku draummennirnir hana með sér og létu hana sjá meir en sjötíu ár fram í tímann. Hvað sá hún þá? Er þetta eyjanhérna? En hvað hún er ólík sjalfri sér og þó lík! Burt er gamla sæluhúsið; eflaust veit enginn, hvar það hefir staðið, eða áð það hefir verið til; María veit það bara alein. En þar sem sæluhúsið stóð og þar sem „villurnar" stóðu, og yfir alla hina fyrverandi grænu eyju, lágu nú stræti og torg með háreist- um húsum. Vagnarnir þutu áfram með

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.