Barnablaðið - 31.07.1901, Page 4

Barnablaðið - 31.07.1901, Page 4
28 BARNABLAÐIÐ. María strauk hendinni um ennið á sér og sagði hljótt við sjálfa sig: „Það hefir verið draumur; en hvílíkur draumur!" Antonía svaf enn. María vakti hana með kossi, svo styttu þær upp um sigpils- in, því grasið var enn þá vott, og kvöddu sæluhúsið. Þær höfðu ekki gengið langt, áður en þær sáu bát við ströndina, og í honum sat faðir þeirra áhyggjufullur, sem sjálfur fór á stað að leita að þeim. Þær komust heim á tæpum klukkutíma. Antonía hafði frá mörgu að segja, þeg- ar hún kom heimaftur: þrumunum, gamla sæluhúsinu og skrítnu vísunum, sem lesa mátti á veggjunum. En María fór undir eins ti! ömmu sinnar, faðmaði hana að sér og kysti hana bæði á munninn og hend- urnar. Hún gat ekki gleymt draumnum sínum, og hugsaði með sér: eins og eg er hefir amrna verið, og eíns og hún er, verð eg líka! Svo datt henni laglegi sjó- maðurinn í hug, sem aldrei kom aftur úr sjóferðinni, og hún fór að hugsa um ein- hvern, sem eg vil ekki nefna, og hvað það væri undarlegt að hugsa um hann að sjötíu árum liðnurn, og minnast þá allra þeirra inndælu æskudaga, sem hún hefði nú eytt í leik og gleði. Þá komu tárin fram í hin bh'ðu augu Maríu; þau voru oft- ast viðbúin hvort sem henni bar sorg eða gleði að höndum, hinni góðu, viðkvæmu Maríu. Getur amma getið sér til hvar eg hefi verið; eg hefi verið í sæluhúsinu! sagði hún. Þar stóð nafnið hennar ömmu skrif- að á þilin, og svo dreymdi mig alla nótt- ina svo undarlegan draum um ömmu. En gamla konan tók ekki eftir hvað María sagði; hún hélt bara í hendina á henni og þuklaði nákvæmlega demantshring- inn, sem var á baugfingrinum. „Hringur- inn . , . . . hringurinn!........“ hrópaði hún skjálfrödduð. „Hvar hefir þú fengið hringinnf" „Eg fann hann í rifu á þilinu í sælu- húsinu". „Það er sá sami!" kallaði gamla kon- an upp yfir sig, og beygði sig niður til að kyssa hringinn, sem hún setti á visna fingurinn sinn. Þakka þér fyrir Maja mín; það er sá sami, já, já, það er sá sami! Eg leitaði að honum í gær, og eg leitaði allan daginn en gat ómögulega fundið hann. En nú er eg búinn að fá hann". „Var það í gær, amma ? Var það í gær?" „Var það ekki í gær? Nei, það er satt; það eru margar vikur síðan, það var þegar hann fór í burtu". „Var það laglegi ungi sjómaðurinn í bláu treyjunni?". „Já, einmitt hann. Þekkir þú hann?" „Hann, sem hreinsaði berin með ömmu í gamla sæluhúsinu, og fór síðan burtu í sjóferð". „Já, það er sá sami........Þú veizt líklega ekki að okkur þótti báðum vænt hvoru um annað síðan við vorum börn; hann var bara þremur árum eldri. Hann var mér eins og bróðir, en honum þótti vænna um mig en bræðrum þykirumsyst- ur sínar. Þegar hann fór burtu fyrir nokkr- um vikum, þá sagði hann við mig: „Beata Soffía, þér þykir ekki vænt um mig á sama hátt og mér um þig; nú fer eg burtu og kem ef til vill aldrei aftur. Eg hefi falið hringinn, sem þú sást í gær, hérna í sælu- húsinu; leitaðu að honum, og efþú finnur

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.