Barnablaðið - 31.07.1901, Page 8

Barnablaðið - 31.07.1901, Page 8
31 BARNABLAÐIÐ. smakka brauðið. En það var nú eitt af mestu tilhlökkunarefninu fyrir mér að fá brauð. Hugsið þið ykkur, þarna fékk eg heila pottköku með mér, dálítið af harð- fiski og nokkuð af smjöri og nokkuð af tólg við og dálítinn hákarlsbita! Eg kærði mig nú ekkert um fiskinn og hákarlinn, enn brauðið, það var mér fyrir öllu! Eg, sem hafði ekki smakkað það síðan á sum- ardaginn fyrsta, og þar áður ekki síðan um jól eða nýár! Eg var heldur manna- leg þegar eg var að grúska í reitunum. Eitt af því sem við höfðum með var átta potta drykkjarkútur. I honum var óblönduð gömul sýra. Svo höfðum við tveggjapottatunnu til að blanda í, og sagði Beta að eg ætti að gera það, af því eg væri krakki. En mér fanst eg geta orðið bæði sifjuð og þreytt eins og fullorðna fólkið. Þó byrj- aði eg nú á þessu skylduverki mínu og blandaði í tunnuna. Þegar við vorum búin að borða fór- um við að koma okkur niður. Allir vildu vera þar sem bezt var, en það var í miðju tjaldinu. Mér dugði ekki að segja neitt, því Beta var svo húsmóðurleg yfir mér, og lét mig vita að eg yrði að vera þar sem eg yrði látin. En loksins þegar búið var að koma sér saman um hvar hver skyldi vera, sagði hún mér að eg ætti að vera yzt, út við súlu, að norðanverðu í tjaldinu. Eg fór þá að koma mér fyrir. Klifberarn- ir voru undir höfðunum á okkur, og föt og koddar þar ofan á. En fyrir utan klif- berana út undir tjaldskörinni geymdum við malsekkina okkar. Eg holaði mér nú þarna niður, en það fór illa um mig og mér var svo kalt, því eg varð að hrekjast út fyrir súl- una og rak svo fæturna alveg út úrtjaldinu. Við sváfum ekki iengi, þvf við grasa- tekju ríður mest á, að ná í grösin meðan jörðin er blaut, og grösin rök, þá er bezt að taka þau, og þá breiða þau sig bezt út. Við átum fyrst og. hituðum okkur kaffi, en eg var svo sifjuð að eg hafði ekki lyst á neinu. Svo klæddum við okkur í skinn- sokka og leðurskó, settum á okkur fingra- vetlinga, sem hálfir fingurnir vóru kliptir af, bundum grasapokann upp um hægri öxlina og undir vinstri hendina og lögðum á stað. í fyrstu gönguna. Það er siður, að þegar menn fara að finna grös þá fer fólkið að dreifa sér, og tinir þá hver í kapp við ann- an. Ef maður fann góðan grasablett, þá reyndu allir að láta ekki hitt fóllcið vita af honum eða ná í hanti. Þegar hækka tók í pokunum og þeir fóru að verða þungir, svo hæfilegt var að létta á sér, þá hóaði fyrirliðinn í fóikið. Allir hnöppuðu sig þá saman, og heltu grösunum úr pokunum undir barði eða þar sem eitthvað var til einkennis. Hvar setti sín grös í kringlótt- ar hrúgur, sem allra kyrfilegast, Þetta vorukallaðar „tínur". Þegar velgekkþá fengu menn 5—10 tínur á göngu, en þá var líka oft verið undir sólarhring úti, ef veður var gott og rekja. (Framh.). Barnablaðið. Nýir kaupendur að Barnablaðinu (1902) geta fengið tvo síðustu árganga (1900 — 1901) fyrir 1 krönu eða hvorn á 50 au. Nokkur eintök af blaðinu frá upp- hafi (fjórir árgangar) í logagyltu skraut- bandi verða til sölu fyrir nýárið á 3 krónur fyrir þá, sem halda áfram að l<aupa blaðið. — Þessir fjórir árg. kosta óbundnir 2 krónur og 50 aura. Útgefandi: Bríet Bjarnhéðisdóttir. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.