Barnablaðið - 06.12.1901, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 06.12.1901, Blaðsíða 5
BARNABLAÐID. 45 get ekki lesið eina einustu nótu þegar sól- inn skín svona beint framan í mig«. »Þettafer aldrei vel«,andvörpuðu maur- arnir, sem nýbúnir voru með mikilli fyrir- höfn að setja héluna í almennileg perlu- bönd, sem áttu að líta út eins og sorgar- kragar, en nú fóru allar perlurnar að þiðna- »Þetta fer aldrei vel, það verður bara mesta sull og krapavatn. Er hér engin sólhlíf, sem nær frá suðri til norðurs?* Engisprettan hafði alt sumrið leikið á harmonikuna sína, en aldrei kært sig um að vinna nokkurt handarvik. Því lá hún nú hálfdauð af hungri undir visnuðu aspar- laufi, en hrestist viðþegar sólargeislinn skein á hana, og hélt að sumarið væri aftur kom- ið og fór að teygja harmóníkuna til og frá svo asparlaufið hoppaði upp í loftið; en í sama bili teygði hún af sér bæði hendur og fætur, því hún hékk ekki orðið alminni- lega saman. „Svo fór um sjóferð þá.“ Þetta alt sá sólargeislinn þegar hann brauzt fram úr dimrnu og þungu haustskýj- unum. En hann sveif niður á blikandi vængjum í gagnsæja loftinu, og leitaði að einhverjum á jörðinni, sem hann gæti hugg- að og glatt. Sólargeislinn kom á frosna tjörn og glitraði þar á spegilfögrum haustísnum. »Er hcr nokkur syrgjandi?« spurði hann. »Nei«, sögðu skóladrengirnir, sem voru að sýna sínar allra mestu íþróttir á nýbrýndu skautunum sínum, og hlógu og æptu, og skólatelpurnar stóðu við landið og rendu sér á öðrum fæti, til að vita hvort ísinn héldi. Það var fjarska mikið gaman. Só largeislinn flaug áfram, og kom að björk, sem var í dái. »Er hér nokkur syrgjandi*. »Nei«, sagði björkin, »hvað ætti eg að syrgja. Eg sem veit að eg á að grænka langtum dýrlegar aftur, einhvern- tíma þegar vorið kemuraftur". Enn þá flaug sólargeislinn áfram, og kom að fátæklegum kofa, þar sem foreldr- arnir og börnin skiftu seinasta bitanum sínum milli þeirra, sem voru enn þá fá- tækari. „Er hér nokkur syrgjandi", sagði hann. — „Nei", sagði fátæka fólkið, „hvað ættum við aðsyrgja? Við vitum, að guð í náð sinni sér um öll sín börn, og upp á hann leggjum við allar áhyggjur okkar“. Nú flaug sólargeislinn áfram, og kom að skipi, sem barðist ötullega móti storm- inum. „Er hér nokkur syrgjandi?" sagði hann. „Nei“, sagði gamall sjómaður; „hvað ættum við að syrgja? Guð er sá, sem stýrir skipinu í höfn, og því vinnum við öruggir öll okkar störf hvaða hætta sem að höndum ber“. Sólargeislinn flaug áfram, og kom að sóttarsæng manns. „Er hér nokkur syrgjandi?" „Nei“, svaraði sjúklingurinn. „Guð er mín heilsa, og hann veit bezthvað mér er fyrir beztu“. Enn þá flaug sólargeislinn áfram, og kom að kirkjugarði. Þar sat móðir, og grét yfir barninu sínu. „Er hér nokkur syrgjandi?" — „Nei“, svaraði móðirin grátandi; „hvað ætti eg að syrgja, fyrst eg fæ að sjá barnið mitt í himninum? Þó eg gráti, góði sólargeísli, þá er það af gleði, af því, að guð hefir tekið ást- kæra barnið mitt svo snemma inn í sína eiltfu gleði". Og sólargeislinn undraðist, að hann skyldi ekki finna neina sorg á jörðunni. En hann hafði ekki séð alt, blíssaður geisl- inn.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.