Barnablaðið - 06.12.1901, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 06.12.1901, Blaðsíða 6
46 BARNABLAÐIÐ. Að stundarkorni liðnu skein hann inn um glugga, og þar stóð lítil stúlka hjá blómsturkrukku. »Er hér nokkur syrg- jandi?« — »Já«, sagði telpan, »hér er einn. Eg syrgi myrtuplöntuna mína, sem eg plantaði til merkis um hamingju mína, hún hefir visnað núna í haust«. »0, ef ekkert gengur annað að þér, þá skal eg hugga þig«, sagði sólargeislinn. Og svo skein hann á myrtuplöntuna, svo hún fékk nýtt líf, og brátt var nú sorgin í glugg- anum, sorgin í barnshjartanu horfin. Nú flaug sólargeislinn áfram, og inn um fangelsisglugga. »Er hér nokk- ur syrgjandi?« — »Já«, sagði ræninginn, sem sat þar í fjötrum og beið eftir dómi sínum. »Því ætli eg syrgi ekki, eg sem er glæpamaður og fangi, útskúfaður af guði og mönnum, og vonlaus um nokk- ura vægð«. »Líttu á þetta«, sagði sólar- geislinn, og um leið skein hann á blað í biblíunni, sem var opin einmitt þar, sem frelsarinn lieitir ræningjanum á krossinum fyrirgefningu. Og brátt hvarf sorginúr fang- elsinu, sorgin úr örvæntingarfulla hjartanu. En þá einu sinni hélt sólargeislinn áfram og kom til hans Jóns gamlaá Grund, sem stóð við straumharða á og barði ör- væntingarfullur höndurn saman. »Er hér nokkur syrgjandi ?« — »Já«, sagði Jón.— »Hvað syrgir þú ?« — »Eg syrgi barnæsku mína, þegar eg var vanþakklátur og óhlýð- inn við foreldra mína, senr nú eru fyrir löngu dánir; eg syrgi æsku mína, sem eg hefi eytt í leti og óhófi, og nú er eg orð- inn gamall. Eg syrgi alla æfi mína, sem aldrei hefir verið neinum til gagns né gleði, því eg hefi aldrei hugsað um annað en nu'n- ar eigin skemtanir; því ætla eg að steypa mér ofan í fossinn hérna«. »Bíddu svo lítið við«, sagði sólargeisl- inn, »þá skal eg vísa þér þá leið, að þú getir enn þá gert eitthvað gott í heimin- um«. Og svo sveif sólargeislinn yfir móa og mýrar, og Jón fór áeftir þangað til hann kom að tjörninni, sem skólabörnin höfðu laumast út a til að skemta sér í leyfisleysi á virkum degi. »Litastu hérna um«, sagði sólargeislinn, »settu þig niður og segðu börnunum hvernig fari fyrir þeim, sem aldrei hugsa á æfi sinni umannað en sín- ar eigin skemtanir og sinn eigin hag«. Og Jón á Grund settist niður til að segja sögur, og drengir og telpur settust í hvirfing í kringum hann, og sólargeislinn skein beint inti í auguþeirraeinsogstraum- ur af hinu eilífa ljósi. Og gamli Jón varð aftur glaður, því nú gat hann enn þá kom- ið dálitlu góðu til leiðar, og gálausu börn- in urðu alvarleg, en þau vóru eins góð fyr- ir það, því það var sú alvara, sem hin rétta gleði sprettur af. Nú hafði sólargeislinn flogið nóg þann daginn, og í einni svipan var hann kominn yfir 14 miljónir mílna aftur inn í sólina. Haustskýin komu nú og drógu dragtjöldin sín yfir jörðina, en geislinn sat um þá á gægjurn við sólarbrúnina til að gæta að þegar fyrsta rifan kærni í dragtjaldið. Það var enn þá langt, langt þangað til rifan sást, en þá stökk geislinn undir eins aftur upp og skein ofan á hvíta snjóinn. Og enn þá man hann eftir skemtilegu orlofsferðinni sinni í nóvember, því þá hafði hann glatt svo mörg hjörtu, og það er ætíð góð minn- ing til að lifa lengi af á eftir. (Þýtt). Barnablaðið Af því það hefir brugð- ist að mynd gæti verið í þessu tölublaði Barna* blaðsins, verður að ltæta það upp með fleiri mynd- um f næsta árgangi. Útgefandi: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Glasgow-prentsmiðjan.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.