Alþýðublað Hafnarfjarðar - 28.04.1951, Page 2
2
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAK
Söluhorfur á freð-
fiski erlendis
Síðastliðið ár var fluttur út freð-
fiskur fyrir 80Á millj. ísl. króna. Er
það annar hæzti útflutningsliður-
inn það ár. Verkaður og óverkaður
saltfiskur var fluttur út fyrír 87
millj. króna.
Stærsti kaupandinn að freðfisk-
inum var Amerika, sem keypti fyr-
ir 35 millj. króna. Fryst karfaflök
var stór liður í þeim útflutningi.
Útlit er fyrir mikla sölu, í Ameríku,
á þessu ári á ýsu-, karfa- og steinbíts
flökum, fyrir viðunandi verð. Hins
vegar er nokkuð óviss sala á þorskfl.
nema þá helzt í eins punds um-
búðum, en sárfá frystihús hafa að-
stöðu til þeirrar framleiðslu. Til
þess þarf dýrar pökkunarvélar, sem
kosta á annað hundrað þúsund kr.
stykkið. Það liggur í hlutarins eðli,
að til þess að halda velh í samkeppn
inni þar vestra, verða fleirri frysti-
hús að fá þessar dýru vélar, því þá
opnast ennþá stærri markaður fyrir
hraðfrysta fiskinn í Ameríku.
Ekki er ólíklegt að hægt verði
að selja 6—8 þús. lestir af karfa-
flökum þar vestra á þessu ári og
myndi það magn, ef vel tekst með
söluna, gefa gjaldeyri, sem nema
myndi 40—50 millj. króna. Mestur
hluti þessara uphæðar yrði eftir í
landinu fyrir hráefni og vinnulaun,
því vinnulaun við karfavinnslu eru
mikil, vegna þess hve hann er sein-
unninn og mikillar vandvirkni þarf
að gæta við vinnslu hans.
Vara þessi er þegar vel þekkt í
Ameríku og hefur líkað ágætlega,
heilir farmar úr „Fossunum" selzt
á svipstundu. En alvarlegar kvart-
anir hafa komið út af einu atriði í
meðferð vörunnar og er það um
'lélega hreinsun, því allt hreistur
þarf að fjarlægja áður en fiskinum
er pakkað í fallegar umbúðir.
Hefur nú verið gerð gangskör að
því í hverju einasta frystihúsi, að
bæta úr þessum ágalla og verður
þeim húsum bannað að framleiða
karfaflök, sem ekki gæta þessa.
Selt hefur verið nokkuð af þorsk-
flökum til Ameríku. Þá hafa verið
seldar 2000 lestir af þorskflökum
til ísrael og svipað magn til Bret-
lands. Búast má við sölu á svipuðu
magni og áður til Tékkóslóvakíu.
Unnið er að sölu til Ungverjalands
en ennþá er óvíst um árangurinn.
Þá verður reynt að komast inn á
þýzka markaðinn og hafður „Iager“
í Hamborg, og fiskurinn sendur inn
í landið frá þeim „lager", eftir því
sem pantanir berast.
Samkvæmt umsögn umboðs-
manna frystihúsanna erlendis, lík-
ar islenzki fiskurinn allsstaðar vel,
mnn hetur en fiskur keppinaut-
Sitt af hverju ....
SKÁK
*---- '
Rossolimo teflir í Hafnarfirði
ÁBURÐARVERKSMIÐfAN. — Heyrst hefur, að mjög hafi komið til
álita að reisa hina nýju áburðarverksmiðju hér í Hafnarfirði. Sérfræðing-
amir tveir frá Ameríku, eru sagðir þeirrar skoðunar, að Hafnarfjörður sé
einna bezt fallinn þeirra staða, sem um er að ræða, fyrir verksmiðjuna.
ÞRÍR F.U.J.-FÉLAGAR. — Þrír meðlimir úr F.U.J. í Hafnarfirði, þeir
Ólafur Friðjónsson, Jón Már Þorvaldsson og Ólafur Sigurðsson hafa í
vetur tekið þátt í leiklistarstarfsemi þeirri, sem rekin er á vegum Klemenz-
ar Jónssonar leikara. Þeir hafa einnig komið fram opinberlega og skemmt
með leik sínum við ýms tækifæri, nú í vetur. Hafa þeir getið sér hins
bezta orðstýrs með frammistöðu sinni og sýnt mikla og ótvíræða hæfi-
leika á sviði leiklistar.
FORUSTUKLÍKAN SPARKAR. — Síðan hin nýja forustuklíka Sjálf-
stæðisflokksins hér í bæ, náði völdum í flokki sínum, hefur hún sparkað
eða bolað eftirtöldum Sjálfstæðismönnum úr trúnaðarstöðum, sem bæj-
arstjórnin veitir: Lofti Bjarnasyni, úr bæjarstjórn og íþróttanefnd, Þor-
leifi Jónssyni, úr bæjarstjórn, bæjarráði og hafnarnefnd, Jóni Gíslasyni,
úr útgerðarráði, og Guðjóni Magnússyni, úr niðurjöfnunarnefnd ásamt
Sigurði Kristjánssyni.
VATNSVEITAN. — Bæjarverkfræðingurinn mætti á bæjarráðsfundi
fyrir skömmu. Taldi hann að vonir stæðu til þess, að hin nýja vatnsveita
yrði fullbúin í júnímánuði næstkomandi.
HIN NÝJA FORUSTA AÐ VERKI. — Helztu menn hinnar nýju forustu-
klíku íhaldsins hér í bæ, eru eins og kunnugt er: Stefán Jónsson (fyrrv.
n.......) og Páll Víðdalín Daníelsson „(tertu)“-ritstjóri.
Þessir menn töldu útgerðafrráð betur skipað með brottrekstri Jóns
Gíslasonar útgerðarmanns og skipun Stefáns Jónssonar í hans stað. En
bæjarbúum er kunnugt, að Stefán er þekktur af allt öðru en því, að fást
við útgerð.
Guðjón Magnússon, skósmíðameistari, er gamalkunnur og vel kynnt-
ur ITafnfirðingur. Hann ráku þeir úr niðurjöfnunarnefnd, til að koma
þar að Páli Vídalín, ritstjóra, sem fáir bæjarbúar þekkja, aðrir en þeir, sem
lesa Hamar, og er viðkynning hans eftir því, og því ekki á marga fiska.
Þess skal geta að Stefán og Páll verða nokkrum krónum rikari með því
að skipa sjálfa sig í þessar nefndir, þar sem nefndarstörf þessi eru launuð.
anna, enda víða' keyptur bærra
verði.
Þarf að vinna að því að fjölhæfa
framleiðsluna, selja fiskinn frystan,
saltaðan, svo og óverkaðan, að ein-
hverju leyti, og þurrkaðan. Þá væri
nauðsynlegt að niðursuða fiskaf-
urða skipaði veglegri sess í utflutn
ingnum en nú er.
Hér er gnægð af liráefni til nið-
ursuðu, annað en þorskur, t. d.
rækjur, kræklingur, kúfiskur, vatna-
fiskur o. m. fl. Norðmenn flytja út
fyrir hundruð milljónir króna á
hverju ári, á sama tíma nemur okk-
| ar útflutningur á niðursoðnum fisk-
afurðum 1—2 millj. króna á ári.
Bankavaldið fordæmir þessa at-
vinnugrein og þegar það leggst á
móti, eru leiðimar lokaðar. Er það
illt til afspurnar og á eftir að hefna
sín grimmilega.
Eftir því sem framleiðslan er f jöl-
breyttari, þess meiri atvinna í land-
inu og betri lífsskilyrði fyrir þá,
sem landið byggja.
EKKI VANTAR SAMRÆMIÐ —
Stór atvinnurekandi og framá-
maður í Sjálfstæðisfl. kom inn á
hálfopinberan stað. Þar hélt hann
langa og stranga tölu um óbilgimi
verkamanna og annarra launþega
og óskammfeilni þeirra um, að
heimta fulla vísitölu greidda á laun
sín.
Nokkrum dögum áður en þetta
skeði, hafði Fjárhagsráð samþykkt
að afnema verðlagseftirlit með starf
semi þeirri, sem þessi atvinnurek-
andi starfrækir.
Strax, þegar Fjárhagsráð hafði af
numið verðlagseftirlit á starfsemi
þessa aðila, hækkaði hann álag sitt
um hærri upphæð en þá, sem laun-
þegar fara fram á.
Það er ekki amalegt fyrir laun--
þega að treysta forsjá þessara
manna.
Fegrunarfélag var stofnað hér í
bænum síðastliðinn sunnudag. Verð
ur þess nánar getið síðar.
Skákmeistari Frakklands, Nicolas
Rossolimo, sem kom hingað til lands
í boði Taflfélags Reykjavíkur, telfdi
fjöltefli sunnud. 25. febrúar við fé-
laga í Taflfélagi Hafnarfjarðar. —
Rossolimo tefldi á 31 borði, og tap-
aði hann aðeins einni skák og gerði
fimm jafntefli. Taflfél. Hafnarfjarð-
ar sendi sitt sterkasta lið á móti
skáksnillingnum, og má með sanni
segja, að útkoman sé hin glæsileg-
asta fyrir hann, þar sem ýmsir okk-
ar beztu manna töpuðu. Hér fer á
eftir skák sú, sem Rossolimo tap-
aði, fyrir Guðm. Þorlákssyni loft-
skeytamanni:
Hvítt: Svart:
Rossolimo Guðm. Þorlákss.
1. e2—e4 d7—d5
(Þessu er sjaldan leikið á svart,
því að opnun taflsins á þessu stigi
er hvítum í hag sé nákvæmt leikið).
2. e4xd4 Rg8—f6
3. c2—c4 c7—c6
4. d2—d4
(Hvítur getur unnið peð með því
að leika 4. d5xc6, en svartur fengi
þá gott tafl og sóknarmöguleika eft-
ir 4. .. ., Rb8xc6 5. Rgl—f3, e7—e5
6. d2—d3, Bc8-f5 7. Rbl-c3, Bf8
—c5 8. Bcl—e3, Bc5xe3 9. f2xe3,
Dd8—b6 10. Ddl—cl! e5—e4 11.
d3xe4, Rf6e4).
4. c6xd5
5. Rbl—c3 e7—e6
6. Bcl—g5 d5xc4
7. Bflxc4 Bf8-e7
8. Rgl—f3 0-0
9. 0 - 0 h7—h6
10: Bg5-h4 Bb8-d7
11. Ddl—e2 Rd7-b6
12. Bc4—b3 • Hf8-e8
13. Hal—dl Rb6-d5
14. Rf3-e5 Rd5xc3
15. b2xc3 Rf6-d5
16. Bh4xe7 He8xe7
17. De3-d3 Rd5-f6
18. Bb3—c2 He7—c7
19. h2—h3 b7—b6
20. Re5—g4 Bc8-b7
21. Bc2-b3 Rf6-d5
22. Bb3xd5
Þetta leiðir til peðstaps fyrir hvít-
an, en riddarinn var orðinn hættuleg
ur).
22 Dd8xd5
23. Rg4-e3 Dd5xa2
24. c3—c4
(Ilvítur undirbýr að skapa sér
hættulegt frípeð).
24 Da2—a4
25. Hdl-al Da4—d7
26. d4—d5 e6xd5
27. c4xd5 Hc7—c5
28. Hfl-dl a7—a6