Alþýðublað Hafnarfjarðar - 27.10.1952, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR
3
þetta allt vill Verkakvennafélagið
senda Emil Jónssyni, alþingis-
manni, sínar innilegustu árnaðar-
óskir á þessiun merku tímamótum
í ævi hans og óska þess og vona,
að starf félagsins og Emils megi
alltaf ganga jafn vel og vinsamlega
framvegis sem hingað til.
Verkakvennafélagið Framtíðin.
---- 4 ----
Kvenfélag Alþýðuflokksins send-
ir hinum trausta og vinsæla for-
manni Alþýðufl. í Hafnarfirði,
Emil Jónssyni, hamingjuóskir og
þakklæti á 50 ára afmælinu.Það var
gæfa þessa bæjarfélags að hann,
ungur að árum með glæsilegar gáf-
ur og menntun, gekk í Alþýðuflokk
inn, þar sem hann hefur staðið sið-
an traustur og öruggur og helgað
honum krafta sína. Hann hefur átt
sinn sterka þátt í því að Alþýðu-
flokkurinn hefur átt öruggan meiri-
hluta í bæjarstjórn síðast liðin 25
ár og það hefur gerbreytt lífi al-
mennings í þessum bæ. Þegar ævi-
starf þeirra manna, sem nú standa
í stjórnmálabaráttu þjóðarinnar,
verður dæmt af framtíðinni, mun
nafn Emils Jónssonar verða í röð-
um okkar beztu manna og það
\ý ljóðabók
Nýkomin er á markaðinn, ljóða-
bók eftir Þórodd Guðmundsson frá
Sandi. Nefnist hún Anganþeyr.
Mestur hluti kvæðanna er frum-
saminn en nokkur þýdd úr ensku
og eit kvæðið er þýtt úr sænsku.
Kvæðin eru misgóð; ekkert lé-
legt, en nokkur ágæt. Það er lítill
vafi, að mörgum þeim, sem ljóð-
um unna, þyki fengur að mörgum
kvæðanna. Þóroddur er búsettur
hér í bæ og eflaust kunnur mörg-
um Hafnfirðingum. Er enginn vafi
á því. að mörgum þeirra, sem ekki
liafa kynnst þeirri hlið Þóroddar,
sem að skáldskapnum veit. þykir
merkilegt að kynnast henni.
Boðskapur og hugarheimur Þór-
odds er fa'gur og mannbætandi,
án þess þó að boða neina heigul-
mennsku, því hann dáir karl-
mennsku og drengskap.
Bókin er í mjög smekklegum frá-
gangi. Er hún því tilvalin sem tæki
færisgjöf bæði hvað efni og frá-
gang snertir.
Orðsending til FUJ
Sunnudaginn 2 nóvember verð-
ur aðalfundur haldinn í Félagi
ungra jafnaðarmanna. Verður fund
urinn í Alþýðuliúsinu við Strand-
götu kl. 1,30 e. h.
.. Fundarefni eru margs konar og
má þar nefna inntöku nýrra félaga,
venjuleg aðalfundarstörf, kosning
fulltrúa á sambandsþing S. U. J.
°g fieira.
mun sjást „gegnum bölsins blakka
kaf“ hefur árangur af störfum hans
verið „sem blys á miðjum veg“.
Það er þess vegna einlæg ósk
okkar og von að Alþýðuflokkur-
inn fái að njóta starfskrafta þessa
ágætis manns um langa framtíð.
„Þú beitir á strenginn, en stefnir
til lands, þótt stríkki og dýpki og
vöð séu naum“.
Við þökkum honum einhuga
störfin.
Kvennfélag Alþýðuflokksins.
----- 4 ----
Á þessum tímamótum ævi þinn-
ar flytur F. U. J. þér hugheilar
óskir um leið og við minnumst hins
glæsilega og árangursríka starfs
þíns fyrir hagsmunamálum Hafn-
firzkra æsku og alþýðu og íslenzku
þjóðarinnar í heild. Við þökkum
þér leiðsögn þína öll þessi ár og
allt sem þú hefur kennt okkur í
félagsstarfi okkar og við vonum
að okkur auðnist að eiga svo
traustan forustumann sem þig í
framtíðinni og að endingu vonum
við að framtíðar draumar þínir
rætist um framkvæmd Jafnaðar-
stefnunnar á Islandi.
Lifðu heill!
F. U. J., Hafnarfirði.
♦MimiiiiiiiiniiimiiiiiitiimiiMiiiiuimimiuiHmiiiiiuiiHiiimimiiHiiimiiiiMHimmiiiiinmmimiiniiiiimiiiiniiiiimiiiiHmiiiiiiiiiHiiiii,.,
Frá Haustmarkaði
Kaiipfólit^ Ilafnfirðiiigra
Trippakjöt og folaldakjöt kemur að líkindum í vikunni.
i
| V E R Ð :
| Trippakjöt í heilum og hálfum skrokkum ....... kr. 8.50 kg.
I Trippakjöt, frampartur ..............,*............ — 7.50 —
| Trippakjöt, afturpartur ........................... — 9.90 —
g Folaldakjöt í heilum og hálfum skrokkum.......— 8.95 —
| Folaldakjöt, frampartur ........................... — 8.25 —
| Folaldakjöt, afturpartur .......................... — 10.75 —
Kjötið saltað fyrir þá, er þess óska gegn sanngjörnu gjaldi.
| Tunnur seldar á staðnum.
Þar sem aðeins hefur tekist að tryggja takmarkað magn, er
| nauðsynlegt að pantanir berist sem fyrst í næstu Kaupfélags-
5 búð.
n Hafnarfirði 27. október 1952,
| HAUSTMARKAÐUR
a
Kanpfclag:§ Ilnfnfirðingn
V cgabi'cfi ii
í vörugeymslunni Strandgötu 28, sími 9824.
Alþýðublað Hafnarfjarðar vill
vekja eftirtekt bæjarbúa á auglýsr
ingu bæjarfógeta, um bann við að
unglingar innan 16 ára aldurs, sæki
obinbera dansleisleiki.
Foreldrar og forráðamenn ungl-
linga þurfa að gera sér og ungling-
unum Ijóst, að sé nám eða vinna
stundað af skyldurækni og sam-
viskusemi getur það orðið heilsu-
fari unglinga skaðsamlegt að eyða
oft miklurn hluta af svefntíma sín-
uin á misjöfnum dansleikjum. Auk
þess er alltaf hætt við að þeir, sem
þar venja komur sínar, geti lent í
félagsskap óvandaðri manna. Hef-
ur margur pilturinn og stúlkan á
þann hátt orðið ógæfunni að bráð,
þar sem vöntun var á þroska og *
mati á því, sem um var að velja.
Sjjóvinnunámskeið
Sjóvinnunámskeið á vegum bæj-
arins hofst i siðustu viku. Er kennt
í sundlauginni. Námskeiðið hafa
sótt um 60 piltar. Ungir menn og
piltar í bænum, sem langar til að
Iæra eitthvað til sjóvinnu, ættu ekki
að sleppa þessu tækifæri. Enginn
veit, hvenær hann þarf á þeirri
kunnáttu að halda. Til þessa náms
eyðist tæplega tími frá öðrum störf
um, því kennsla fer fram að kvöld-
inu og er ókeypis.
Þeir Halldór Hallgrímsson og
Guðmundur Guðmundsson sjá um
námskeiðið fyrir hönd bæjarins
g 1
.......................................................
Þakpappi, rúðugler 3 og 4 mm. Þakjárn væntan-
legt.
Kaupfélag: Ilafiifirðingra
VÖRUGEYMSLAN - SÍMI 9824
ORÐSENDING
til Haínfirðinga um vegabréf.
I samráði við barnavemdarnefnd og forstöðumenn skól-
ánna hér í bæ, hefur verið ákveðið, að börn og ungling-
ar innan 16 ára aldurs, fái ekki aðgang að opinberum
dansleikjum í bænum. Jafnframt er ákveðið, að gefa út
vegabréf til þeirra bæjarbúa, 12 ára og eldri, sem þess
óska. Geta menn snúið sér til lögregluvarðstofunnar og
fengið þar afgreidd vegabréf, en afhenda þarf ljósmynd,
af þeim er vegabréfs óskar, í tveimur eintökum af venju-
legri vegábréfamynda stærð.
Athygli ska'l vakin á því, að telji löggæzlumenn ungling,
sem fara vill á opinberan dansleik eða hefur komizt þar
inn, vera ýngri en 16 ára, verður honum vísað. burt, geti
hann ekki fært sönnur á það með vegabréfi, að hann sé
eldri en 16 ára.
Lögreglustjórinn í Hafnarfirði, 22. okt. 1952.
Guðrn. í Guðmundsson.