Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.02.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 17.02.1956, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Málfundafélagið Magni 35 ára Viðtal vlð lirisliiiii J. Nagnússon, formaiin tóla^sins Málfundafélagið Magni átti 35 ára afmæli hinn 2. des. s. I. Vegna þessara tímamóta í sögu félagsins brá tíðindamaður blaðs- ins sér til formanns þess, Kristins J. Magnússonar málarameistara, og átti við hann stutt afmælisrabb. Kristinn J. Magnússon er öll- um Hafnfirðingum svo kunnur, að óþarfi er að kynna hann hér sérstaklega. Þess skal þó getið, að fárra er að fara í fötin hans, þegar um er að ræða dugnað og ósérplægni í félagsmálastörfum. Hann hefur víða komið við á þeim vettvangi á liðnum áratug- um t. d. innan Góðtemplarareglunnar og Fríkirkjusafnaðarins, og allra manna lengst liefur hann verið formaður Magna eða samfellt. í 16 ár. Það ræður af líkum, að umfangsmikil störf í félagsmálum taka mikinn tíma og umhugsun frá daglegum störfum, þótt áhuga- sömum og fórnfúsum manni finnist fátt til um slíkt, fafnvel þó fyr- ir hafi verið að sfá stórum barnahóp. Kristinn er elztur hafnfirzkra starfsbræðra sinna í málaraiðn. Hann er röskur og afkastamikill í iðn sinni og nýtur verðskiddaðra vinsælda hfá starfsbræðrum sínum og viðskiptavinum. Segðu mér, Kristinn: Hverjir voru frumkvöðlar að þessari fé- lagsstofnun? Það voru þeir Þorleifur Jóns- son framkvæmdastjóri og Valdi- mar Long bóksali. Þeir voru báð- ir aðfluttir í bæinn, austfirzkir áð uppruna. Báðir höfðu þeir tekið þátt í starfi og stofnun ung- mennafélaga á heimastöðvum sínum, og ekki er ólíklegt að hug- mynd þeirra að stofnun Magna hafi átt rætur að rekja til fyrri starfsemi á þeim vettvangi. Var ekki um þessar mundir starfandi ungmennafélag í bæn- um? Nei. Ungmennafélagið 17. júní starfaði hér að vísu um skeið af talsverðu fjöri og beitti sér fyrir ýmsum menningarmálum. En því varð ekki langra lífdaga auð- ið; það lognaðist útaf og dó eft- ir 5 ára starf eða svo, og það er fyrsta og síðasta ungmennafélag- ið, sem hér hefur starfað. Hvað er að frétta af félagslífi almennt hér í bænum kringum 1920? Mikil deyfð ríkti í þeim mál- um öllum. Þó voru atvinnumögu- leikar hér miklir og mikið að- streymi manna í kaupstaðinn úr öllum landsf jórðungum, svo mik- ið, að á manntali árið 1920 voru tveir þriðju af öllum íbúum kaup staðarins fæddir utan hans. Ef til vill bafa margir þessara aðkomu- manna verið hver öðrum ókunn- ir, og það átt þátt í því, hve fé- lagslífið var með miklum deyfð- arbrag um þessar mundir. Með stofnun Magna hafa forgöngu- mennirnir vafalaust að sínu leyti viljað bæta úr þessu ríkjandi lognmollu ástandi. Það gekk fljótt og vel að stofna félagið. Stofnendur voru 18 að tölu, en 16 þeirra voru aðfluttir í bæinn. I fyrstu stjórninni áttu sæti: Valdimar Long formaður, Asgrímur Sigfússon ritari og Þor- leifur Jónsson gjaldkeri. Og hver var svo tilgangurinn? Hann var sá, eins og stendur í lögum félagsins, að æfa menn í að flytja mál sitt í ræðuformi og í heyranda hljóði, svo og að vinna að hvers konar menningarmál- um, er félagar verða ásáttir um. mm. Kristinn J. Magnússon Það hafa mörg mál borið á góma á málfundum félagsins eða er ekki svo? Jú, ekki verður því neitað. I afmælisriti, sem félagið gaf út á 25 ára afmæli sínu og Olafur Þ. Kristjánsson tók saman, grein- ir frá því, að þá hafi 150 mál verið tekin til umræðu á fund- um „og eru þá ekki talin félags- mál né umræður um Hellisgerði.“ Síðan hafa mörg mál bætzt við, þó mér sé ekki kunnugt um tölu þeirra. A fyrstu árunum mun einna mest fjör hafa verið í málfunda- starfseminni og nefna má, að fyrsta veturinn voru tekin fyrir 16 mál af ólíkum toga spunnin, t. d. Lestrarfélög, Sameignar- hugmynd jafnaðarmanna, Þegn- skylduvinna, Hugleiðingar urn bannmálið, Getur Magni haft menntandi áhrif í Hafnarfirði? og svo framvegis. Hvemig hefur fundarsókn verið? Fundarsókn hefur verið æði misjöfn eins og gerist og gengur í flestum félögum; bezt mun hún þó hafa verið fyrstu árin. Magni hefur ávallt verið fámennt félag, enda hefur félagatalan verið tak- mörkuð frá upphafi — nú má hún vera hæst 48 — en sé miðað við meðlimatölu annarra félaga, hefur fundarsóknin í heild verið góð. Þarf ekki talsvert undirbún- ingsstarf að fara fram fyrir hvern málfund? Jú. Fyrir hvern málfund er skipuð þriggja manna verkefna- nefnd. Hún ákveður síðan hvaða mál skuli tekið til umræðu og henni ber að láta félagsmenn vita með nægum fyrirvara hvaða mál hún hefur valið, svo að mönnum gefizt kostur á að undirbúa sig sem bezt fyrir hvern fund. Vegna þessa verða umræður oft bæði skemmtilegri og fjörugri. Orða- sennur hafa iðulega átt sér stað milli manna á fundum, þótt menn hafi jafnan verast að deila.per- sónulega hver á annan og forð- ast pólitískar þrætur. Hafi mönn- um hitnað í hamsi við umræðurn- ar hafa deilurnar haldið áfram af fullu kappi á leiðinni heim af fundi. Því miður er ekki hægt að segja, að málfundastarfsemin standi nú i blóma innan félags- ins og veldur margt. T. d. eru menn nú orðnir svo uppteknir í öðrum félögum, þeir eldri farn- ir að þreytast, en hinir yngri eftirbátar hinna eldri í orðsins list. Hvað hafa nú margir menn gengið í félagið frá upphafi? A þessum 35 árum hafa sam- tals 87 menn gengið í félagið. Sumir þeirra hafa orðið þjóð- kunnir — aðrir verið á oddinum í félags- og menningarmálum (Framhald á hls. 2) Siækknn Dagliciniilisins Dagheimilisnefnd Verkakv.- félagsins Framtíðin hefur að und anförnu unnið að því að stækka Dagheimili félagsins að Hörðu- völlum. Skrifaði nefndin bæjar- stjórn um málið og fór fram á ábyrgð bæjarsjóðs fyrir láni að upphæð kr. 300 þús. A fundi bæjarstjórnar var mál- ið tekið fyrir og samþykkt að verða við beiðni nefndarinnar. Lánið verður væntanlega fengið í Sparisjóði Hafnarfjarðar og tryggt með fyrsta veðrétti í hús- eign félagsins. Jafnframt hefur bæjarstjórn tekið upp í fjárhagsáætlun sína 100 þús. kr. framlag til þessara framkvæmda og er gert ráð fyr- ir, að sú upphæð verði önnur af tveim greiðsiium bæjarsjóðs til framkvæmdanna. Aðsókn að heimilnu hefur stöðugt farið vaxandi og komast nú færri að með börn sín en vilja. Er því brýn þörf úrbóta, enda munu framkvæmdir hefj- ast á yfirstandandi ári. Leyfi veih fyrir biðskýli Jóngeyr D. Eyrbekk hefur fengið leyfi til þess að setja upp biðskýli og söluskála við vega- mát Melabrautar og Hvaleyrar- brautar. Er leyfið veitt til 5 ára. Barnastúkan Kærleiksbandið Hinn 5. þ. m. hélt barnastúk- an Kærleiksbandið nr. 66 grímu- dansleik fyrir meðlimi sína. Var dansleikur þessi vel sóttur og skemmtu bæði börn og fullorðn- ir sér ágætlega. Munu þarna hafa mætt yfir 80 börn, grímubúin og stór hópur, sem ekki var með grímu. Voru búningarnir hinir smekklegustu og þeim sannar- lega settur vandi, sem um þá áttu að dæma. Var því það ráð tekið að láta áliorfendur og gesti greiða atkvæði um búningana og tók dómnefndin tillit til þess, sem þar kom fram. Voru veitt fern verðlaun fyrir beztu búningana. Voru það allt bækur, sem Verzlun Valdimars Long gaf, hver annarri betri og skemmtilegri. Verðlaun hlutu þau Bára Guðmundsdóttir, Jórunn Einarsdóttir, Svana Ein- arsdóttir og Birgir Friðleifsson. Æði voru búningarnir breytileg- ir. Voru sumir úr heimi þjóðsagn- anna, aðrir stæling fjarlægra mannflokka og nokkrir stæling á dýrum. Þau Sigríður Sæland og Jón íhaidið og útsvörin Utsvörin í Reykjavík fyrir ár- ið 1956 hækkuðu um 43% frá ár- inu á undan. Hækkun þeirra var ákveðin skömmu fyrir jólin og íhaldið rökstuddi liana með því, að verkamenn hefðu fengið 11% grunnkaupshækkun! Fjárhags- áætlun Hafnarfjarðar var samþ. skömmu eftir nýárið. Þó útsvör- in hér hækki nokkuð er það þó ekki nálægt því eins mikið hlut- fallslega og í Reykjavík. Hamar, blað hafnfirzks íhalds, hefur hvergi minnst á þessa gífurlegu hækkun í Reykjavík, þótt blað- inu verði tíðrætt um hækkunina hér og telji liana starfa af óstjórn og glæfralegri meðferð fjármuna. í nefndu blaðið frá 16. jan. s.l. er í klaufalegum leiðara minnst á jóla- og nýársgjafir bæjarstjóm- armeirihlutans til almennings hér, og er þar átt við hækkun út- svara og innheimtu þeirra. Nú ætti hinn frómi ritstjóri að skreppa til Reykjavíkur á fund flokksbræðra sinna og fá fréttir af sams konar viðburðum þar. Mun þó raunar strax vera hægt að upplýsa hann um, að „jóla- og nýársgjafirnar“ voru ólíkt ríf- legri til almennings þar en hér. Getur ritstjórinn að sjálfsögðu verið stoltur af því, þó hann af einhverjum ástæðum veigri sér við að birta þessar fréttir í blaði sínu. Bálarnir Gæftir hafa verið stirðar það sem af er fyrir smábáta, en sæmi- legur afli, þegar gefur. 19 bátar eru byrjaðir landróðra 2 eru á útilegulínum. Það er Björg og Goðaborg. 1 er á netum, þ. e. Ársæll Sig- urðsson. Hann hefur tvisvar land að litlum afla. Jóhannesson höfðu séð um undir- búning og tilhögun skemmtunar- innar, sem hvortvggja var til hins mesta sóma fyrir alla. Hafa þau og þeir, sem vinna með börnun- um bæði að þessu og öðru leyst af hendi þarft verk og gott. Verð- ur það aldrei þakkað né rnetið sem vert er, því að fullyrða má að flestar frístundir þessa fólks séu áskipaðar á einn eða annan veg í þágu barnanna og málefna, þeirra, sem barnastúkan vinnur að. Það er mikill vafi á því, að meginhluti foreldra barna þeirra, sem hér njóta góðs af, hafi minnstu hugmynd um allt það óeigingjarna starf, sem liér er unnið í þágu barna þeirra af ó- viðkomandi fólki, án alls endur- gjalds of oft án þakklætis. Barnastúkan Kærleiksbandið býður fimm manna fram- kvæmdanefnd sem aftur er und- ir vernd Stórstúku íslands. Gæzlumenn eru þau Sigríður Sæland og Jón Jóhannesson. I vörzlum stúkunnar er Minn- ingarsjóður Árna Mathiesen, sem stúkunni var gefinn af ætt- ingjum og vinum Árna heitins. Er sá sjóður nú 12 þús. kr., en sjóður stúkunnar sjálfrar um 11 þús. Samkvæmt starfsskrá Minn- ingarsjóðsins má verja allt að helming af árstekjum hans til starfsemi stúkunnar. Um 300 meðlimir eru nú í stúkunni. 25 bálar niumi r»a liéúnn í vriur Héðan munu róa 25 vélbátar í vetur. Af þeim eiga 18 heirna í bænum en 5 utan bæjar. Um tvo báta er blaðinu ekki kunnugt. Þessi eru nöfn bátanna: Hafbjörg. Guðbjörg, Fagriklett- ur Fróðaklettur, Fjarðarklettur, Fiskaklettur, Flóaklettur, Faxa- borg, Fram, Stefnir, Hafnfirðing- ur, Reykjanes, Freyfaxi, Orn Arnarson, Dóra, Kópur, Ársæll Sigurðsson og Jóhannes Einars- son. — Frá Akureyri eru: Stjarn- an og Auður. — Frá Siglufirði eru: Þorsteinn. — Frá Seyðis- firði: Valþór. — Frá Eskifirði: Víðir (á útilegu). Ekki eru allir bátarnir byrjað- ir veiðar, en þessir bátar hófu veiðar, sem hér segir: 23. jan. Hafbjörg, Fagriklettur, Valþór og Auður. Hinn 24. byrjaði Þor- steinn, en Fiskaklettur og Guð- björg þann 25. og Fróðaklettur þann 26. Var afli bátanna mjög rýr þessa fyrsta róðra, enda tíð óhag- stæð um það leyti. Af kunnugum mönnum er tal- ið að við bátaflotann hér vinni um 300 manns og er þá ekki með- talið það fólk, sem vinnur að verk un aflans. Sézt af þessu, að vél- bátaútvegurinn er afar þýðing- armikill, bæði hvað áhrærir at- vinnu og gjaldeyrisöfhin. Það veltur því á miklu að þeir, sem með þau mál fara, hafi fullkomua ábyrgðartilfinningu til að bera, og sýni dugnað og hagsýni í hví- vetna.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.