Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 29.05.1956, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJAB.ÐAR Hverjum ber að þakka? Sósíalistar geta ekki hælt sér af öðru í íiskiðjuvers- máliriu en því að hafa stutt Alþýðuflokkinn með at- kvæði sínu í útgerðarráði og bæjarstjórn til þess að koma málinu þar fram. Sjálfstæðismenn töfðu fyrir málinu og spilltu því ef tir mætti. Var það þó miklu meira utan bæjarstjórn- ar en innan. í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum skorti Alþýðuflokkinn hér í bæ örfá atkvæði til þess að fá fimm menn kosna. Hann átti því ekki nema fjóra fulltrúa í bæjarstjórn og gat ekki myndað þar meiri hluta einn saman. Fyrir kosningar hafði Alþýðu- flokkurinn að vanda lagt fram skýra stefnuskrá, þar sem tekið var fram, hvað flokkurinn teldi að gera þyrfti og hvað þá ætti að ganga fyrir. Eitt af því, sem þar var lögð áherzla á, var bygg- ing fiskiðjuvers á vegum Bæjar- útgerðarinnar. Eftir kosningarnar gerðu Al- þýðuflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn með sér samkomu- lag um að mynda sameiginleg- an meirihluta í bæjarstjórninni til þess að framkvæma stefnu- skrá þá, sem Alþýðuflokkurinn hafði lagt fram fyrir kosning- arnar. Um það var enginn á- greiningur milli flokkanna. — Eitt af því, sem framkvæma skyldi, var vitanlega bygging fiskiðjuversins. Það mál kom oftar en einu sinni til umræðu í útgerðarráði og bæjarstjórn. Meirihlutaflokk- arnir stóðu saman um alla af- greiðslu þess, en Sjálfstæðis- flokkurinn tafði málið og spillti fyrir því eftir mætti. Vann hann þó miklu meiri skemmdarverk á því sviði utan bæjarstjórnar en innan. Marga örðugleika þurfti að yfirvinna áður en unnt væri að hefja byggingu fiskiðjuversins. Erfítt reyndist að útvega nægi- legt fjármagn. Sjálfstæðisflokk- urinn í landinu var voldugur og notaði vald sitt í peningamálum þjóðarinnar til þess að ónýta hverja viðleitni bæjarstjórnar- meirihlutans að fá lán. Loks gat þó Alþýðuflokkurinn leyst þann vanda með aðstoð manna úr Framsóknarflokknum. Það er óneitanlega hart und- ir því að búa, að lánveitingar til stofnana eða einstaklinga skuli vera komnar undir flokks- pólitík. En margir menn munu hafa þá sögu að segja af eigin reynd, að oft hefur það verið háð pólitískri aðstöðu lánbeið- andans, hvort hann hefur feng- ið lán eða ekki. Af þessum á- stæðum — eins og mörgum öðrum — er alþýðu landsins brýn nauðsyn að standa sem fastast um flokks sinn, Alþýðu- flokkinn, til þess að hnekkja of- urvaldi Sjálfstæðisflokksins yf ir peningamálum þjóðarinnar. Þegar svo var komið, að fé var fengið til fiskiðjuversbyggingar og fyrirsjáanlegt þótti, að húsið mundi komast upp þrátt fyrir alla örðugleika, — öllum þorra bæjarbúa til mikillar gleði, — þá fóru forustumenn Sósíalista- flokksins að verða hræddir um, að Alþýðuflokkurinn fengi sóma af málinu. Fóru þeir þá að hugsa um, hvernig þeir gætu notað þetta mál flokki sínum sem bezt til framdráttar. Þeir tóku það til ráðs að reyna að eigna sér allar framkvæmdir í fiskiðjuversmálinu. Um hitt var örlítill ágreiningur milli þeirra, hvort Kristján Andrésson ætti allar þakkirnar einn eða hvort Geir Gunnarsson ætti eitthvað af þeim líka, Þessum áróðri læddu Sósíalist- ar út í viðtölum við menn, og viðtölin voru ekki spöruð. Þeir vissu með sjálfum sér, að í raun og sannleika gátu þeir ekki hælt sér að öðru í fiskiðjuversmálinu en því að hafa stutt Alþýðuflokk- inn með atkvæði sínu í útgerðar- ráði og bæjarstjórn til þess að koma málinu þar fram, og er það auðvitað góðra gjalda vert í samanburði við afskipti Sjálf- stæðisflokksins. Minnimáttar- kennd Sósíalista út af þessu máli varð nú svo sár, að löngunin til að krækja sér í óverðskuldað hrós og álit bar drengskapar- skylduna gagnvart samstarfs- flokknum í bæjarstjórninni al- gerlega ofurliða. Alþýðublað Hafnarfjarðar ætl- aði sér að forðast í lengstu lög að lenda í deilum við Sósíalista- flokkinn út af bæjarmálum í þessum alþingiskosningum. — Blaðið telur, að þær umræður eigi að bíða næstu bæjarstjórn- arkosninga. Þá verður ef til vill hægt að segja sitt af hverju við Sósíalista. Þá verður kannske sagt berum orðum og sýnt með dæmum, hvað það raunverulega er, sem Sósíalistaflokkurinn hef ur lagt mesta áherzlu á í sam starfinu í bæjarstjórn. En við þessar kosningar verður það ekki gert hér í blaðinu, ef hægt er að komast hjá því. Af þessum ástæðum hefur Al- þýðublað Hafnarf jarðar látið róg Sósíalista um Alþýðuflokkinn og fiskiðjuverið liggja í þagnargildi, þótt hann færi vaxandi með degi hverjum og jafnvel menn í trún aðarstöðum hjá bænum tækju þátt í honum. En þegar Kristján Andrésson bæjarfulltrúi tekur sig til og skrifar grein um sama efni í Þjóðviljann (23. maí), verð- (Framhald á bls, S) MINNING: Magnús Jóhannesson, verkstjóri Einn af eldri borgurum þessa bæjar, Magnús Jóhannesson verk stjóri, var til moldar borinn laug- ardaginn 26. þ. m. Þó að Magnús heitinn væri ekki innborinn Hafnfirðingur, þá lifði hann og starfaði svo lengi og vel hér í bæ að hans mun jafnan minnst sem eins þeirra. Sjómennsku stundaði Magnús árin 1903—8, en síðan var hann verkstjóri hjá Ágúst Flygenring. W. Hadden og síðast hjá Akur- gerði, allt til ársins 1932. Hann var stofnandi skipstjóra- og stýrimannafélagsins Kára og heiðursfélagi þess félags. Töluverð afskipti hafði Magnús af verkalýðssamtökun- um og var formaður V.m.f. Hlíf- ar um skeið. Var hann kjörinn í bæjarstjórn árið 1914 fyrir at- beina félagsins, en þá var hann formaður þess. Bæjarfulltrúi var Magnús heitinn í sex ár og starf- aði þar í ýmsum nefndum. Auk þessa starfaði Magnús heitinn Jóhannesson mikið í Góð templarareglunni. Kona Magnúsar var Jóhanni Bersteinsdóttir. Þau eignuðust sjö börn, og eru fimm þeirra á lífi. Öll eru þau myndarlegt merkisfólk eins og foreldrar þeirra. Þrjú þeirra eru búsett hér í bæ: synirnir Nikulás og Sigfús og ein dætranna, Ingibjörg kona Guðmundar V. Einarssonar. Hin ar dæturnar eru báðar búsettar í Reykjavík: Magnea gift Jóni Sveinssyni og Ester gift Kristni Sigurðssyni. Það er gott bæði fyrir bæjar- félagið og einstaklinga að eiga slíka samferðamenn og Magnús heitinn Jóhannesson var. Þar eru öðrum gefin góð fordæmi og fyr- irmyndir, sem allir verða merJö að meiri við að keppa að og breyta eftir. — Kunningi. í Kinnunum hefur risið upp heilt smáíbúðarhverfi. Hefur fólk sýnt mikinn dugnað við byggingu íbúða sinna, þó að erfiðleikamir hafi verið miklir. Frá Hraunprýði Slysavarnadeild kvenna í Hafnarfirði, Hraunprýði. hefur beðið blaðið að færa bæjarbúum alúðarfyllstu þakkir fyrir fram- lag sitt til deildarínnar 16. þ. m., en þann dag hafði deildin sinn árlega fjársöfnunar- og merkja- söludag. Alls söfnuðust tæpar 40 Jdús. kr. og var allt gefið, se'm fram var lagt, nema auglýsingar og rjómi. Hínn 21. þ. m. afhenti deildin kr. 5 þús. að gjöf til endurbóta á skýli því, sem björgunarbátur- inn Gísli J. Johnsen er geymdur í, í Orfirisey. Deildin beitir sér nú fyrir því, að haldið verði upp á sjómanna- daginn, hér í bæ, á svipaðan hátt og síðastliðið ár og væntir þess að sjómenn leggi sig nú alla fram um, að gera daginn sem hátíð- legastan, með því að taka þátt í íþróttum dagsins, einkum þó- sundinu. Sjómannadagurinn er að þessu. sinni 3. júní. 10 börn í sumardvöl Svo sem kunnugt er hefur kvenfélagið Hringurinn á und- anförnum árum kostað sumar- dvöl margra barna í sveit. ¦— Hefur starfsemi þessi einkum f arið f ram í héraðsskólum úti um land í samstarfi við Rauða kross- inn. En Jiar sem að þessu sinni hef ur ekki tekizt að útvega nægi- lega marga skóla í þessu augna- miði, hefur Hringurinn ákveðið að kosta dvöl 10 barna á sveita- heimilUm í sumar, ef mæður þeirra geta sjálfar útvegað þeim dvalarstað. Allar nánari upplýsingar gef- ur frá Helga Níelsdóttir, Strand- götu 30. IMMIIIIMMMIMIlMMIMUIMMIMMMIMMMlltlMMMIMMMIIIMMIMMMMMMlMMMMMIMMMMIMMMMMMIIIMMIIMMIMMIMMMU | Kosningaskrifstofa [ Alþýðuflokksins er í Alþýðuhúsinu Opin cdla daga frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h. | Kjörskrá liggur frammi. — Athugið að kærufrestur er úti | = 3. jlim. I Allt stuðningsfólk Emils Jónssonar er vinsamlega beðið f að hafa samband við skrifstofuna og gefa henni allar upp- [ | lýsingar um kjósendur er verða fjarverandi úr bænum á | 1 kjördegi. | Símar skrifstofunnar eru 9985-9499 nillllllllltllIIUIllllllllIllltltllllllIltlllllllllIlltllltlllllllllllllllllltlllllllllltlIIUMIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIMIIIIIIIIIIIIIII'"1'*11**

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.